Góð tíðindi, en þó slæm um leið

Það eru mikil gleðitíðindi, að önnur konan sem hefur verið týnd frá því í fyrrakvöld, skuli nú vera komin í leitirnar heil á húfi, en hrakin og köld, enda fannst hún á gangi ofan við Einhyrning.  Ferðafélagar hennar eru ennþá ófundnir, en taldir vera á gangi einhversstaðar á sömu slóðum.

Án þess að allar staðreyndir séu komanar fram, virðist fólkið hafa gert þau mistök að yfirgefa bílinn og halda gangandi af stað til að finna hjálp, en það er einmitt eitt af því sem björgunarsveitirnar brýna fyrir fólki, að ef það lendi í ófæru, sem geri það að verkum að bíllinn sitji fastur, að þá skuli fólk alls ekki yfirgefa bílinn, því miklu meiri líkur séu á að bíllinn finnist, en gangandi fólk í óbyggðum.

Í þessu tilfelli gæti bílinn hafa lent í á og setið þar fastur, jafnvel sokkið, svo ekki hafi verið nokkur leið að láta fyrirberast í honum og fólkið því neyðst til að yfirgefa hann og reyna að komast til byggða gangandi, en hafi svo verið virðist fólkið ekki hafa getað náð að halda hópinn, enda var óveður á svæðinu.

Vonandi endar þessi saga vel og fólkið finnist fljótlega heilt á húfi.


mbl.is Önnur konan fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband