Ótrúlega mikill stuðningur við ráðherrana

Samkvæmt nýrri Gallupkönnun njóta ráðherrar ríkisstjórnarinnar ótrúlega mikils stuðnings kjósenda, en 41% eru ánægðir með Steingrím J., rúmlega 27% sögðust ánægð með störf  Jóhönnu Sigurðardóttur og allt að 14% eru yfir sig ánægðir með Álfheiði Ingadóttur.

Þetta verður að teljast ótrúlega mikill stuðningur við ráðherra, sem alls ekki valda störfum sínum, en Jóhanna er líklega slakasti forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun, Steingrímur J., skattaglaðasti lýðveldisráðherrann og sá allélegasti í samskiptum við erlenda ofsækjendur þjóðarinnar og á Álfheiði er ekki eyðandi orðum, en hún er einhvert misheppnaðasta dæmi um ráðherra, sem sögur fara af.

Miðað við getuleysi ríkisstjórnarinnar við að koma efnahagslífinu í gang aftur eftir hrunið og raunar harða baráttu hennar gegn allri atvinnuuppbyggingu í landinu og allrahelst ef hægt væri að fá inn í landið erlenda fjárfestingu, en það er einmitt það sem mest er þörfin fyrir nú um stundir.

Óska verður ráðherrunum til hamingju með þessa útkomu í skoðanakönnunni, að teknu tilliti til aðgerða- getu- og framtaksleysis þeirra við stjórn landsins.

 

 


mbl.is Flestir ánægðir með störf Rögnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Og hver heldur þú að stuðningurinn yrði ef þau færu að gera eitthvað?????????

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það má alveg finna að störfum ráðherra. Til dæmis finnst mörgum Jóhanna ekki hafa staðið sig eins vel og við vorum að vona, að öllu leyti. Hitt eru flestir sammála um að hún stendur nokkuð framar við tvo forvera sína í starfi, þrátt fyrir mjög erfið verkefni. Um þetta eru flestir sanngjarnir menn sammála um. Sama er að segja um Álfhildi og Steingrím. Þau hafa staðið fyllilega fyrir sínu. 

Jón Halldór Guðmundsson, 5.4.2010 kl. 21:48

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Halldór, þú hlýtur að vera með allra gamansömustu mönnum.  Þessi "stuðningur" við ráðherrana bendir nú ekki til þess að flestir "sanngjarnir" menn telji þá standa fyllilega fyrir sínu.

En grínið er bara gott hjá þér.

Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2010 kl. 22:52

4 identicon

Heitir hún ekki Álfheiður?  Af hverju segja svona margir Álfhildur eiginlega?

Skúli (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 01:00

5 Smámynd: Dingli

Sæll Axel, þú telur Jón Halldór gamansaman. Eflaust er það rétt, en ég verð að segja þér það til hróss að á því sviði er þú honum langtum fremri.

Fyrir utan kynningu og afkynningu, er texti þinn á þann veg að setningu lengri, hefði hann drepið mig úr hlátri. 

Hvernig þér tekst að hæða þá sem reru öllum árum fram af fossbrúninni, er meistaraverk. Eftir sem drunur fossins urðu hærri og hærri bættu þau í, blésu í seglið og fengu sér að lokum utanborðsvél og beinlínis flugu framaf. 

....harða baráttu hennar gegn allri atvinnuuppbyggingu í landinu. Jóhanna er líklega slakasti forsætisráðherra frá lýðveldisstofnun, Steingrímur J., skattaglaðasti lýðveldisráðherrann og sá allélegasti í samskiptum við erlenda ofsækjendur þjóðarinnar. 

aaaaaaaaHHH. Fyrri stjórn sem drekkti allri nýsköpun með glæpavöxtum og ofurgengi sem hún falsaði með lántökum."Krónubréfa"skuld sú, er mikið hærri upphæð en Icesave!

Steini sem hamast við að smala aurum fyrir fyllirísskuldum fyrri valdhafa er sagður skattakóngur! Hárbeitt háðið á Árna Matt og GeirSollu-óstjórnina er augljós, enda skelli hló ég.

Nú, þarna er frasanum um erlendu"ofsækjendurna" sem í heimsku sinni vilja fá endurgreidd lán sem þeir veittu, gerð góð skil. Pilsið er dregið upp um álfadrottninguna og sprenghlægilegt atriði um frekari lántökur svo koma megi nýrri blöðru í loftið.

Mun mæla með þér í árshátíðanefnd trúðavinafélagsins.

Dingli, 6.4.2010 kl. 07:53

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingimar Brynjólfsson, sem kallar sig Dingla og kynnir sig sem anarkista á bloggsíðu sinni telur það góðan húmor að undrast furðumikinn stuðning við algerlega getu- og verklausa ráðherra.  Þó sá stuðningur hafi ekki verið nema 14 - 41%, þá telst hann ótrúlega mikill, miðað við ráðaleysið, sem ráðherrarnir sýna.

Þó anarkistinn skilji ekki muninn á erlendri fjárfestingu og erlendri lántöku, þá fyrirgefst honum það, enda var hann hálf dauður af gleði einni saman og við slíkar aðstæður er ekki hægt að ætlast til að fólk hugsi jafn skýrt og fólk, sem hefur fulla stjórn á skilningarvitunum.

Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2010 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband