Skattahækkanabrjálæðið á sínum stað

Þrátt fyrir fögur orð Helga Hjörvar, formanns skattahækkunarnefndar, um að skattabrjálæðið væri byrjað að renna af ríkisstjórninni og því yrðu skattahækkanir eitthvað minni en áður hafði verið fyrirhugað.

Hafi fyrirætlanirnar verið meiri, en fréttir herma nú, þá hefur skattabrjálæðið verið á svo háu stigi, að um hreint óráð hefur verið að ræða.  Nú herma fréttir, að skattaþrepin verði þrjú og hátekjubreiðbökin hafi fundist við 500 þúsund tekna markið og að þvílíkt hátekjufólk verði skattlagt með rúmlega 47% tekjuskatti.  Það verða að teljast stórtíðindi, að þarna skuli búið að finna þann hóp, sem hefur efni á því að greiða tæpan helming tekna sinna í tekjuskatt og verður að teljast glögglega athugað, að þarna sé um ræða burgeisa sem eiga ekkert betra skilið, en að láta blóðmjólkast í þágu ríkisstjórnarinnar.

Þessir okurskattar og fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti eru eingöngu í þágu getulausrar og örmagna ríkisstjórnar, en ekki í þágu þjóðarinnar, því þetta mun drepa niður það litla sem eftir er af sjálfsbjargarviðleitni í þjóðfélaginu og hvetja til skattundanskota og svartrar vinnu.

Það mun svo aftur leiða til þess, að ráða þarf miklu fleiri opinbera starfsmenn til þess að fylgjast með svörtu vinnunni og skattstofurnar munu fyllast af skattaeftirlitsmönnum og það mun að sjálfsögðu gleðja aumar sálir ráðherranefnanna, að geta ekki skorið niður og sparað hjá opinberum stofnunum.

Þessar efnahagsráðstafanir, ef nota má það orð yfir þetta brjálæði, eru einhverjar þær verstu, sem hægt er að grípa til, enda hvergi gengið svona fram annarsstaðar á vesturlöndum.  Þvert á móti, er stefna annarsstaðar, að lækka skatta og auka framkvæmdir á vegum ríkjanna.

Íslenska ríkisstjórnarnefnan telur sig greinilega hafa meira vit á efnahagsmálum, en aðrar ríkisstjórnir. 


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu með  einhverjar tillögur um hvernig á að fylla upp í gatið sem Davíð skildi eftir sig. 

Hér er um að ræða að ná inn tekjum til að stoppa uppí nokkur hundruð milljarða framlag Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar til einkbankanna korter áður en þeir hrundu. 

Þetta fé hefur ekki fundist enn. 

Menn þurfa ekkert að undrast að ríkissjóður þurfi að brúa bilið.  Gildir einu hvaða ríkisstjórn hefði setið.  Þetta hefði verið gert engu að síður. 

Kannski er það satt sem Davíð sagði. Margir kjósendur hafa afskaplega stutt minni.

Essasú ?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, það er alltaf gaman að fá athugasemd frá brandaraköllum, eins og þér.  Skattahækkanirnar núna eru ekki til að greiða upp töpuð útlán Seðlabankans til viðskiptabankanna, enda eru viðskipti Seðlabankans ekki beintengd ríkissjóði, þó hann sé ábyrgur fyrir bankanum og afkomu hans.  Þessi hálfvitalega skýring er eingöngu sett fram af Samfylkingunni til þess að klóra yfir eigin skít og aumingjaskap við niðurskurð ríkisútgjalda, en í þeim efnum hefur ríkisstjórnarnefnan engar tillögur.

Halli á ríkissjóði var í fjárlögum áætlaður að yrði 153 milljarðar króna, en nú er sagt að hann verði 250 milljarðar og ekki hefur Davíð Oddson komið nálægt óstjórn ríkisfjármála þetta rekstrarárið.

Það er rétt, að margir kjósendur hafa stutt minni og enn aðrir geta bara alls ekki hugsað, en éta hvaða vitleysu, sem er upp eftir öðrum.

Essasú?

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2009 kl. 20:38

3 identicon

Þetta er verulega ruglað lið sem stjórnar landinu á þessum verstu tímum, við gátum ekki fengið verra pakk en þetta. Það þarf að hrekja þetta landráðapakk frá völdum strax. Hvar er búsáhaldaliðið núna?.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:46

4 identicon

Hvað þurfti ríkissjóður að leggja Seðlabankanum til mikið fé til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans.?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:10

5 identicon

Ábyrgðin á þessum skattahækkunum liggur meira og minna hjá Davíð og kumpánum hans í Sjálfstæðísflokknum. Svona étur "byltingin" börnin sín - Frjálshyggjubrjálæðið snýst upp í andhverfu sína. Hver er mesti fávitinn núna

Ragnar (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragar, upplýstu þjóðina um mesta hálfvitann.  Þú hlýtur að geta sagt margt um þennan nána félaga þinn.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband