28.9.2009 | 10:10
Aumkunnarverður félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er á harðahlaupum undan eigin aðgerðarleysi við vanda skuldugra heimila, en hann hefur ávallt lagt þunga áherslu á, að alls ekki sé mögulegt að fara út í almennar aðgerðir vegna skuldavandans, heldur verði að meta hvert tilfelli fyrir sig og aðeins eigi að leysa vanda þeirra, sem nánast séu gjaldþrota.
Framsóknarmenn lögðu fram tillögur um það strax í Febrúar s.l., að farið yrði í almenna skuldaleiðréttingu um 20% og síðar kom Tryggvi Þór Herbertsson fram með svipaða tillögu. Þetta hefur Árni Páll og ríkisstjórnin allaf sagt að sé óframkvæmanlegt og alls ekki viljað ræða nokkra einustu útfærslu á þvílíkum hugmyndum.
Nú, eftir mikinn þrýsting Hagsmunasamtaka heimilanna og fleiri aðila, er Árni Páll skyndilega dottin niður á þá lausn, að lækka allar skuldir um 25% og virðist sjálfur halda, að hann hafi fundið upp þessa aðferð til skuldaleiðréttingar. Eins og venjulega, þegar eitthvað heyrist frá ríkisstjórninni, þá er málið um það bil að leysast, en það á auðvitað eftir að útfæra hvernig á að framkvæma hlutinn.
Frakvæmdakvíði, hugmyndaleysi og tafastefna ríkisstjórnarinnar í öllum málum, er við það að koma af stað nýrri kollsteypu í efnahagslífinu.
Allar aðgerðir koma fram seint og illa og þær, sem helst þyrfti til að komast út úr kreppunni, koma alls ekki.
![]() |
25% lækkun höfuðstóls lánanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.9.2009 | 09:15
Sagan endurskrifuð
Breska blaðið Guardian heldur því fram, að þau orð Davíðs Oddssonar í Kastljósi, að Íslendingar myndu ekki greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum, hafi orðið til þess að Bretar beyttu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum og Íslandi. Ef þetta væri rétt, hefðu Bretar þurft að þýða þessi ummæli sama kvöld og þau voru sögð, ræsa út allt stjórnkerfið um nóttina og senda breska fjármálaeftirlitið af stað fyrir allar aldir morguninn eftir.
Hryðjuverkalögunum var beitt af hálfu Breta fyrir opnun banka daginn eftir þennan Kastljósþátt og fyrr hefur því aldrei verið haldið fram í Bretlandi, að þessi orð hafi verið ástæðan, þvert á móti komst bresk þingnefnd að þeirri niðurstöðu, að samskipti Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, og Árna Matthíasen, fjármálaráðherra Íslands, hafi verið ástæðan fyrir upphlaupi Darlings. Ekki nóg með það, heldur nánast ávítti nefndin Darling fyrir að hafa misskilið og rangtúlkað orð Árna.
Skammtíma minni margra manna er slíkt, að þeir hlaup nú upp til handa og fóta og grípa þessa eftiráskýringu Guardian, sem heilagan sannleika, og upplagt tækifæri til þess að ráðast á nýráðinn ritstjóra Moggans.
Þó ekki sé nema ár liðið frá þessum atburðum og ennþá styttra síðan skýrsla rannsóknarnefndar breska þingsins leit dagsins ljós, er þegar byrjað að endurskrifa söguna.
![]() |
Guardian fjallar um hrunið á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2009 | 20:09
Brown, bankar og bónusar
Heimskreppan, sem skall á, á síðasta ári, á eins og allir vita, nema Íslendingar, rætur sínar að rekja til banka- og viðskiptaglæframanna, sem á ótrúlegan hátt, blésu út verðmæti bankanna og fyrirtækjanna, án þess að nokkur innistæða væri fyrir hendi. Með þessu mögnuðu þeir verð- og fasteignabólu, og jusu út lánum, því hærri og stærri, því meiri bónusar voru í boði.
Þessar staðreyndir eru alls staðar viðurkenndar, sem orsök hrunsins, nema á Íslandi, en þar reyna alls kyns óábyrgir skriffinnar og lýðskrumarar, að kenna Sjálfstæðisflokknum og alveg sérstaklega Davíð Oddsyni, um allt sem miður hefur farið hérlendis.
Hvergi annarsstaðar í heiminum, er stjórnmálamönnum kennt um heimskreppuna, hvorki austan hafs eða vestan. Obama lætur sér ekki detta í hug að kenna ríkisstjórn Bush um kreppuna vestanhafs, þar sem upphafið að bankakreppunni var og ekki dettur nokkrum einasta manni, hvorki almenningi eða stjórnmálamönnum, að kenna ríkisstjórnum viðkomandi landa um hrunið í sínum löndum. Alls staðar hefur gifurlegum fjármunum verið varið til þess að halda bankakerfunum gangandi og hefur það þó ekki dugað til í öllum tilfellum, því tugir banka um allan heim hafa farið á hausinn.
Íslenskir banka- og útrásarmógúlar voru með þeim allra stórtækustu, enda var fallið mikið hérlendis. Hér eins og annarsstaðar voru það ævintýralegir bónusar, sem drifu ruglið áfram, en eftir sem áður vilja lýðskrumararnir líta fram hjá öllum raunverulegum orsökum, af því að það er svo einföld pólitísk brella að kenna einum flokki um allt saman.
Nú ríður Brown, forsætisráðherra Bretlands og þrælahöfðingi, á vaðið og ætlar að banna bankabónusana. Kannski verður það til að opna augu einhverra hérlendis á því, hverju bnkahrunið er að kenna og hverjum ekki.
![]() |
Brown segist banna gamla bónuskerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2009 | 17:37
Iðnaðarráðherra snýr sér að "öðru"
Iðnðnaðarráðherra kom glottandi í sjónvarpsfréttir fyrir helgina og lýsti því yfir að viljayfirlýsing ríkisins, sveitarfélaga og Alcoa um álver á Bakka við Húsavík yrði ekki framlengd. Við sama tækifæri lýsti ráðherrann því yfir að nú yrðu kannaðir "aðrir" fjárfestingakostir fyrir norðan, en enginn fjárfestir hefði samt sýnt á því nokkurn áhuga.
Enginn hefur skrifað betur um fjárfestingu í "öðru" en Egill Jóhannesson, og eru allir kvattir til þess að lesa blogg hans.
Ekki er nema von, að öllum aðilum vinnumarkaðarins sé farið að blöskra samstöðuleysið og raunar illindin milli stjórnarflokkanna varðandi atvinnumál á þessum þrengingartímum þjóðarinnar.
Ríkisstjórn, sem þvælist fyrir og berst gegn atvinnuaukningu í landinu, er ekki ríkisstjórn, sem er á vetur setjandi.
Hún á að hunskast frá strax.
![]() |
Samtök iðnaðarins gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2009 | 09:58
Hvaða stuðningur, Össur?
Grínistinn, Össur Skarphéðinsson, hélt uppistand á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi og notaði tækifærið til þess að hæðast að norðurlandaþjóðunum og jafnvel alþjóðasamfélaginu eins og það leggur sig.
Grínarinn ræddi um efnahagskreppuna og afleiðingar hennar fyrir Íslendinga, framkomu fjármálabaróna og siðleysi þeirra, krafðist lokunar skattaparadísa og breytt siðgæðis í viðskiptum framtíðarinnar. Þetta var allt rétt og satt hjá honum, en svo fór hann að skrökva því, að efnahagur Íslands væri byrjaður að rétta úr kútnum og bjart væri framundan á næsta ári.
Svo skipti Össur yfir í háðið og grínið, þegar hann sagði að á þessum örlagatímum í lífi þjóðarinnar, hefðu norðulöndin ekki brugðist okkur vinum sínum og svo þakkaði hann nánast öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fyrir ómetanlegan stuðning á þessum erfiðleikatímum.
Ekki er víst, að mikið hafi verið hlegið í salnum undir uppistandinu, því líklega hafa fulltrúarnir ekki skilið grínið, líklega hafa þeir frekar reiðst, hafi þeir skilið háðið.
Það er ekki til stuðningsöflunar við málstað Íslands, að hæðast að öðrum þjóðum.
Líklegra er til árangurs, að koma hreint fram og grínast eingöngu á heimavelli.
![]() |
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 22:13
Ósannsögul og dómgreindarlaus ríkisstjórn
Á Fimmtudaginn í síðustu viku sagði ríkisstjórnin að langþráð viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis við þrælasamninginn um Icesave skuldir Landsbankans og sagði Jóhanna, meintur forsætisráðherra, að viðbrögðin væru afar jákvæð og líklega yrði hægt að ganga endanlega frá málinu daginn eftir.
Það gekk ekki eftir, enda komst það upp, að Indriði H., þrælasali, hafði verið að skrifa minnisblað til húsbónda síns, Steingríms J., í flugvél, fyrir allra augum, þann 2. September s.l., þar sem skýrt kom fram að þrælapískararnir höfnuðu fyrirvörunum alfarið.
Þrátt fyrir að þessi niðurstaða hefði legið fyrir í hálfan mánuð, leyfði Jóhanna sér að skrökva því að þjóðinni, að viðbrögðin væru jákvæð og aðeins formsatriði, að afgreiða málið endanlega. Það er það versta, sem nokkur ríkisstjórn getur gert, að skrökva viljandi að almenningi og hafi Jóhanna ekkii verið að blekkja viljandi, og virkilega staðið í þeirri meiningu að nei þýddi já, þá er hún og ríkisstjórnin öll sek um slíkt dómgreindarleysi, að ekki verður við unað.
Óvíst er, hvort verra er, að hafa ósannsögla eða dómgreindarlausa ríkisstjórn. Hafi hún báða þessa ókosti, á hún að segja af sér strax.
![]() |
Ekki séð fyrir enda Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2009 | 15:22
Ritskoðunarstofa ríkisins
Katrín, menntamálaráðherra, boðar ný fjölmiðlalög, og þar með stofnun Fjölmiðlastofu, sem ekki kemur almennilega fram hvað á að gera, annað en að fjölga opinberum stofnunum, með tilheyrandi fjölgun opinberra starfa, nú á tímum niðurskurðar í ríkisrekstrinum.
Mbl. is hefur eftir ráðherranum: "Að sögn Katrínar er í frumvarpinu gert ráð fyrir stofnun fjölmiðlastofu sem meðal annars er ætlað að sinna eftirliti með fjölmiðlum." Inn í lögin á einnig að setja fleira, eða eins og segir: "Þau ná einnig yfir nýja miðla, svo sem netmiðla, sem ekki voru til þegar eldri lög voru sett."
Ráðherrann ætlar að setja frumvarpið á netið, áður en það verður kynnt þingmönnum, líklega til að kanna viðbrögð við þeim og þar með hlýtur hún að vera að gefa í skyn, að þingmenn kunni ekki að nýta sér netið til upplýsingaröflunar.
Það vakna margar spurningar um hvað þessi stofa á að gera nákvæmlega. Á þetta að vera riskoðunarskrifstofa? Hvernig á að tryggja sjálfstæði ritstjórna gagnvart eigendum fjölmiðla? Verður bannað að reka ritstjóra og blaðamenn, nema með leyfi Fjölmiðlastofu? Verður Fjölmiðlastofa með aðsetur og jafnvel deild hjá Ríkislögreglustjóra?
Þetta eru aðeins nokkrar spurningar, sem vakna við lestur stofnunar á þessari "stofu".
Vonandi verður þeim ekki svarað á netinu, því þá gætu þingmenn kannski ekki kynnt sér þau.
![]() |
Fjölmiðlastofa hafi eftirlit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 14:06
Áskriftarugl
Vegna hagræðingar í rekstri Alþingis, hefur verið ákveðið að hætta að greiða fyrir heimsend dagblöð til þingmanna og sama á að gilda um héraðsfréttablöð. Það eru sjálfsagt ný tíðindi fyrir flesta, að þessar áskriftir skuli yfirleitt hafa verið greiddar fyrir þingmennina.
Hvað um aðrar áskriftir, t.d. nefskattinn til RUV og áskrift að Stöð 2? Hvaða önnur hlunnindi eru greidd fyrir þingmenn, beint frá Alþingi? Þingmenn fá ákveðna upphæð mánaðarlega til greiðslu á ýmsum ótilgreindum kostnaði, sem þeir skila ekki reikningum fyrir, svo ætla hefði mátt að alls kyns áskriftir væru innifaldar í þeirri greiðslu.
Skyldu vera fleiri vinnustaðir á vegum ríkisins, þar sem t.d. dagblaðaáskrift er greidd fyrir starfsmenn.
Það eru áreiðanlega margir smáir liðir, sem ríkið getur sparað og sem samtals geta orðið að einni risastórri upphæð.
![]() |
Alþingi hætt að greiða fyrir heimsend dagblöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2009 | 13:20
Ómerkilegur
Indriði H. Þorláksson, hægri og vinstri hönd Steingríms J., sem átti allan "heiður" af þrælasamningnum við Breta og Hollendinga í samstafi við félaga Svavar Gestsson, svarar, aðspurður um skrif hans um höfnun þrælapískaranna á fyrirvörum Alþingis við uppgjafarskilmálana á þessa leið: Mér finnst það ómerkilegra en svo að það taki því að kommentera á það. Þannig að ég hef ekkert um það að segja.
Samkvæmt fréttinni virðist honum finnast svona ómerkilegt af þeim sem voru vitni að skrifunum, að segja frá því opinberlega og lýsa undrun á lygum Indriða, Steingríms J. og Jóhönnu, meints forsætisráðherra, í hálfan mánuð, um að ekkert hefði heyrst um viðbrögð þrælahöfðingjanna og enn væri verið að bíða svara þeirra.
Indriði neitar því hins vegar ekki að hann hafi verið að skrifa umrædda skýrslu í flugvélinni, fyrir allra augum og í þessu tilfelli er þögn hans auðvitað sama og samþykki. Engin tilraun er gerð til að útskýra málið, eða reyna að réttlæta lygarnar.
Það er ómerkilegt af Indriða, en þó ekki svo, að ekki taki því að kommentera á það.
Margt fleira mætti um það segja.
![]() |
Tjáir sig ekki um bloggfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 10:39
Tilhlökkun
Nú eru hinir nýju ritstjórar Moggans komnir til starfa og mun breytinga til góðs að vænta á blaðinu, sem þó hefur lengstum verið besti fjölmiðill landsins, en hafði dalað nokkuð frá því að Styrmir lét af störfum. Blaðið mun vaxa og dafna við ráðningu þessara öflugu ritstjóra og verða skyldulesning allra, sem áhuga hafa á alvöru umræðu um þjóðfélagsmálin.
Ráðningin hefur valdið ótrúlegum tilfinningahita í þjóðfélaginu, einhverjir hafa sagt upp áskrift að blaðinu og væntanlega munu þeir allir snúa aftur fljótlega og ekki er vafi á því að fjölmargir nýjir áskrifendur munu bætast við á næstu vikum og mánuðum.
Fréttin um fyrstu mætingu hinna nýju ritstjóra endar á þessum orðum: ""Ég býst við að það sé það sem fyrir þeim sem að ráðningunni standa, vaki, að menn notfæri sér þann forða sem menn hafa aflað sér á langri vegferð og ég hlakka til þess að moða úr því," sagði Davíð Oddsson."
Það er tilhlökkunarefni að fá að fylgjast með því, að úr þessum forða verði moðað.
![]() |
Nýir ritstjórar til starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)