Engar aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Nú eru þrír mánuðir frá því að skrifað var undir svokallaðan stöðugleikasáttmála og við það tækifæri lýsti Jóhanna, meintur forsætisráðherra, því yfir, að á næstu vikum og mánuðum yrði hrint í framkvæmd ýmsum aðgerðum til eflingar atvinnulífsins og stuðnings við fólk í greiðsluvanda.  Ýmsar tillögur voru tímasettar í sáttmálanum, t.d. áttu samningar við lífeyrissjóðina um aðkomu þeirra að atvinnuuppbyggingu að vera tilbúinn fyrir 1. september, en ekkert bólar á honum ennþá, frekar en öðru.

Í dag er vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka og allt útlit fyrir að vextir verði óbreyttir, eða hækkaðir, en í stöðugleikasáttmálanum var samið um að stýrivextir yrðu komnir niður fyrir 10% þann 1. nóvember, en ekki er útlit fyrir að það gangi eftir, frekar en annað.

Í fréttinni kemur þetta fram:  "Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði við Sjónvarpið að engar ákvarðanir hafi verið teknar á fundinum en farið hafi verið ýtarlega yfir stöðuna í ríkisfjármálum og skuldir heimilanna sem og atvinnu- og orkumál."  Ekki lagði ríkisstjórnin fram neina áætlun um þessi mál, frekar en annað.

Nýlega tilkynnti Árni Páll, félagsmálaráðherra, að tillögur yrðu lagðar fram 24. september um skuldavanda heimilanna og var auðvitað reiknað með að það yrðu tillögur ríkisstjórnarinnar, en svo er komið á daginn, að um er að ræða tillögur ASÍ.  Ríkisstjórnin hefur ekkert fram að færa í því máli, frekar en öðrum.

Ofan á allt annað, er meintur forsætisráðherra týndur, og enginn hefur áhuga lengur á að leita hans.


mbl.is Vaxtaákvörðun á morgun markar straumhvörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þú virðist ekki skilja orðið "meintur" þegar þú nefnir Jóhönnu Sigurðardótur "meintan" forsætirráðherra. Þíð Sjálfstæðismenn  sem komuð landinu á kaldan klaka og berið ábyrgð á hruningu mikla, ættuð að reyna að skrifa íslenskt mál svo ekki sé skömm að.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.9.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Við Sjálfstæðismenn komum landinu ekki á kaldan klaka og berum ekki meiri ábyrgð á hruninu mikla en ég reikna með að þú gerir sjálfur.

Sem góður íslenskumaður, viltu ekki útskýra hvað Jóhanna er annað en "meintur" forsætisráðherra, því ekki sýna verkin og feluleikurinn gagnvart þjóðinni og fjölmiðlum, ekki síst erlendum, annað en að hún sé einmitt "meintur" forsætisráðherra.

Axel Jóhann Axelsson, 24.9.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband