Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
9.4.2010 | 08:37
Ærumeiðingar í garð Jóns Ásgeirs í Bónus
Jón Ásgeir í Bónus hefur ákveðið að stefna skilanefnd Glitnis fyrir dómstóla og krefjast hárra skaðabóta vegna ærumeiðinga í sinn garð, með því að skilanefndin stefndi honum fyrir dómstóla til greiðslu skaðabóta fyrir að hafa fé af bankanum með ólöglegum fjármálgjörningum í samstafi við Pálma í Iceland Express og skósveina þeirra tveggja innan bankans.
Í hnotskurn sýna þessi viðbrögð Jóns í Bónus hversu veruleikafirrtur maðurinn er og gjörsamlega siðblindur á eigin athafnir, en allt sem spyrst út um viðskipti mannsins virðast vera á sömu bókina lærð og sýna ótrúleg vinnubrögð við lántökur og undandrátt eigna í eigin þágu, enda er líklega ekki eitt einasta af þeim fyrirtækjum, sem hann hefur komið nálægt í eðlilegum rekstri í dag og reyndar flest gjaldþrota og hafa skilið lánadrottna eftir með hundruð milljarða króna tap. Sjálfur gumar hann af því, að hafa haft vit á að flækja sjálfan sig hvergi í persónulegar ábyrgðir og því þurfi þjóðin ekki að hafa áhyggjur af honum, enda sé hann ánægður ef hann eigi fyrir diet Coke.
Sömu sögu er að segja af Pálma í Iceland Express, en því félagi tókst honum að koma út úr Fons, áður en það félag var lýst gjaldþrota, með tuga- eða hundraða milljarða króna tap lánadrottna. Ásamt Bjöggum, S-hópnum o.fl. hafa þessir félagar eyðilagt orðspor landsins erlendis og lánstraust þess á erlendum lánamörkuðum, enda varla von að erlendir lánadrottnar verði áfjáðir í að lána nokkrum aðila hérlendis í nánustu framtíð, ekki einu sinni opinberum fyrirtækjum eða ríkissjóði.
Er svo nema von að Jóni í Bónus sárni svona ósanngjörn umræða í hans garð, enda að eigin sögn einn mesti velgjörðarmaður þjóðarinnar.
Glitnismál ekki hjá saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.4.2010 | 14:53
Er verið að höndla með þýfi?
Því meiri upplýsingar sem berast um framferði eigenda bankanna og snata þeirra, sem eingöngu virðast hafa farið að skipunum eigendanna, jafnvel þó þær hafi innifalið augljós lögbrot, því fleiri spurningar vakna um siðblindu þessara manna.
Í aðdraganda gjaldþrots Baugs var Högum komið undan gjaldþrotinu með dularfullum fjármálagerningum innan Kaupþings banka og þá voru jafnvel hlutabréf Baugsfjölskyldunnar í Baugi keypt af henni, þrátt fyrir að vitað væri að félagið stefndi í gjaldþrot.
Iceland Express var á svipaðan hátt stungið undan þrotabúi Fons og Pálmi Haraldsson á og rekur það fyrirtæki áfram, eins og ekkert hafi í skorist.
Í stefnu skilanefndar Glitnir á hendur þeim Jóni Ásgeiri í Bónus og Pálma í Fons, kemur fram að þeir félagarnir hafa skammtað sér sitt hvorn milljarðinn í eigin vasa, um leið og dularfullar fjármálakúnstir voru leiknar við óveðtryggðar lánveitingar til Fons og tengds félags, þrátt fyrir að Fons stefndi í gjaldþrot og undirfélagið væri algerlega eignalaust.
Tölvupóstar milli bankamannanna sannar þennan gjörning og má sjá tvo þeirra í þessu bloggi frá því í morgun.
Allt vekur þetta upp þá spurningu hvort ekki megi í raun líta á alla núverandi þátttöku þessara kumpána í verslun og viðskiptum, sem viðskipti með þýfi.
Skeyttu engu um lánareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2010 | 09:46
Þýfi til að fela í skattaparadís
Tölvupóstar sem birst hafa í tengslum við stefnu á hendur Jóni Ásgeiri í Bónus, Pálma í Iceland Express, Lárusi Welding, bankastjóra þeirra o.fl., sýna á afar einfaldan og skýran hátt, hvernig nútímabankarán eru framin og að undanskot fjármuna í eigin vasa vour vandlega undirbúin og skipulögð með staðföstum brotavilja.
Tölvupóstar gengu milli þessara manna vegna fölsunar á 6 milljarða lántöku með veðum í Goldsmith verslunarkeðjunni, sem ekki stóð undir veðinu og að auki fengu Jón Ásgeir og Pálmi sitthvorn milljarðinn í vasann, væntanlega sem þóknun fyrir að taka lánið. Einar Ólafsson, yfirmaður í Íslandsbanka, sendi Lárusi Welding tölvupóst af því tilefni: "Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4 osfrv. En ég geri allt sem þú segir mér að gera".
Þegar nær dró afgreiðslu málsins, sendi Einar annan póst til Lárusar: "Verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við lánum ekki bara Pálma tvo milljarða til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn. Í stað þess að fara alla þessa Goldsmith æfingu".
Þessi seinni póstur staðfestir það, að bankamennirnir vissu vel að gjörningurinn var allur ólöglegur og að verið væri að hafa tvo milljarða króna út úr bankanum til að fela á einkareikningum Jóns Ásgeirs og Pálma í skattaparadisinni á Cayman eyjum. Eins vissu bankamennirnir að Fons væri í raun gjaldþrota, en héldu samt áfram að aðstoða þá félaga við að hafa fé af bankanum.
Þessir tölvupóstar nánast jafngilda játningu í málinu og ekkert nema plássleysi getur skýrt það, að þessir kumpánar skuli ekki vera komnir í gæsluvarðhald.
Gleðst yfir framtakssemi skilanefndar Glitnis banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.4.2010 | 22:39
Ekki er neitt AGS að þakka, að minnsta kosti
Nýlega stormaði heil sendinefnd undir forystu Steingríms J. til New York á fund forstjóra AGS og kom sigri hrósandi til baka, eftir að hafa tekið Landshöfðingjann í bóndabeygju og tilkynnti þjóðinni, að nú væri búið að koma öllum málum vegna samvinnunnar við AGS í lag og önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS færi fram strax eftir Páska, og alveg örugglega í aprílmánuði.
Þessi stórsigur Steingríms J. og félaga í New York vannst, að hanns sögn, þrátt fyrir að ekki væri búið að gangast undir fjárkúgun Breta og Hollendinga vegna Icesave, enda væri það mál nánast frágengið, eftir leynifundi með fulltrúum kúgaranna.
Nú er Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu, staddur í New York og mun erindið vera að ræða við Landshöfðingjann um endurskoðun efnahagsáætlunarinnnar, því Steingrímur J. og föruneyti skildi víst ekki tungumál Landshöfðingjans, því ekki mun hann hafa nein áform uppi, um að endurskoða þessa áætlun, eða skoða yfirleitt nokkurn hlut, sem snertir Ísland.
Gylfi "staðfesti" það við fréttamenn í stórborginni, að Icesave deilan væri nánast leyst, enda hefðu menn nánast verið komnir með samning í febrúarlok, en þjóðin eyðilagt málið í atkvæðagreiðslu. Síðan segir: "Þá sagðist hann einnig vonast til að efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fari af stað aftur á þessu ári."
Eins og venjulega hafði Steingrímur J. því sagt þjóðinni ósatt, þegar hann kom úr ferðalaginu fyrir Páskana, því nú er vonast eftir að endurskoðun áætlunarinnar fari af stað á þessu ári. Það er svolítið annað en strax eftir Páska, eða a.m.k. í aprílmánuði.
Gylfi útskýrði fyrir fréttamönnunum að við kennum vondum útlendingum ekki um neitt, en við höfum heldur ekkert til að þakka þeim fyrir.
Ekki vondum útlendingum að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2010 | 10:57
Hroki og flumbrugangur Álfheiðar
Álfheiður Ingadóttir er vanari að stjórna mótmælaaðgerðum en sjálfri sér og hvað þá að hún skilji opinbera stjórnsýslu, að ekki sé minnst á reiðistjórnun, því hún á vægast sagt erfitt með að hemja skap sitt, enda hrokafull með afbrigðum.
Það hlýtur að teljast óvenjulegt, að ríkisendurskoðandi skuli setja ofan í við ráðherra vegna hroka hans og yfirgangs í garð stjórnenda ríkisstofnana, ekki síst þegar ríkisforstjórinn hefur ekki annað til saka unnið, en leita ráða hjá Ríkisendurskoðun um hvernig beri að gæta þess að fara eftir illa unninni reglugerð ráðherrans, til þess að vera viss um að skilningur eftirlitsaðilans og forstjórans væri örugglega sá sami.
Annað eins stjórnsýsluklúður og Álheiður hefur sýnt í þessu máli er algerlega fáheyrt og toppar jafnvel stjórnun hennar á óeirðaseggjum Vinstri grænna úr Alþingishúninu í búsáhaldabyltingunni, en þá stýrði hún árás þeirra á sjálft þinghúsið.
Þessi ráðherranefna hefur aldrei tekist að skapa sér nokkurt traust, hvað þá virðingu, svo ekki hefur hún úr háum söðli að detta.
Ákvörðun Álfheiðar ólíðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
7.4.2010 | 08:33
Endalausar ofsóknir gegn blásaklausum mönnum
Skilanefnd Glitnis hefur nú höfðað skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri í Bónus og Pálma í Iceland Express ásamt fyrrverandi forstjóra þeirra hjá Glitni og þrem lykilstarfsmönnum hans, vegna skitinna sex milljarða króna. Þetta skaðabótamál mun vera byggt á rannsókn Kroll, sem aðstoðað hefur við að rannsaka bókhald bankans, mánuðum saman.
Þessir sex milljarðar eru náttúrlega smáupphæð, í samanburði við þá heildarupphæð sem tapast hefur vegna viðskipta bankakerfisins við Bónusfeðga, Pálma, Bjögga, S-hópinn o.fl., og verður sjálfsagt útskýrt af þeim félögum sem ofsóknir á hendur sér, eins og öll önnur mál á hendur þeim hafa verið afgreidd af þeirra hálfu.
Jón Ásgeir hefur verið óþreytandi í útskýringum á þeim ofsóknum sem hann hefur sætt af hálfu Davíðs Oddssonar til fjölda ára og nú hafa fleiri ofsækjendur bæst í hópinn, bæði innlendir og erlendir. Einnig hefur Pálmi í Iceland Express lýst yfir mikilli iðrum vegna gjörða sinna og reiknaði að sjálfsögðu með, að þar með yrði honum fyrirgefið. Eins er með alla hina, þeir hafa marglýst því fyrir alþjóð, að þeir hafi eingöngu verið að stunda heiðarleg viðskipti, sem að vísu gengu ekki upp, en það var auðvitað ekki þeim að kenna, heldur vondum mönnum sem settu bankana á hausinn.
Þetta einelti gegn þessum stálheiðarlegu og grandvöru mönnum er að verða óþolandi, þ.e.a.s. að þeirra eigin áliti.
Skaðabótamál gegn Glitnis-mönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.4.2010 | 17:14
Góð tíðindi, en þó slæm um leið
Það eru mikil gleðitíðindi, að önnur konan sem hefur verið týnd frá því í fyrrakvöld, skuli nú vera komin í leitirnar heil á húfi, en hrakin og köld, enda fannst hún á gangi ofan við Einhyrning. Ferðafélagar hennar eru ennþá ófundnir, en taldir vera á gangi einhversstaðar á sömu slóðum.
Án þess að allar staðreyndir séu komanar fram, virðist fólkið hafa gert þau mistök að yfirgefa bílinn og halda gangandi af stað til að finna hjálp, en það er einmitt eitt af því sem björgunarsveitirnar brýna fyrir fólki, að ef það lendi í ófæru, sem geri það að verkum að bíllinn sitji fastur, að þá skuli fólk alls ekki yfirgefa bílinn, því miklu meiri líkur séu á að bíllinn finnist, en gangandi fólk í óbyggðum.
Í þessu tilfelli gæti bílinn hafa lent í á og setið þar fastur, jafnvel sokkið, svo ekki hafi verið nokkur leið að láta fyrirberast í honum og fólkið því neyðst til að yfirgefa hann og reyna að komast til byggða gangandi, en hafi svo verið virðist fólkið ekki hafa getað náð að halda hópinn, enda var óveður á svæðinu.
Vonandi endar þessi saga vel og fólkið finnist fljótlega heilt á húfi.
Önnur konan fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2010 | 14:17
Vegtollar eru greiddir nú þegar
Hugmynd Samgönguráðuneytisins um vegtolla sem innheimtir yrðu á leiðum inn og út úr höfuðborginni er gjörsamlega galin og bifreiðaeigendur geta ekki látið slíka gjaldheimtu yfir sig ganga og verða að mótmæla henni með öllum ráðum.
Bifreiðaeigendur greiða alls kyns skatta og vegtolla í hvert sinn sem þeir dæla eldsneyti á bíla sína og þegar þau gjöld voru lögð á, áttu þau að renna til vegamála, en nú er svo komið að líklega innan við 20% þessara gjalda renna til upphaflegra verkefna, en 80% eru tekin til annarra útgjalda ríkishítarinnar og ekki verður lengra gengið í skattheimtubrjálæðinu á notendur veganna.
Nýlega er búið að hækka bensínskattana, þannig að nú er svo komið að 105 krónur af hverjum bensínlítra rennur beint í ríkissjóð, en aðeins örlítill hluti til þjónustu við bifreiðaeigendur eins og öll upphæðin ætti að gera, samkvæmt upphaflegum tilgangi.
Þessa geggjuðu hugmynd verður að kveða niður nú þegar og aldrei sætta sig við að hún verði endurvakin.
Alfarið á móti vegtollum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.4.2010 | 08:50
Ekkifrétt um framkvæmdir Vegagerðarinnar
Í öllu deyfðar- og aðgerðarleysinu sem ríkir í þjóðfélaginu vegna getu- og verkleysis ríkisstjórnarinnar við að koma hreyfingu á efnahagslífið, birtist nú frétt frá Vegagerðinni um að minnsta kosti 29 verk, sem frestað var eftir efnahagshrunið, séu nú tilbúin til útboðs.
Reyndar er ef til vill ofsagt að getu- og verkleysi einkenni ríkisstjórnina, því hún hefur sýnt bæði mikla getu og vilja til að stöðva allar framkvæmdir, sem helst var von til að koma í framkvæmd og hefðu getað orðið mikil lyfistöng fyrir fyrirtækin á almenna markaðinum og er þar helst að nefna erlendar fjárfestingar hverskonar, sem fjárfestar væru tilbúnir til að fjármagna, ef ríkisstjórnin sýndi ekki jan einbeittan mótstöðuvilja og raun ber vitni.
Fréttin frá Vegagerðinni, sem leit vel út við fystu sýn, var að vísu með ákaflega stórum fyrirvara, en í þar segir: "Að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar hefur þegar verið ráðist í nokkur verkanna en önnur bíða ákvörðunar í nýrri samgönguáætlun, sem nær til ársins 2012."
Þetta breytir málinu auðvitað algerlega, því sum verkin eru búin og önnur bíða samgönguáætlunar, sem ekki verður samþykkt fyrr en í fyrsta lagi undir lok þings í vor og þar með verður ekki ráðist í framkvæmdir vegna þeirra flestra fyrr en á árunum 2011 og 2012.
Svona ekkifréttir um það sem stjórnvöld eru að hugsa um að gera einhvern tímann í framtíðinni, bjarga engu um ástand mála akkúrat núna, en það er einmitt það, sem beðið er eftir.
Um 30 framkvæmdir bíða útboðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.4.2010 | 19:20
Ótrúlega mikill stuðningur við ráðherrana
Samkvæmt nýrri Gallupkönnun njóta ráðherrar ríkisstjórnarinnar ótrúlega mikils stuðnings kjósenda, en 41% eru ánægðir með Steingrím J., rúmlega 27% sögðust ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur og allt að 14% eru yfir sig ánægðir með Álfheiði Ingadóttur.
Þetta verður að teljast ótrúlega mikill stuðningur við ráðherra, sem alls ekki valda störfum sínum, en Jóhanna er líklega slakasti forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun, Steingrímur J., skattaglaðasti lýðveldisráðherrann og sá allélegasti í samskiptum við erlenda ofsækjendur þjóðarinnar og á Álfheiði er ekki eyðandi orðum, en hún er einhvert misheppnaðasta dæmi um ráðherra, sem sögur fara af.
Miðað við getuleysi ríkisstjórnarinnar við að koma efnahagslífinu í gang aftur eftir hrunið og raunar harða baráttu hennar gegn allri atvinnuuppbyggingu í landinu og allrahelst ef hægt væri að fá inn í landið erlenda fjárfestingu, en það er einmitt það sem mest er þörfin fyrir nú um stundir.
Óska verður ráðherrunum til hamingju með þessa útkomu í skoðanakönnunni, að teknu tilliti til aðgerða- getu- og framtaksleysis þeirra við stjórn landsins.
Flestir ánægðir með störf Rögnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.4.2010 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)