Lokuð og ógagnsæ stjórnsýsla

Enn einu sinni kemur upp mál, sem sýnir ósannsögli, pukur og feluleik ríkisstjórnarinnar, en hún hélt því leyndu í tvær vikur, að viðbrögð hefðu borist frá Bretum og Hollendingum, vegna fyrirvaranna við ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans vegna Icesave.  Því var statt og stöðugt haldið fram, að verið væri að bíða eftir viðbrögðunum, en nú eru komin fram vitni að því að Indriði H. Þorláksson, þrælasali, hafi verið að skrifa skýrslu til Steingríms J., þrælasölusamstafsmanns síns, um neikvæð viðbrögð þrælakaupmannanna í London og Amsterdam.

Það verður að teljast furðuleg ráðstöfun að tefla fram sömu mönnum til að útskýra fyrirvarana við þann sama samning og þessir menn skrifuðu undir, en fyrirvararnir voru einmitt settir vegna þess, hve samningurinn var brjálæðislega óhagstæður Íslendingum, en uppfyllti allar kröfur þrælahaldaranna.

Indriði H., Steingrímur J., og Jóhanna, meintur forsætisráðherra, hafa allan tímann réttlætt málstað kúgaranna gegn sinni eigin þjóð og hafa aldrei nokkurn tímann talað máli íslenskra skattborgara í Icesave málinu og þó ekki væri nema þess vegna, hefði Alþingi átt að senda sína sendinefnd, til að verja málstað Íslendinga, því ríkisstjórnin hefur algerlega svikið þjóðina í málinu.

Hvorki ríkisstjórnin eða utanríkisþjónustan hafa beitt sér fyrir hagsmunum skattborgaranna, heldur þvert á móti unnið af kappi við að koma þjóðinni í áratuga þrældóm fyrir þessa erlendu þrælahaldara.

Indifence hópurinn er eini aðilinn sem reynt hefur að koma málstað Íslands á framfæri erlendis.  Væri ekki ráð að leggja utanríkisþjónustuna niður og fela Indifence verkefni hennar?


mbl.is Trúnaðarskjal skrifað fyrir opnum tjöldum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband