Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
11.11.2009 | 11:15
Jákvæðar stöðugar horfur, sem skipta engu máli
Greiningadeildir bankanna, sem eru uppfullar af sérfræðingum í efnahagsmálum og vaka yfir öllum hræringum í fjármálalífi landsins og gáfu íslenska banka- og útrásarruglinu ávallt hæstu einkunn á undanförnum árum.
Þegar kerfið hrundi undan utanaðkomandi áhrifum og aðallega eigin vankunnáttu, fjárglæfrum og Matadorspili, kom það engum eins gjörsamlega á óvart og greiningadeildum bankanna.
Enn er leitað álits þessara deilda, sem að stórum hluta eru skipaðar sömu snillingunum og áður, en nú bregður svo við að svörin eru þannig, að hægt er að túlka þau eins og hver og einn vill, þannig að deildirnar geti svo sagt eftirá, að þessi eða hinn skilningurinn hafi ekki verið meining deildarinnar.
Nýjasta spekin kemur frá Greinindardeild Íslandsbanka og hún hljóðar á þá leið, að jákvætt sé að Moody´s telji horfur íslensks fjármálakerfis stöðugar á barmi ruslflokks, en þó skipti það í sjálfu sér ekki máli, af því að enginn sé að taka lán og enginn vilji lána hvort sem er.
Í fréttinni segir: "Þetta þýðir að öll matsfyrirtækin setja skuldabréf ríkissjóðs einu þrepi frá svokölluðum ruslbréfum, svo kölluðum spákaupmennskubréf (e. junk bonds)."
Þetta mat hlýtur að vera ákaflega jákvætt, án þess að skipta nokkru máli. Það þorir enginn að lána svona skuldara hvort sem er, og enginn skuldari getur tekið lán á svona kjörum.
Ef þetta er óskiljanlegt, þá var það einmitt meiningin, til þess að geta sagt síðar, að það hafi hvort sem er ekki þýtt það, sem einhver kann að hafa lesið út úr því.
![]() |
Telur jákvætt að Moody's meti horfur stöðugar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 16:16
Auðveld leið til að fela afskriftir skulda 1998 ehf.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur staðfest að embættinu hafi borist tilkynning um sameiningu Nýja Kaupþings og 1998 efh, sem er skuldafélagið, sem þóttist kaupa Haga ehf. af Gamla Kaupþingi í fyrrasumar, þegar enn ein björgunaraðgerðin fór fram, til að bjarga Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og föður hans frá gjaldþroti, en þá þegar voru öll helstu félög þeirra komin í gjaldþrotaskipti vegna hundraða milljarða skulda.
Nýlega fréttist, að Kaupþing ætlaði að afskrifa allar skuldir af 1998 efh. gegn því að Bónusfeðgar kæmu með nýtt hlutafé, að upphæð sjö milljarða, inn í félagið og gætu þeir þá haldið áfram að leika sér með Haga ehf., eins og ekkert hefði í skorist.
Mikil mólmæli komu fram við þessa ráðagerð og því var leitað nýrra leiða til þess að koma Högum ehf. aftur í hendur feðganna, án þess að láta mikið á skuldaafskriftinni bera og þá fæddist sú snilldarhugmynd að sameina 1998 ehf. bankanum og þar með yrði það félag ekki lengur til og skuldirnar yrðu einfaldlega sameinaðar skuldum bankans og hann eignaðist þar með hlutaféð í Högum hf.
Síðastu fléttu þessa sjónarspils mun verða laumað í gegn á næstu vikum, í rólegheitum og án allra opinberra tilkynninga. Sú snilldarflétta mun felast í því, að Bónusfeðgar munu kaupa hlutafé Haga ehf. af bankanum á gjafverði, jafnvel með nýju og miklu lægra láni frá bankanum sjálfum.
Þá verður búið að afmá 1998 ehf. af yfirborði jarðar og því þarf ekki að fella niður neinar milljarðatuga skuldir, þær munu einfaldlega gufa upp.
Þá getur Jón Ásgeir keikur montað sig af því, að engar skuldir hafi verið afskrifaðar sín vegna, enda gangist hann aldrei í persónulegar ábyrgðir fyrir neinum skuldum. Svo vitlaus sé hann ekki, enda klárari en almúginn í landinu. Þess vegna njóti hann ennþá fyllsta traust hjá bankakerfinu, öfugt við pöpulinn, sem steypi sér í alls kyns óskynsamlegar skuldir við bankana.
Jón Ásgeir er hæstánægður, ef hann á bara fyrir Diet Coce.
![]() |
Kaupþing og 1998 formlega í eina sæng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2009 | 13:47
Stóriðjan notuð sem áróðursbragð
Spunameistarar ríkisstjórnarnefnunnar uppgötvuðu það stórsnjalla áróðursbragð, að lauma inn í fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2010 svokölluðum stóriðjusköttum, til þess að leiða umræðuna í þjóðfélaginu frá tekjuskattshækkunum á heimilin yfir í þá umræðu, að stóriðjufyrirtækin væru ekki of góð til að taka þátt í byrðum þjóðféagsins af kreppunni.
Áróðursmeistararnir duttu svo seint niður á þetta bragð, að ekki vannst einu sinni tími til að kynna herbragðið fyrir iðnaðarráðherra, sem kom algerlega af fjöllum og félögum sínum í stjórnarnefnunni til mikillar armæðu, nánast eyðilagði hún málið með háværum mótmælum við þessum fáráðlegu hugmyndum, sem allir sáu reyndar strax, að myndu stöðva alla iðnaðaruppbyggingu í landinu til framtíðar.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, heldur þó ennþá áfram að slá ryki í augu almennings, með því að segja, að því miður verði ekki komist hjá því að hækka skatta á almenning, en að sjálfsögðu verði að láta stóriðjuna borga sinn skerf. Hún reynir enn, að leyna því hvers kyns skattahækkanabrjálæði sé fyrirhugað á almenning og til viðbótar við stóriðjuáróðurinn er jafnan tekið fram, að reynt verði að hlífa hinum tekjulægstu með flóknu þriggja þrepa tekjuskattskerfi.
Með þessu er gefið í skyn, að núverandi tekjuskattskerfi sé ekki þrepaskipt, en það er auðvitað alger vitleysa, þar sem persónuafslátturinn gerir það að verkum að tekjuháir greiða hlutfallslega miklu hærri tekjuskatt, en þeir tekjulágu. Þar fyrir utan er allt bótakerfið tekjutengt og kemur því þeim tekjulágu til góða, en ekki þeim tekjuháu.
Hér fyrir neðan er þetta sýnt í einfaldri töflu, ásamt því að sýna hvernig hægt er að stórhækka skatta, án þess að umbylta því einfalda skattkerfi, sem nú er í gildi og með því að lækka skatta hinna lægstlaunuðu. Stjórnvöld þurfa ekki að láta eins og það sé eitthvað flókið, að skattpína þjóðina, það þarf einungis að láta reikna út fleiri svona útfærslur og hvað þær gefa ríkissjóði í hækkun tekna.
Í fremri dálki er núverandi þrepaskipti tekjuskatturinn og í þeim síðari einföld hugmynd um hvernig má breyta honum með einföldum hætti, til að skattleggja þá tekjuháu hlutfallslega ennþá meira en þá tekjulágu:
Staðgreiðsla, 37,2% | Staðgreiðsla, 42,2% | Hækkun | Hækkun | |||
(Persónuafsláttur | Hlutfall af | (Persónuafsláttur | Hlutfall af | skatta | skatta | |
Laun á mánuði: | kr. 42.205) | tekjum í % | kr. 52.205) | tekjum í % | í krónum | í % |
150.000 | 13.595 | 9,06 | 11.095 | 7,40 | -2.500 | -18,39 |
200.000 | 32.195 | 16,10 | 32.195 | 16,10 | 0 | 0,00 |
300.000 | 69.395 | 23,13 | 74.395 | 24,80 | 5.000 | 7,21 |
400.000 | 106.595 | 26,65 | 116.595 | 29,15 | 10.000 | 9,38 |
500.000 | 143.795 | 28,76 | 158.795 | 31,76 | 15.000 | 10,43 |
600.000 | 180.995 | 30,17 | 200.995 | 33,50 | 20.000 | 11,05 |
700.000 | 218.195 | 31,17 | 243.195 | 34,74 | 25.000 | 11,46 |
800.000 | 255.395 | 31,92 | 285.395 | 35,67 | 30.000 | 11,75 |
900.000 | 292.595 | 32,51 | 327.595 | 36,40 | 35.000 | 11,96 |
1.000.000 | 329.795 | 32,98 | 369.795 | 36,98 | 40.000 | 12,13 |
1.200.000 | 404.195 | 33,68 | 454.195 | 37,85 | 50.000 | 12,37 |
1.400.000 | 478.595 | 34,19 | 538.595 | 38,47 | 60.000 | 12,54 |
1.600.000 | 552.995 | 34,56 | 622.995 | 38,94 | 70.000 | 12,66 |
1.800.000 | 627.395 | 34,86 | 707.395 | 39,30 | 80.000 | 12,75 |
2.000.000 | 701.795 | 35,09 | 791.795 | 39,59 | 90.000 | 12,82 |
![]() |
Stóriðjuskattur óhjákvæmilegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2009 | 09:42
Nánast eina framkvæmdin
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfner nánast eina byggingarframkvæmdin á vegum opinberra aðila, sem í gangi er á landinu, um þessar mundir. Væri ekki fyrir hana yrði násast ekkert framkvæmt af opinberum aðilum á næstu árum, þar sem annað sem fyrirhugað er, svo sem nýtt sjúkrahús, kæmist ekki á framkvæmdastig fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.
Í júnímánuði s.l., í tengslum við undirritun stöðugleikasáttmálans, var tilkynnt að á haustdögum yrðu hafnar framkvæmdir við samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni, en eins og með annað sem þessi ríkisstjórn á að annast, þá er nú kominn upp "nýr flötur" á málinu og það hefur allt saman verið tekið til endurskoðunar og ekkert verður framkvæmt þar í vetur og janvel ekki á næstu árum.
Eins og allir vita, berst ríkisstjórnarnefnan gegn allri atvinnuuppbygginu á almennum vinnumarkaði og berst eins og grenjandi ljón fyrir því að auka atvinnuleysi og lengja og dýpka kreppuna um eins mörg ár og hún mögulega getur á þeim skamma tíma, sem hún veit að hún hefur til skemmdarverka sinna.
Ríkisstjórnarnefnan er föst í verksamningum vegna Tónlistar- og ráðstefnuhússins, þannig að dýrara yrði að hætta við byggingu þess, en að halda henni áfram.
Því miður er því ekki fyrir að fara um aðrar framkvæmdir, enda hefur allt slíkt verið slegið út af borðinu, þjóðinni og efnahagslífinu til mikillar óþurftar.
![]() |
Tónlistarhúsið kostar 26,5 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2009 | 19:58
Skattahækkanabrjálæðið á sínum stað
Þrátt fyrir fögur orð Helga Hjörvar, formanns skattahækkunarnefndar, um að skattabrjálæðið væri byrjað að renna af ríkisstjórninni og því yrðu skattahækkanir eitthvað minni en áður hafði verið fyrirhugað.
Hafi fyrirætlanirnar verið meiri, en fréttir herma nú, þá hefur skattabrjálæðið verið á svo háu stigi, að um hreint óráð hefur verið að ræða. Nú herma fréttir, að skattaþrepin verði þrjú og hátekjubreiðbökin hafi fundist við 500 þúsund tekna markið og að þvílíkt hátekjufólk verði skattlagt með rúmlega 47% tekjuskatti. Það verða að teljast stórtíðindi, að þarna skuli búið að finna þann hóp, sem hefur efni á því að greiða tæpan helming tekna sinna í tekjuskatt og verður að teljast glögglega athugað, að þarna sé um ræða burgeisa sem eiga ekkert betra skilið, en að láta blóðmjólkast í þágu ríkisstjórnarinnar.
Þessir okurskattar og fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti eru eingöngu í þágu getulausrar og örmagna ríkisstjórnar, en ekki í þágu þjóðarinnar, því þetta mun drepa niður það litla sem eftir er af sjálfsbjargarviðleitni í þjóðfélaginu og hvetja til skattundanskota og svartrar vinnu.
Það mun svo aftur leiða til þess, að ráða þarf miklu fleiri opinbera starfsmenn til þess að fylgjast með svörtu vinnunni og skattstofurnar munu fyllast af skattaeftirlitsmönnum og það mun að sjálfsögðu gleðja aumar sálir ráðherranefnanna, að geta ekki skorið niður og sparað hjá opinberum stofnunum.
Þessar efnahagsráðstafanir, ef nota má það orð yfir þetta brjálæði, eru einhverjar þær verstu, sem hægt er að grípa til, enda hvergi gengið svona fram annarsstaðar á vesturlöndum. Þvert á móti, er stefna annarsstaðar, að lækka skatta og auka framkvæmdir á vegum ríkjanna.
Íslenska ríkisstjórnarnefnan telur sig greinilega hafa meira vit á efnahagsmálum, en aðrar ríkisstjórnir.
![]() |
47% skattur á launatekjur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2009 | 17:56
Ástin afvegaleiðir stundum
Það verður að segjast alveg eins og er, að ekki var skynsamlegt af Lindu Björk Magnúsdóttur að smygla sér inn í Bandaríkin, til að hitta kærastann sinn. Það er ekkert grín, að komast upp á kant við innflytjendayfirvöld þar um slóðir og líklegast að hún lendi jafnvel í ævilöngu endurkomubanni og þar með hverfa allir möguleikar á að heimsækja ástina sína á heimaslóðir í framtíðinni.
Óskiljanlegt er, að kærastinn skuli ekki heldur hafa skroppið yfir landamærin til Kanada, til að hitta unnustu sína, en auðvelt er að gagnrýna þessa gjörð hennar og aðgerðarleysi hans, án þess að hafa nokkrar upplýsingar um málsástæður.
Hverjar sem ástæðurnar voru, verða afleiðingarnar örugglega ekki hagstæðar fyrir Lindu og kærasta hennar og að þurfa að sitja í fangelsi, jafnvel í nokkra mánuði fyrir þessa yfirsjón, fyrir utan að verða "persona non grata" í Bandaríkjunum, er ömurlegt hlutskipti.
Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir, eins og sumir aðrir vegir.
![]() |
Linda enn í haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.11.2009 | 20:40
Ekki má anda á banka- og útrásargarka
Það er alkunna hvernig almannatengslafyrirtækjum var beitt miskunnarlaust gegn hverjum þeim, sem leyfði sér að gagnrýna Baugsveldið á tímum Baugsmálsins fyrsta, og nægir þar að nefna Jónínu Benediktsdóttur og Sullenberger. Sá áróður var svo gengdarlaus og skipulagður, að almenningsálitið snerist algerlega með sakborningunum, en á móti ákærendum.
Nú er sami leikur hafinn vegna bankamógúlanna, en nú er hirðáróðursmeistari Ólafs Ragnars Grímssonar, tekinn til starfa fyrir bankamógúlana úr Gamla Kaupþingi og ræðst harkalega á Moggann fyrir að skýra frá gengdarlausri lántöku þeirra til jarðarkaupa á Mýrunum.
Jafnvel þó hlutafé Hvítsstaða ehf. sé orðið 91 milljón, er það ekki há upphæð miðað við milljarðs skuld félagsins vegna þessara jarðarkaupa.
Allir, sem munu gagnrýna, eða andmæla þessum furstum, munu þurfa að reikna með hörðum persónulegum árásum lögfræði- og almannatengslaþjóna þessara stórmenna, sem skuldsettu þjóðfélagið, nánast til örbirgðar.
![]() |
Hvítsstaðamenn mótmæla frétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2009 | 20:26
Hugulsöm ríkisstjórn
Það er ekki að spyrja að hugulseminni í þeirri stórkostlegu ríkisstjórn, sem Íslendingar búa við nú um stundir. Eftir að hafa boðað algert skattahækkanabrjálæði, er nú boðað að aðeins verði um skattahækkanaæði að ræða á næsta ári.
Til að sýna mannkærleik sinn og almenna gæsku, segir Helgi Hjörvar, formaður Efnahags- og skattahækkananefndar, að nú sé útlit fyrir minni skattahækkanir, en áður voru boðaðar, en þó verði þær umtalsverðar.
Þetta er elsta áróðursbragðið í bókinni, þ.e. að boða fyrst algert kvalræði, en miskunna sig síðan yfir fórnarlambið og láta húðstrýkingu duga og þá verður hinn kvaldi ævarandi þakklátur fyrir miskunnsemi kvalarans.
Að breyta frá skattahækkanabrjálæði yfir í skattahækkanaæði er afar fallega gert, af þessari elskulegu ríkisstjórn.
Þeir skattpíndu munu verða ákaflega þakklátir og auðmjúkir í sálinni vegna þessarar velgjörðar.
![]() |
Skattahækkanir hugsanlega ögn minni en ráðgert var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2009 | 07:08
Traustsins verður
Jón Ágsgeir Jóhannesson hefur margsýnt, að hann er alls trausts maklegur.
Það má treyta því, að ef hann kemst yfir peningalán einhversstaðar, þá tapar hann peningunum á undra skömmum tíma og helst engum smáupphæðum.
Honum tókst að tapa mörghundruð milljörðum á FL Group, nokkur hundruð milljörðum á Baugi Group og nú þarf að rifta samningum, sem hann gerði við sjálfan sig um afslátt af 365 miðlum.
Bankastjórar geta treyst því, að treysti þeir Jóni Ásgeiri, þá endurgeldur hann traustið með því að tapa öllu því, sem hægt er að tapa.
![]() |
Svarar engu um traust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)