Milljarður gufaði upp hjá Stoðum/Glitni

Lögmenn reyna nú að rifta ýmsum gjafagerningum stjórenda Stoða (áður FL-Group), sem framkvæmdir voru síðustu tvö ár fyrir gjaldþrot félagsins.  Þar virðist vera um að ræða allar helstu fyrirtækjasölur félagsins, m.a. á móðurfélagi Iceland Express og eins eru til skounar kaupin á TM, en þau voru "fjármögnuð" með hlutabréfum í Stoðum.

Athyglisvert er að tæpur milljaður króna virðist hafa gufað upp inni í Glitni, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Einnig hafa verið athugaðar tvær millifærslur upp á samtals 984 milljónir króna frá FL Group til Glitnis í byrjun september 2008, sem engar skýringar virðast vera á." 

Þetta er þeim mun furðulegra, þar sem fram kemur einnig að:  "Stoðir eru nú í eigu um 200 kröfuhafa félagsins. Skilanefnd Glitnis er stærsti hluthafinn með um þriðjung hlutafjár og NBI með fjórðungshlut."  Það verður að teljast með ólíkindum, ef hægt er að senda tæpan milljarð króna inn í íslenskan banka, án þess að færslurnar skilji eftir sig nokkra slóð, sem hægt er að rekja.

Skyldu Sérstakur saksóknari og Eva Joly vita af þessu?


mbl.is Rifta gjafagerningum fyrri eigenda FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband