Vegtollar eru greiddir nú þegar

Hugmynd Samgönguráðuneytisins um vegtolla sem innheimtir yrðu á leiðum inn og út úr höfuðborginni er gjörsamlega galin og bifreiðaeigendur geta ekki látið slíka gjaldheimtu yfir sig ganga og verða að mótmæla henni með öllum ráðum.

Bifreiðaeigendur greiða alls kyns skatta og vegtolla í hvert sinn sem þeir dæla eldsneyti á bíla sína og þegar þau gjöld voru lögð á, áttu þau að renna til vegamála, en nú er svo komið að líklega innan við 20% þessara gjalda renna til upphaflegra verkefna, en 80% eru tekin til annarra útgjalda ríkishítarinnar og ekki verður lengra gengið í skattheimtubrjálæðinu á notendur veganna.

Nýlega er búið að hækka bensínskattana, þannig að nú er svo komið að 105 krónur af hverjum bensínlítra rennur beint í ríkissjóð, en aðeins örlítill hluti til þjónustu við bifreiðaeigendur eins og öll upphæðin ætti að gera, samkvæmt upphaflegum tilgangi.

Þessa geggjuðu hugmynd verður að kveða niður nú þegar og aldrei sætta sig við að hún verði endurvakin.


mbl.is Alfarið á móti vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

að er örugglega hárétt hjá þér Axel, að ef öll þau gjöld og skattar sem "merkt" voru vega og samgöngumálum, hefðu verið notuð í þessa málaflokka, þa´væri ekki þörf á neinum vegatollum til nýframkvæmda, en svo er bara búið að nota þetta í allt annað og oftar en ekki bara í "hítina" þ.e. reksturinn á skriffinskunni, þeir sem svo halda að það að setja tollhlið geri það eitthvað betra, mega halda betur, hér í Noregi, sem eru alveg á heimsmælikvarða í vegatollainnheimtu, kom í ljós fyrir nokkrum árum að víða fóru ekki nema ein til tvær krónur af hverjum tíkalli sem tekin var pr. bíl í tollhliðunum, í "malbikið" þetta vegna þess að rekstur "fyrirtækjanna" sem stofnuð voru til að reka og immheimta tollinn, var svo dýr, þetta hefur nú verið tekið tökum og bætt með sjálfvirkni og hagkvæmari rekstri sem betur fer, en hversvegna nágrannalönd Noregs, Svíþjóð og Danmörk klára sig án teljandi vegatolla, ja ég bloggaði um það í gær hér: http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1038534/ svo það eru ýmsar leiðir að fara til að fjármagna vegagerð ofl.

En tilbaka til þess hvað verður um alla peningana sem þegar er búið að innheimta fyrir þessu hjá bíleigendum(þjóðinni) þá viðurkenndu norsk stjórnvöld fyrir nokkrum árum eftir þrýsting frá NAF (systurfél. FÍB) að þetta væri notað í allt mögulegt annað óháð bílum og vegagerð, eiginlega óþörf játning alveg eins og á Fróni, þá segir þetta sig sjálft þegar þarf að setja ný gjöld við allar nýframkvæmdir.

Er einnig sammála þér að vegagerð er hlutur sem varðar alla þjóðina, ekki bara þá sem eiga og sitja í bílnum hverju sinni og þannig mun einnig þessi hugsaði vegatollur lenda á ALLRI þjóðinni í auknum flutn.kostnaði hvort sem er.

 

Kristján Hilmarsson, 6.4.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það var reyndar Runólfur Ólafsson hjá FÍB sem ég var sammála um að "vegagerð varðaði alla þjóðina", ekki meiningin að leggja þér orð í munn Axel ;) það ert þú fullfær um sjálfur hefur mér sýnst :)

Kristján Hilmarsson, 6.4.2010 kl. 15:00

3 identicon

Mjög svo sammála þér Axel. Ég bý á suðurnesjum og sæki vinnu til Reykjavíkur. Bensínið er allt lifandi að drepa en guð minn góður ef þessu verður svo bætt við. Svo þætti mér gaman að heyra hvernig stjórnvöld myndu réttlæta það að ég sem keyri Reykanesbrautin 2x á dag ætti að borga miklu meiri skatta en vinur minn sem býr í Hafnarfirði.

Ég ætla nú að halda mér rólegum enn um sinn því eins og þú segir svo réttilega þá er þetta algjörlega galið. Og ég trúi því varla að þetta eigi nokkurn tímann eftir að koma á. (Þó er ég nú farinn að trúa öllu á þessa blessuðu ríkisstjórn)

Sigurður Gunnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 15:01

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það gæti hugsast Sigurður að hliðið yrði milli Hafnarfjarðar og RVK án þess að það réttlæti nokkuð, þetta er gert hér úti, settur tollhringur kring um stærstu bæjina, án þess að fólk geti valið aðrar leiðir, þetta heitir í "umhverfisverndarsjónarmiði" en er auðvitað bara enn ein skattheimtam, en svo aftur þar sem þetta er sett á "stofnæðar" þ.e. þjóðvegi, er í flestum tilfellum val um aðra leið, sem gjarnan er svo mikið lengri og lélegri að það kemur kostnaðarlega út á eitt.

Enn eins og ég hef áður nefnt, þá munt þú og aðrir, ef þetta kemst á vera harðari í næstu launakröfum eftir á, leigubílar og aðrir sem flytja fólk og varning hækka sinn taxta og þar með veltur þetta hvort sem er út í þjófélagið, osfrv. osfrv. þannig er þetta bara, og getur þessvegna gjarnan borgast úr sameiginlegum ríkiskassanum.

Kristján Hilmarsson, 6.4.2010 kl. 16:04

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi gjöld eru nú þegar lögð á bíleigendur með bifreiðasköttum, bensínsköttum og dekkjasköttum.  Þessir skattar heita ýmsum nöfnum, sá nýjasti kolefnisgjald og allir eiga þeir að renna til vegamála, bæði til uppbyggingar nýrra vega og viðhald þeirra eldri.  Hins vegar eru þeir hirtir í almenna hít ríkissjóðs, með bandorminum sem árlega fylgir fjárlögum og er til þess gerður að færa "eyrnamerktu" skattana yfir í almennu skattheimtuna.

Því verður aldrei þolað, að ef á að ráðast í einhverjar vegaframkvæmdir, að þá verði þær réttlættar með sérstökum vegtollum.  Það er bara enn einn skatturinn, sem stjórnvöld eru að reyna að koma á, enda haldin algeru skattahækkanabrjálæði.

Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2010 kl. 17:02

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það eru nefnilega engin hólf í ríkiskassanum Axel, svo þegar krumlan fer niður í hann að ná í aur til borga eitthvað, þá sér hún ekki hvað kemur frá dekkjagjaldi,bensíngjaldi né annað.

Fjandinn er kominn útúr sauðaleggnum og nú er það bara meirihluti á þingi sem ákveður, verður gaman að fylgjast með umræðunni.

Kristján Hilmarsson, 6.4.2010 kl. 17:55

7 identicon

Ég sjálf bý á Suðurnesjum og ef þessir helv.. "Vegatollur" verður settur á þýðir það að íbúar á Suðurnesjum ætla í frí keyrum við Reykjanesbrautina og borum tollin þar og neyðumst svo til að borga annan helv.. toll til þess að komast út úr helv... Reykjavík.

Nei Takk ég er ekki að fara að borga tvöfaldan toll til þess eins að komast í frí út á land í framtíðinni og ég tala nú ekki um að fara í Reykjavík til að sinna mínum málum þar sem ýmis þjónusta sem ég sæki er ekki hér á Suðurnesjum.

Aníta Ósk (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband