Nánast eina framkvæmdin

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfner nánast eina byggingarframkvæmdin á vegum opinberra aðila, sem í gangi er á landinu, um þessar mundir.  Væri ekki fyrir hana yrði násast ekkert framkvæmt af opinberum aðilum á næstu árum, þar sem annað sem fyrirhugað er, svo sem nýtt sjúkrahús, kæmist ekki á framkvæmdastig fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Í júnímánuði s.l., í tengslum við undirritun stöðugleikasáttmálans, var tilkynnt að á haustdögum yrðu hafnar framkvæmdir við samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni, en eins og með annað sem þessi ríkisstjórn á að annast, þá er nú kominn upp "nýr flötur" á málinu og það hefur allt saman verið tekið til endurskoðunar og ekkert verður framkvæmt þar í vetur og janvel ekki á næstu árum.

Eins og allir vita, berst ríkisstjórnarnefnan gegn allri atvinnuuppbygginu á almennum vinnumarkaði og berst eins og grenjandi ljón fyrir því að auka atvinnuleysi og lengja og dýpka kreppuna um eins mörg ár og hún mögulega getur á þeim skamma tíma, sem hún veit að hún hefur til skemmdarverka sinna.

Ríkisstjórnarnefnan er föst í verksamningum vegna Tónlistar- og ráðstefnuhússins, þannig að dýrara yrði að hætta við byggingu þess, en að halda henni áfram.

Því miður er því ekki fyrir að fara um aðrar framkvæmdir, enda hefur allt slíkt verið slegið út af borðinu, þjóðinni og efnahagslífinu til mikillar óþurftar.


mbl.is Tónlistarhúsið kostar 26,5 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er af nógu öðru að taka, viðhaldsverkefni um allt land hafa legið á hakanum. Miklu viskulegra að eyða peningum í það en þetta.

Gefa þennan kofa í allri sinni dýrð. Gegn því að hann verði kláraður. Þetta verður kostnaður um ókomin ár.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.11.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vitað er, að nánast allar opinberar byggingar þarfnast mikils viðhalds, sem gæti skapað mikla vinnu iðnaðarmanna, sem nú fylla atvinnuleysisskrána.  Ekki kemur ríkisstjórnardruslan með nokkra einustu tillögu til að fara í slíkt viðhald, sem hægt væri að fara í á næstu mánuðum.

Eins og í öðru, kemur hún einungis með tillögur, sem á kannski að framkvæma einhvern tíma seinna.

Hún er ekki með tillögur um að gera neitt núna.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2009 kl. 13:55

3 identicon

til dæmis að endurgreiða allan virðisaukaskatt af viðhaldi húsnæðis 

Afsakið. Þetta hefur þegar tekið gildi. 

Gert til að örva viðhahldsframkvæmdir og hefur verið í gildi í nokkra mánuði.

Rétt  hjá þér að opinberar byggingar hafa ekki fengið verðskuldað viðhald undanfarna áratugi.  Íhaldsdrusluríkisstjórnir hafa verið við völd allan tímann

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilegt að nafnlausir (og/eða nafnvillingar) eru líka minnislausir.  Þessi svokallaði Jón man ekki eftir neinum vinstristjórnum síðustu áratugi, hvað þá að hann muni eftir Framsóknaráratugnum, sem meira að segja stóð í ein sextán ár.

Það nennir enginn að eiga orðastað við menn, sem gleyma öllu hvort sem er jafnóðum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband