Tilhlökkun

Nú eru hinir nýju ritstjórar Moggans komnir til starfa og mun breytinga til góðs að vænta á blaðinu, sem þó hefur lengstum verið besti fjölmiðill landsins, en hafði dalað nokkuð frá því að Styrmir lét af störfum.  Blaðið mun vaxa og dafna við ráðningu þessara öflugu ritstjóra og verða skyldulesning allra, sem áhuga hafa á alvöru umræðu um þjóðfélagsmálin.

Ráðningin hefur valdið ótrúlegum tilfinningahita í þjóðfélaginu, einhverjir hafa sagt upp áskrift að blaðinu og væntanlega munu þeir allir snúa aftur fljótlega og ekki er vafi á því að fjölmargir nýjir áskrifendur munu bætast við á næstu vikum og mánuðum.

Fréttin um fyrstu mætingu hinna nýju ritstjóra endar á þessum orðum:  ""Ég býst við að það sé það sem fyrir þeim sem að ráðningunni standa, vaki, að menn notfæri sér þann forða sem menn hafa aflað sér á langri vegferð og ég hlakka til þess að moða úr því,"  sagði Davíð Oddsson."

Það er tilhlökkunarefni að fá að fylgjast með því, að úr þessum forða verði moðað.


mbl.is Nýir ritstjórar til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband