Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
5.4.2010 | 13:42
Ísbirnirnir í góðum málum?
Síðustu ár hefur því verið haldið fram að ísbirnir séu í útrýmingarhættu vegna þess að hafís sé algjörlega að hverfa á norðurslóðum. Nú berast hins vegar fregnir af því, að hafísinn hafi aukist svo mjög í Noður-Íshafinu, að hann sé orðinn eins mikill og hann var, fyrir árið 2000.
Í fréttinni segir: "Dr. Mark Serreze, við bandarísku ísrannsóknamiðstöðina, sem tók upplýsingarnar saman segir að þessar nýju niðurstöður þýði ekki að hnattrænni hlýnun sé lokið. Hann segir að vöxt hafíssins megi þakka óvenju miklum kuldum, einkum í Beringshafi."
Þrátt fyrir þessar kenningar um jarðarhlýnunina hafa verið óvenju miklar vetrarhörkur um alla Evrópu og í Norður Ameríku, og þar við bætast þessar nýju fréttir af aukningu hafíssins á norðurhjaranum.
Vísindamenn verða sjálfsagt ekki í vandræðum með að útskýra hvernig þakka megi hlýnun andrúmsloftsins þessa óvenjulegu kulda.
Ísbirnirnir þurfa að minnsta kosti ekki að kvíða því, að verða heimilislausir á næstunni.
Hafís eykst á norðurslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2010 | 00:01
Er hægt að ganga lengra í ósvífninni?
Tchenguiz bræður, sem voru meðal stærstu lántankenda Kaupþings banka, ætla sér að fara í mál við bankann, venga þess að hann hafi ekki stðaið nógu vel fjárhagslega, þegar bræðurnir tóku hundurð milljarða króna lán hjá honum.
Nú, þegar þeir geta ekki endurgreitt lánin, á að stenfa bankanum vegna þess að hann hafi komið þeim bræðrunum í klandur, með því að lána þeim allt of mikla peninga, sem þeim hafi ekki tekist að koma undan, vegna þess að bankinn ætlist til að þeir endurgreiði lánin.
Þeir bræður eru greinilega af sama sauðarhúsi og íslensku útrásarfélagar þeirra, Baugsfeðgar, og telja það skapa sér allherjartjón, að ætlast sé til að þeir endurgreiði lán, sem þeir hafa fengið, en eins og allir vita, þá hafa íslenskir útrárarrugludallar aldrei greitt eina krónu til baka af peningum se3m þeir hafa fengið lánaða og telja reyndar ómannúðlega framkomu gagnvart sér, að gera kröfu um slíkt.
Vonandi tapa þessir rugludallar öllum sínum málum gegn bankanum og lenda á sama stað að lokum og félagar þeirra, þ.e. á bak við lás og slá.
Tchenguiz-bræður undirbúa mál gegn Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.4.2010 | 19:50
Hvað varð um peningana?
Deutsce Bank hefur haft á sínum snærum sérstakt rannsóknarlið til að rannsaka hvað varð um alla peningana sem þeir lánuðu til íslensku bankanna og sérstaklega er verið að kanna þátt bankastjóra og eigenda Landsbankans.
Áður hafa borist fréttir af því að breska efnahagsrannsóknardeildin hafi að eigin frumkvæði hafið rannsókn á starfsemi íslensku bankanna og sé nú komin í samstarf við Sérstakan saksóknara, þannig að því fleiri aðilar sem rannsaka svikamilluna sem viðgekkst í banka- og útrásarsukkinu, því meiri og betri von er til þess að hendur verði hafðar í hári þessara svikara, hvar sem þeir reyna að leita skjóls í heiminum.
Ekki er að undra, að erlendar lánastofnanir skuli ekkert skilja hvert peningarnir þeirra fóru, því heildartap íslensku bankanna nemur einhversstaðar á bilinu 5000 - 8ooo milljarðar króna og varla hafa útrásarsvindlararnir tapað því öllu í fáráðlegum fjárfestingum, heldur hljóta að vera talsverðar líkur til þess að einhver hluti þessarar gífurlegu fjárhæðar hafi ratað í banka- og skattaparadísir veraldarinnar.
Vonandi greiðist úr þessari flækju allri fljótlega, svo biðtími banka- og útrásarsvindlara eftir afplánunarplássum fari að styttast.
Rannsaka Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
3.4.2010 | 17:15
Álfheiður í Kattholti mjálmar
Ámátlegt mjálm barst frá Kattholti Vinstri grænna, þegar Álheiður Ingadóttir hótaði að áminna forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, vegna þess að hann vildi undirbúa sig undir fund með henni í samráði við Ríkisendurskoðanda, vegna óskiljanlegrar reglugerðar sem kattafrúin setti um tannlækningar þeirra sem hafa meðfædda tanngalla.
Ekki þarf neitt að koma á óvart, sem frá Álfheiði kemur, enda konan fræg að endemum, utan ráðuneytis sem innan. Ef einhver ætti að fá áminningu vegna þessa máls, er það Álfheiður, fyrir óvandaða reglugerð og í framhaldi af því arfaslaka stjórnsýslu og dómgreindarskort með hótunarbréfinu um áminninguna.
Eftir að málið komst í hámæli, virðist Álheiður vera búin að sjá að sér, enda hefur hún sent frá sér yfirlýsingu, þar sem hún segist vonast til að málið fái farsælan endi og á þá væntanlega við farsælan endi fyrir sig sjálfa.
Það verður æ skiljanlegra hvers vegna Jóhanna er alveg orðin uppgefin við að reyna að smala Vinstri grænu köttunum, enda hlaupa þeir og stökkva mjálmandi og hvæsandi um allar trissur.
Þeir eru að því leyti öðruvísi en venjulegir heimiliskettir, að þeir virðast aldrei mala af vellíðan.
Vonar að málið fái farsælan endi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2010 | 07:24
Eru fjárkúgararnir farnir að skammast sín?
Ef þær fréttir eru réttar að Bretar og Hollendingar hafi látið þau boð út ganga, að þeir séu tilbúnir til nýrra Icesave viðræðna án þeirra skilyrða sem þeir hafa sett fram að þessu, þá eru það fyrstu merki þess að þessir ósvífnu fjárkúgarar séu byrjaðir að skammast sín fyrir ofbeldið, sem þeir hafa beitt saklausa íslenska skattgreiðendur.
Fram að þessu hefur verið ófrávíkjanlegt skilyrði af þeirra hálfu, að samningstekstinn frá því í desember stæði óbreyttur, en hugsanlegt væri að fallast á lægri vexti, sem er algerlega ólöglegt að skella á þjóðina, sem alls ekki er aðili að málinu.
Eins og venlulega ástundar Steingrímur J. sína opnu og gagnsæju stjórnsýslu með því að neita að tjá sig um málið, en stjórnarandstaðan stendur föst fyrir, eins og áður, en er reiðubúin til að halda til nýrra viðræðna, en er vonandi ekki tilbúin til að fórna hagsmunum þjóðarinnar í þágu erlendra kúgunarríkja.
Ef þetta eru merki um að fjárkúgararnir séu farnir að skammast sín, er tími til kominn að íslenskir samstarfsmenn þeirra, innan ríkisstjórnar og utan, geri það líka.
Falla frá einhliða skilmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
2.4.2010 | 22:31
Fórnfýsi björgunarsveitanna
Það verður að teljast stórfurðulegt að fólk skuli leggja í margra klukkutíma gönguferðir upp á hálendið eða leggja á jökla á bílum og hvers kyns öðrum farartækum, þrátt fyrir að veðurspá sé slæm og verður eru fljót að breytast til hins verra á þessum slóðum.
Alltaf þurfa björgunarsveitirnar að vera í viðbragðsstöðu vegna fólks, sem ekkert mark tekur á viðvörununum um slæmt veðurútlit og er þá sama hvort um er að ræða rjúpnaveiðimenn eða jökla- og hálendisfara. Þar að auki er margt af þessu fólki ekki klætt samkvæmt tilefninu og vanbúið að öllu öðru leyti.
Björgunarsveitirnar eru skipaðar sjálfboðaliðum, sem sjálfsagt vildu frekar eyða helgunum með fjölskyldum sínum, en að þurfa að fara á fjöll í hvernig veðri sem er og ekki láta þessir ferðalangar kostnaðinn af björgunaraðgerðunum ergja sig, að því er virðist.
Björgunarsveitirnar vinna ótrúlega erfitt og tímafrekt starf við að bjarga fólki, sem lendir í vandræðum, þrátt fyrir góðan búnað og vera vant fjallafólk, en lendir í ófyrirséðum vanda. Slíkt starf sveitanna er ómetanlegt, en það er nánast eins og misnotkun, að ætlast til að þær sjái um að halda fólki frá hálendi og jöklum þrátt fyrir slæmar veðurspár og viðvaranir um ferðalög.
Eftir að hafa fengið flutning til byggða, eða aðra aðstoð er vonandi að menn muni eftir að styrkja björgunarsveitirnar, enda eru þær að mestu reknar fyrir eigið aflafé og fórnfýsi.
Smala fólki af gossvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2010 | 18:12
Ótrúlega óörugg höfn í Rotterdam
Á síðustu og verstu tímum hryðjuverka hefur fólki verið talin trú um að öryggi í höfnum vesturlanda sé mikið og skip og gámar séu örugg, enda gæsla mikil og óviðkomandi ekki hleypt inn á hafnarsvæðin.
Þetta hefur afsannast rækilega í Rotterdam, sem er ein stærsla umskipunarhöfn Evrópu, en þar virðist hvaða óaldalýður sem er geta athafnað sig að vild og ráðist um borð í skipin, sem þar liggja.
Í þessu tilfelli var þó ekki um hættulega hryðjuverkamenn að ræða, heldur einungis ofstækisfulla umhverfisverndarsinna, sem halda að matur verði til af sjálfu sér í stórmörkuðum, en hafa aldrei komið sjálfir nálægt heiðarlegri vinnu.
Sem betur fer er Kristján Loftsson meiri baráttumaður en svo, að hann láti illa uppalinn og fáfróðan krakkahóp stöðva sig í að koma íslenskum matvælaafurðum á erlendan markað.
Hefur ekki áhyggjur af kjötinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2010 | 14:47
Fasteignaþjófarnir enn á ferðinni
Í rólegheitunum sem ríkja um hátíðarnar, ekki síst á Föstudaginn langa, nota glæpamenn tækifærið og fara ránshendi um annarra manna eigur, i þessu tilfelli fasteign á Vesturgötunni. Eins og margir aðrir siðblindingjar réttlætir þetta lið gerðir sínar með réttlæti og samúð með samborgurum sínum.
Þjófnaður er aldrei réttlætanlegur og yfirtaka á fasteignum annarra er ekkert annað en nytjastuldur og á að refsa fyrir, eins og hvern annan glæp, því eignarétturinn er helgur og algerlega óþolandi að utanaðkomandi óþokkar geti lagt undir sig eigur annarra refsilaust.
Ef hér er á ferðinni sami hópur og hefur studað þessa glæpastarfsemi áður, þá er staðfastur brotavilji hans orðinn slíkur að yfirvöld verða að fara bregðast harðar við, en hingað til hefur verið gert.
Ekkert réttlætir innbrot í húseignir borgarannna og enn verra er að reyna að stela húsunum í heilu lagi.
Svona háttarlag fámenns hóps síbrotamanna verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum.
Hústökufólk á Vesturgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)