Milljarður gufaði upp hjá Stoðum/Glitni

Lögmenn reyna nú að rifta ýmsum gjafagerningum stjórenda Stoða (áður FL-Group), sem framkvæmdir voru síðustu tvö ár fyrir gjaldþrot félagsins.  Þar virðist vera um að ræða allar helstu fyrirtækjasölur félagsins, m.a. á móðurfélagi Iceland Express og eins eru til skounar kaupin á TM, en þau voru "fjármögnuð" með hlutabréfum í Stoðum.

Athyglisvert er að tæpur milljaður króna virðist hafa gufað upp inni í Glitni, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Einnig hafa verið athugaðar tvær millifærslur upp á samtals 984 milljónir króna frá FL Group til Glitnis í byrjun september 2008, sem engar skýringar virðast vera á." 

Þetta er þeim mun furðulegra, þar sem fram kemur einnig að:  "Stoðir eru nú í eigu um 200 kröfuhafa félagsins. Skilanefnd Glitnis er stærsti hluthafinn með um þriðjung hlutafjár og NBI með fjórðungshlut."  Það verður að teljast með ólíkindum, ef hægt er að senda tæpan milljarð króna inn í íslenskan banka, án þess að færslurnar skilji eftir sig nokkra slóð, sem hægt er að rekja.

Skyldu Sérstakur saksóknari og Eva Joly vita af þessu?


mbl.is Rifta gjafagerningum fyrri eigenda FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallærisleg ályktun

Formaður blaðamannafélagsins var einn þeirra blaðamanna, sem var svo óheppinn að fá uppsagnarbréf á Mogganum í morgun og er auðskiljanlegt, að slíkt áfall taki nokkuð á taugarnar.  Að boða síðan til stjórnarfundar í félaginu í beinu framhaldi af uppsögninni, er í besta falli fljótfærni en líklega hefur reiði og hefndarhugur ráðið för.

Að minnsta kosti er sú ályktun sem stjórnin sendi frá sér til háborinnar skammar fyrir félagið og mun blaðamannafélagið þurfa langan tíma til að vinna sér einhvern vott af trúverðugleika aftur, að ekki sé talað um stjórnina, sem eftir þetta er orðin að athlægi.

Stjórnmálamenn og fyrrverandi stjórnmálamenn hafa oft verið ritstjórar dagblaða, nú síðast  var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ritstjóri Fréttablaðsins og ekki þótti stjórn blaðamannafélagsins ástæða til að mótmæla því.

Lákúrulegar árásir  stjórnarinnar á persónu Davíðs Oddssonar eru smekklausar og ómaklegar, enda ekki í verkahring þessara svekktu sála, að dæma um sekt eða sakleysi eins eða neins.

Hamingjuóskir fylgja Davíð Oddsyni og Haraldi Johannessen í ritstjórastólana og mun koma þeirra að blaðinu verða því og þjóðfélagsumræðunni til mikils framdráttar.

Stjórn blaðamannafélagsins hafi skömm fyrir sína smekkleysu og barnalegu hefnigirni.


mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Moggi

Nú hefur verið staðfest að Davíð Oddson og Haraldur Johannessen verði ritstjórar Morgunblaðsins og koma væntanlega til starfa næstu daga.

Nú verður Mogginn aftur það þungaviktarblað, sem hann hefur lengst af verið frá stofnun.  Hann dalaði örlítið síðustu átján mánuði, sérstaklega vegna einstrenginslegs ESB áróðurs, en eins og kunnugt er, er meirihluti Íslendinga mótfallnir aðild að sambandinu og því þótti fólki Mogginn setja niður við að verða áróðurstæki einkaskoðana ritstjórans í þessu efni.

Nú verður aftur tilhlökkunarefni að byrja daginn á lestri Moggans og engin mun geta komist hjá því, sem vill vera virkur í þjóðmálaumræðunni og fá bestu og nýjustu fréttir og fréttaskýringar beint í æð.  Fréttablaðið hefur engan trúverðugleika og eiginlega er óviðeigandi að minnast á DV, þegar talað er um fréttamiðla.

TIL HAMINGLU MOGGI MEÐ NÝJU RITSTJÓRANA.

TIL HAMINGJU ÍSLENDINGAR.

 


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðaspurnigar á ensku

Nú er svo komið að opinbert tungumál ráðuneytanna og stjórnsýslunnar er enska, því það er orðið svo dýrt að tala íslensku.  Undirlægjuhátturinn við ESB er svo ótakmarkaður, að borið er við að það myndi kosta of mikið að þýða spurningalista ESB og þar að auki tæki það tvo til þrjá mánuði.

Allt skal gert til að hraða samningaferlinu við ESB, án þess að nokkur skilji hvað liggur á í þessu efni.  Ríkisstjórnin kemur ekki frá sér nokkru einasta verki, enda eru starfsmenn allra ráðuneyta og annarra stofnana í vinnu langt fram á kvöld og um  helgar í spurningaleiknum.  Þar er ekkert til sparað í launakostnaði, þó öllum öðrum ríkisstofnunum sé uppálagt að skera niðu aukavinnu, stytta vaktir og afnema ósamningsbundnar kostnaðargreiðslur.

Áætlaður kostnaður við umsóknarferlið að ESB er um tveir milljarðar króna og því er hlægilegt að bera því við, að of dýrt sé að nota móðurmálið við þá vinnu, þó það myndi kosta tíu milljónir.

Samfylkingin er yfirlýstur undirlægjuflokkur ESB sinna, en óskiljanlegt er að VG skuli taka þátt í þessari spurningakeppni.

ESB setur fram eintómar hraðaspurningar og álitamál hvort stjórnsýslan geti hugsað nógu hratt.


mbl.is Spurningalisti ESB ekki þýddur á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er enn verið að skjóta undan?

Jón Ásgeir, raðskuldari, hefur nú selt hús, sem Baugur/Gaumur átti í Kaupmannahöfn og var það selt á litlar 370 milljónir íslenskra króna.  Ekki er vitað hve margar nætur Jón Ásgeir og raðskuldarafélagar hans hafa gist oft í húsinu, en verði þeim deilt upp í kaupverðið, hefur hver gistinótt verið nokkuð hátt verðlögð.

Þó hefur gistinótt þessara höfðingja verið tiltölulega ódýr í Kaupmannahöfn miðað við gistinæturnar í New York, London og fjallahöllinni í Frakklandi.  Eins og kunnugt er kostaði íbúin í New York (dugði reyndar ekki minna en tvær samliggjandi íbúðir í einu dýrasta húsi borgarinnar) um tvo milljarða króna og íbúðin í London og fjallahöllin voru ekki alveg gefins heldur.

Venjulegt fólk, sem er að basla með íbúðarlán af venjulegri íslenskri íbúð, skilur ekki hvers vegna þessir raðskuldarar þurftu að ráða yfir lúxusíbúðum nánast á hverjum stað, sem þeim datt í hug að setja upp skuldabúðir sínar.  Orðalagið að "eiga" lúxusíbúðir er viljandi ekki notað, þar sem þessar hallir voru yfirleitt keyptar með símtali við bankana, sem síðan millifærðu kaupverðið út af skuldareikningi mógúlanna.

Þessar húseignir allar voru í skuld Baugs, þar til á síðasta ári, að þær voru millifærðar yfir á Gaum, eða önnur félög í eigu Jóns Ásgeirs og raðskuldarafélaganna.

Nú þurfa skiptastjórar væntanlega að rifta öllum þessum gerningum.

Þjóðin þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af Jóni Ásgeiri.  Hann hefur passað sig vandlega á því, að vera ekki að skrifa upp á skuldir persónulega.  Menn geta farið illa með sig á svoleiðis löguðu.


mbl.is Jón Ásgeir selur hús í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn í kreppudansi

Samkvæmt fréttum er verið að fækka starfsfólki hjá Árvakri, útgáfufélagi Moggans, svo nemur um fjörutíu stöðugildum.  Ekki hefur komið fram, hvað margir starfa hjá félaginu, en þetta verður að flokkast undir "blóðugan" niðurskurð og kemur sér vægast sagt illa við þá sem missa vinnuna.

Útgefandi blaðsins segir þetta hluta af víðtækum skipulagsbreytingum, sem hafi verið í undirbúningi undanfarið og mun liður í því vera að fækka útgáfudögum blaðsins um einn eða tvo í viku.  Vonandi mun blaðið ná sér fljótt á skrið aftur fjárhagslega og ná sínum fyrri styrk, sem besta og traustasta dagblað landsins, sem það hefur verið alveg frá fyrsta útgáfudegi.

Ljósglætan í þessum döpru fréttum er sú, að líklegt er að Davíð Oddson setjist í ritstjórastólinn og það mun verða til þess, að blaðið verður aftur áhrifamesti fjölmiðill landsins með sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og til þess mun verða vitnað innanlands og utan, þegar fjallað verður um stórar fréttir frá Íslandi.

Ekki verða þó bornar fram heilla- og haminguóskir með nýja ritstjórann, fyrr en endanleg staðfesting fæst á því, að sá heiti Davíð Oddson.

Verði af því að hann taki við ritstjórninni, eru spennandi tímar framundan.


mbl.is Uppsagnir hjá Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokuð og ógagnsæ stjórnsýsla

Enn einu sinni kemur upp mál, sem sýnir ósannsögli, pukur og feluleik ríkisstjórnarinnar, en hún hélt því leyndu í tvær vikur, að viðbrögð hefðu borist frá Bretum og Hollendingum, vegna fyrirvaranna við ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans vegna Icesave.  Því var statt og stöðugt haldið fram, að verið væri að bíða eftir viðbrögðunum, en nú eru komin fram vitni að því að Indriði H. Þorláksson, þrælasali, hafi verið að skrifa skýrslu til Steingríms J., þrælasölusamstafsmanns síns, um neikvæð viðbrögð þrælakaupmannanna í London og Amsterdam.

Það verður að teljast furðuleg ráðstöfun að tefla fram sömu mönnum til að útskýra fyrirvarana við þann sama samning og þessir menn skrifuðu undir, en fyrirvararnir voru einmitt settir vegna þess, hve samningurinn var brjálæðislega óhagstæður Íslendingum, en uppfyllti allar kröfur þrælahaldaranna.

Indriði H., Steingrímur J., og Jóhanna, meintur forsætisráðherra, hafa allan tímann réttlætt málstað kúgaranna gegn sinni eigin þjóð og hafa aldrei nokkurn tímann talað máli íslenskra skattborgara í Icesave málinu og þó ekki væri nema þess vegna, hefði Alþingi átt að senda sína sendinefnd, til að verja málstað Íslendinga, því ríkisstjórnin hefur algerlega svikið þjóðina í málinu.

Hvorki ríkisstjórnin eða utanríkisþjónustan hafa beitt sér fyrir hagsmunum skattborgaranna, heldur þvert á móti unnið af kappi við að koma þjóðinni í áratuga þrældóm fyrir þessa erlendu þrælahaldara.

Indifence hópurinn er eini aðilinn sem reynt hefur að koma málstað Íslands á framfæri erlendis.  Væri ekki ráð að leggja utanríkisþjónustuna niður og fela Indifence verkefni hennar?


mbl.is Trúnaðarskjal skrifað fyrir opnum tjöldum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Nú eru þrír mánuðir frá því að skrifað var undir svokallaðan stöðugleikasáttmála og við það tækifæri lýsti Jóhanna, meintur forsætisráðherra, því yfir, að á næstu vikum og mánuðum yrði hrint í framkvæmd ýmsum aðgerðum til eflingar atvinnulífsins og stuðnings við fólk í greiðsluvanda.  Ýmsar tillögur voru tímasettar í sáttmálanum, t.d. áttu samningar við lífeyrissjóðina um aðkomu þeirra að atvinnuuppbyggingu að vera tilbúinn fyrir 1. september, en ekkert bólar á honum ennþá, frekar en öðru.

Í dag er vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka og allt útlit fyrir að vextir verði óbreyttir, eða hækkaðir, en í stöðugleikasáttmálanum var samið um að stýrivextir yrðu komnir niður fyrir 10% þann 1. nóvember, en ekki er útlit fyrir að það gangi eftir, frekar en annað.

Í fréttinni kemur þetta fram:  "Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði við Sjónvarpið að engar ákvarðanir hafi verið teknar á fundinum en farið hafi verið ýtarlega yfir stöðuna í ríkisfjármálum og skuldir heimilanna sem og atvinnu- og orkumál."  Ekki lagði ríkisstjórnin fram neina áætlun um þessi mál, frekar en annað.

Nýlega tilkynnti Árni Páll, félagsmálaráðherra, að tillögur yrðu lagðar fram 24. september um skuldavanda heimilanna og var auðvitað reiknað með að það yrðu tillögur ríkisstjórnarinnar, en svo er komið á daginn, að um er að ræða tillögur ASÍ.  Ríkisstjórnin hefur ekkert fram að færa í því máli, frekar en öðrum.

Ofan á allt annað, er meintur forsætisráðherra týndur, og enginn hefur áhuga lengur á að leita hans.


mbl.is Vaxtaákvörðun á morgun markar straumhvörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokið í flest skjól

Sarkozðy, Frakklandsforseti, hefur nú lýst yfir stríði gegn skattaskjólum og ætlar að þrýsta á G20 ríkin að taka þátt í þeirri herför og hyggst láta til skarar skríða strax um áramótin.

Fyrir suma þjóðfélagshópa, hér og erlendis, er þetta verulegt áhyggjuefni, því eins og dæmin sanna, er hreint ekki hægt að treysta á bankaleyndina lengur, a.m.k. ekki hérlendis.

Við þessar fréttir vakna til dæmis spurningar um það hvar banka- og útrásarmógúlar geti verið öryggir með launareikningana sína í framtíðinni, því allir vita, að menn geta alls ekki verið vissir um að skatturinn sé ekki að snuðra í einkamálum.

Skyldu allir geta sofið rólega í nótt?


mbl.is Sarkozy vill refsiaðgerðir gegn skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Ólafi, aldrei þessu vant

Það er rétt hjá Ólafi Ragnari, að íslensku bankarnir störfuðu eftir lögum og reglum ESB, sem innleidd voru í íslensk lög, eins og samningurinn um EES gerir ráð fyrir.  Oft hefur komið fyrir að Íslendingar hafi ekki verið nógu fljótir að innleiða tilskipanir ESB og hefur þá ekkert staðið á kvörtunum og kærum frá Eftirlitsstofnun EFTA, t.d. eins og þessi frétt sýnir. 

Aldrei voru gerðar athugasemdir af hálfu eftirlitsstofnunarinnar við þau lög og reglugerðir sem um bankana giltu.  Samkvæmt þeim lögum og tilskipunum ESB var starfræktur hérlendis, sem og í öðrum EES löndum, innistæðutryggingasjóur, sem samkvæmt tilskipun ESB mátti ekki vera ríkistryggður af samkeppnisástæðum.  Þrátt fyrir að uppfylla allar tilskipanir ESB um bankastarfsemi, eru Íslendingar nú hnepptir í þrældóm til áratuga í þágu Breta og Hollendinga, með dyggri aðstoð ESB og Alþjóða gjaleyrissjóðsins.

Afar sjaldgæft er að hægt sé að vera sammála Ólafi Ragnari, en í þetta sinn rataðist honum satt orð á munn, þegar hann sagði að bankarnir hafi starfað eftir sameiginlegum evrópskum reglum, hvað sem annars megi segja um þá.

Lögin og reglurnar um fjármálastarfsemin felldi ekki bankana, heldur fáráðleg stjórnun þeirra og glæfrastarfsemi varðandi útlán, í bland við bankakreppuna, sem skall á eftir fall Leman Brothers.

Allt þetta breytir því ekki, að Ólafur Ragnar er froðusnakkur í eðli sínu.

 

 


mbl.is Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband