Kim Jong-Il fyrirgefið

Hinn ástkæri leiðtogi Kim Jong Il óskar fyrirgefningar landsmanna sinna vegna eldflaugatilrauna sinna, eða eins og segir í fréttinni:

"Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist sjá eftir því að peningarnir sem fóru í tilraunir með loftskeyti og gervitungl um sl. helgi, hafi ekki farið í að hjálpa fólkinu í landinu. Hins vegar telur hann að fólkið fyrirgefi honum, í ljósi þess að allt gekk að óskum og skotið hafi verið „sögulegt“."

Ekki er að efa að þau 99,98% þjóðarinnar, sem kusu í kosningunum í Norður Kóreu nýlega, og greiddu leiðtogunum atkvæði sín, munu fyrirgefa leiðtoganum þetta hlaup útundan sér, við annars ástríðufullan áhuga sinn á velferð alþýðunnar.

Sjálfsagt getur hann líka bent á að matvælaaðstoð annarra ríkja sé fullnóg fæða fyrir pöpulinn og ekki honum að kenna, þó aðstoðin sé svo knöpp, að stór hluti þjóðarinnar svelti. 

Alþýðan í Norður Kóreu skilur vel að það er dýrt að gera kjarorkutilraunir og skjóta eldflaugum.  Hún skilur vel að ekki er hægt að gera allt í einu og matur getur þurft að bíða, á meðan snilligáfan er fóðruð.

Þessi einföldu sannindi hljóta vesturlandsbúar að geta skilið líka og fyrirgefið leiðtoganum, eins og hann svo auðmjúklega biður þjóð sína um.


mbl.is Hefði viljað hjálpa fólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband