Brown, bankar og bónusar

Heimskreppan, sem skall á, á síðasta ári, á eins og allir vita, nema Íslendingar, rætur sínar að rekja til banka- og viðskiptaglæframanna, sem á ótrúlegan hátt, blésu út verðmæti bankanna og fyrirtækjanna, án þess að nokkur innistæða væri fyrir hendi.  Með þessu mögnuðu þeir verð- og fasteignabólu, og jusu út lánum, því hærri og  stærri, því meiri bónusar voru í boði.

Þessar staðreyndir eru alls staðar viðurkenndar, sem orsök hrunsins, nema á Íslandi, en þar reyna alls kyns óábyrgir skriffinnar og lýðskrumarar, að kenna Sjálfstæðisflokknum og alveg sérstaklega Davíð Oddsyni, um allt sem miður hefur farið hérlendis.

Hvergi annarsstaðar í heiminum, er stjórnmálamönnum kennt um heimskreppuna, hvorki austan hafs eða vestan.  Obama lætur sér ekki detta í hug að kenna ríkisstjórn Bush um kreppuna vestanhafs, þar sem upphafið að bankakreppunni var og ekki dettur nokkrum einasta manni, hvorki almenningi eða stjórnmálamönnum, að kenna ríkisstjórnum viðkomandi landa um hrunið í sínum löndum.  Alls staðar hefur gifurlegum fjármunum verið varið til þess að halda bankakerfunum gangandi og hefur það þó ekki dugað til í öllum tilfellum, því tugir banka um allan heim hafa farið á hausinn.

Íslenskir banka- og útrásarmógúlar voru með þeim allra stórtækustu, enda var fallið mikið hérlendis. Hér eins og annarsstaðar voru það ævintýralegir bónusar, sem drifu ruglið áfram, en eftir sem áður vilja lýðskrumararnir líta fram hjá öllum raunverulegum orsökum, af því að það er svo einföld pólitísk brella að kenna einum flokki um allt saman.

Nú ríður Brown, forsætisráðherra Bretlands og þrælahöfðingi, á vaðið og ætlar að banna bankabónusana.  Kannski verður það til að opna augu einhverra hérlendis á því, hverju bnkahrunið er að kenna og hverjum ekki.


mbl.is Brown segist banna gamla bónuskerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru ekki bara tugir banka sem fallið út um allan heim í kreppunni. Í Bandaríkjunum einum eru þeir nánar tiltekið 119 frá því IndyMac féll sumarið 2008 (heimild: FDIC). Það segir þó ekki alla söguna því undir þessa banka heyrðu alls 3.716 útibú víðsvegar um landið og ótal hraðbankar. Á Íslandi hafa a.m.k. sjö bankar farið á hliðina (Glitnir, Landsbankinn, Kaupþing, Seðlabankinn, Straumur, SPRON, SPM) og ekki alveg útséð með fleiri. Í Evrópu hafa tugir banka farið á hliðina og enn fleiri þurft að fá innspýtingu úr stjórnkerfinu.

Og nú eru menn að spá því að önnur bylgja alþjóðlega bankahrunsins sé í uppsiglingu, sú fyrri hófst vegna undirmálslána til íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum, en í þetta sinn eru það lán til atvinnuhúsnæðis sem eru farin að úldna vegna samdráttar í verslun sem skýrist af því að fólk eyðir minna í kreppunni. Afleiðupappírarnir streyma líka sem aldrei fyrr út úr kauphöllunum, nú er nýjasta æðið: líftryggingar, þ.e.a.s. að veðsetja framtíðariðgjaldatekjur af þeim, en það endar sjálfsagt eins og allt hitt...

Þrátt fyrir bjartsýnishjalið frá seðlabönkunum, IMF og G20 þá er hrunið hvergi nærri yfirstaðið. Nema hérna á Íslandi þar sem hrunið er nú þegar nánast fullkomnað, þannig að ef það verður drattast af stað með alvöru uppbyggingarstarf hérna á næstunni þá eigum við möguleka á að ná forskoti á heimsbyggðina. Í dag ætti þetta að vera markmið íslenskra stjórnvalda nr. 1, 2 og 3.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband