Auðveld leið til að fela afskriftir skulda 1998 ehf.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur staðfest að embættinu hafi borist tilkynning um sameiningu Nýja Kaupþings og 1998 efh, sem er skuldafélagið, sem þóttist kaupa Haga ehf. af Gamla Kaupþingi í fyrrasumar, þegar enn ein björgunaraðgerðin fór fram, til að bjarga Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og föður hans frá gjaldþroti, en þá þegar voru öll helstu félög þeirra komin í gjaldþrotaskipti vegna hundraða milljarða skulda.

Nýlega fréttist, að Kaupþing ætlaði að afskrifa allar skuldir af 1998 efh. gegn því að Bónusfeðgar kæmu með nýtt hlutafé, að upphæð sjö milljarða, inn í félagið og gætu þeir þá haldið áfram að leika sér með Haga ehf., eins og ekkert hefði í skorist.

Mikil mólmæli komu fram við þessa ráðagerð og því var leitað nýrra leiða til þess að koma Högum ehf. aftur í hendur feðganna, án þess að láta mikið á skuldaafskriftinni bera og þá fæddist sú snilldarhugmynd að sameina 1998 ehf. bankanum og þar með yrði það félag ekki lengur til og skuldirnar yrðu einfaldlega sameinaðar skuldum bankans og hann eignaðist þar með hlutaféð í Högum hf.

Síðastu fléttu þessa sjónarspils mun verða laumað í gegn á næstu vikum, í rólegheitum og án allra opinberra tilkynninga.  Sú snilldarflétta mun felast í því, að Bónusfeðgar munu kaupa hlutafé Haga ehf. af bankanum á gjafverði, jafnvel með nýju og miklu lægra láni frá bankanum sjálfum.

Þá verður búið að afmá 1998 ehf. af yfirborði jarðar og því þarf ekki að fella niður neinar milljarðatuga skuldir, þær munu einfaldlega gufa upp.

Þá getur Jón Ásgeir keikur montað sig af því, að engar skuldir hafi verið afskrifaðar sín vegna, enda gangist hann aldrei í persónulegar ábyrgðir fyrir neinum skuldum.  Svo vitlaus sé hann ekki, enda klárari en almúginn í landinu.  Þess vegna njóti hann ennþá fyllsta traust hjá bankakerfinu, öfugt við pöpulinn, sem steypi sér í alls kyns óskynsamlegar skuldir við bankana.

Jón Ásgeir er hæstánægður, ef hann á bara fyrir Diet Coce.


mbl.is Kaupþing og 1998 formlega í eina sæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Ærulausir menn.

ThoR-E, 10.11.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband