Iðnaðarráðherra snýr sér að "öðru"

Iðnðnaðarráðherra kom glottandi í sjónvarpsfréttir fyrir helgina og lýsti því yfir að viljayfirlýsing ríkisins, sveitarfélaga og Alcoa um álver á Bakka við Húsavík yrði ekki framlengd.  Við sama tækifæri lýsti ráðherrann því yfir að nú yrðu kannaðir "aðrir" fjárfestingakostir fyrir norðan, en enginn fjárfestir hefði samt sýnt á því nokkurn áhuga.

Enginn hefur skrifað betur um fjárfestingu í "öðru" en Egill Jóhannesson, og eru allir kvattir til þess að lesa blogg hans.

Ekki er nema von, að öllum aðilum vinnumarkaðarins sé farið að blöskra samstöðuleysið og raunar illindin milli stjórnarflokkanna varðandi atvinnumál á þessum þrengingartímum þjóðarinnar.

Ríkisstjórn, sem þvælist fyrir og berst gegn atvinnuaukningu í landinu, er ekki ríkisstjórn, sem er á vetur setjandi. 

Hún á að hunskast frá strax.


mbl.is Samtök iðnaðarins gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það þarf eitthvað að gera og það strax:

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/

Sigurður Sigurðsson, 27.9.2009 kl. 17:58

2 identicon

Nefnd sem ráðherra skipaði í fyrra sem er búin að funda grimmt allt þetta ár.Skilaði af sér í síðustu viku og kommst að þeirri niðurstöðu að það væri best að gera eitthvað annað

I Skulason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband