Sagan endurskrifuð

Breska blaðið Guardian heldur því fram, að þau orð Davíðs Oddssonar í Kastljósi, að Íslendingar myndu ekki greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum, hafi orðið til þess að Bretar beyttu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum og Íslandi.  Ef þetta væri rétt, hefðu Bretar þurft að þýða þessi ummæli sama kvöld og þau voru sögð, ræsa út allt stjórnkerfið um nóttina og senda breska fjármálaeftirlitið af stað fyrir allar aldir morguninn eftir.

Hryðjuverkalögunum var beitt af hálfu Breta fyrir opnun banka daginn eftir þennan Kastljósþátt og fyrr hefur því aldrei verið haldið fram í Bretlandi, að þessi orð hafi verið ástæðan, þvert á móti komst bresk þingnefnd að þeirri niðurstöðu, að samskipti Darlings, fjármálaráðherra Bretlands, og Árna Matthíasen, fjármálaráðherra Íslands, hafi verið ástæðan fyrir upphlaupi Darlings.  Ekki nóg með það, heldur nánast ávítti nefndin Darling fyrir að hafa misskilið og rangtúlkað orð Árna.

Skammtíma minni margra manna er slíkt, að þeir hlaup nú upp til handa og fóta og grípa þessa eftiráskýringu Guardian, sem heilagan sannleika,  og upplagt tækifæri til þess að ráðast á nýráðinn ritstjóra Moggans.

Þó ekki sé nema ár liðið frá þessum atburðum og ennþá styttra síðan skýrsla rannsóknarnefndar breska þingsins leit dagsins ljós, er þegar byrjað að endurskrifa söguna.


mbl.is Guardian fjallar um hrunið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið óskapleg er heimurinn í mikilli hættu ef að einhverjir embættismenn ópólitískra stofnanna eiga að vera ábyrgir fyrir stórkostlegu milliríkjadeilum og þá hugsanlegum hernaðarátökum, fyrir að orða sínar einkaskoðanir í fjölmiðlaviðtölum.

 Hélt satt að segja að eitthvert pródókol þyrfti til, eins og undirritaða löggilta pappíra stjórnvalda,forsætisráðherra eða ráðherra, til að þjóð hlotnist sá vafasami heiður að verða sett á hriðjuverkalista með fjöldamorðingjum.

Núna er Már nýi bankastjórinn búinn að úttala sig um sama mál og á mun pólitískari hátt um að réttur þjóðarinnar er minni en enginn, sem hlýtur að kalla á einhver viðbrögð Breta og Hollendinga, og teljast geirnelgd fullnaðarsamþykkt stjórnvalda um ábyrgð á IceSave ofbeldisreikning þeirra og Hollendinga.

Nú féllu kærkomin óvarleg orð frá Steingrími J. og Jóhönnu strax eftir undirritun fyrirvarans á þingi í sumar, að hann rúmaðist vel innan samningsins, eins og þau höfðu eða teldu sig hafa umboð þjóðanna til þess.  Það gefur að skilja að þá hlýtur fáranlegt blaður og hroki að hafað farið þversum ofaní þjóðirnar tvær. 

Svo fór sem fór.  Guði sé lof.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 16:04

2 identicon

Rétt hjá þér Axel - þeir sem vilja vita, þeir vita að frétt Guardian er þvæla frá upphafi hvað þetta varðar.  Hryðjuverkalögin höfðu ekkert með ummæli Davíðs að gera, heldur símtalið við Árna Matt. Staðreyndir hafa hinsvegar ekki stoppað illa innrætta þáttastjórnendur, á launum hjá almenningi, frá því að ljúga að almenningi varðandi þetta mál.

bjarni (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband