Er hægt að ganga lengra í ósvífninni?

Tchenguiz bræður, sem voru meðal stærstu lántankenda Kaupþings banka, ætla sér að fara í mál við bankann, venga þess að hann hafi ekki stðaið nógu vel fjárhagslega, þegar bræðurnir tóku hundurð milljarða króna lán hjá honum.

Nú, þegar þeir geta ekki endurgreitt lánin, á að stenfa bankanum vegna þess að hann hafi komið þeim bræðrunum í klandur, með því að lána þeim allt of mikla peninga, sem þeim hafi ekki tekist að koma undan, vegna þess að bankinn ætlist til að þeir endurgreiði lánin.

Þeir bræður eru greinilega af sama sauðarhúsi og íslensku útrásarfélagar þeirra, Baugsfeðgar, og telja það skapa sér allherjartjón, að ætlast sé til að þeir endurgreiði lán, sem þeir hafa fengið, en eins og allir vita, þá hafa íslenskir útrárarrugludallar aldrei greitt eina krónu til baka af peningum se3m þeir hafa fengið lánaða og telja reyndar ómannúðlega framkomu gagnvart sér, að gera kröfu um slíkt.

Vonandi tapa þessir rugludallar öllum sínum málum gegn bankanum og lenda á sama stað að lokum og félagar þeirra, þ.e. á bak við lás og slá.


mbl.is Tchenguiz-bræður undirbúa mál gegn Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mér finnst bara gott að tekið sé til í þessum rugl-bankamálum.

Betra er seint en aldrei. Ekki höfum við Íslendingar slæma samvisku, og þurfum þess vegna ekkert að óttast? M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2010 kl. 00:36

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Fínt að fá þessa kæru - þá er unnt að taka upp öll þeirra viðskipti við bankann

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.4.2010 kl. 04:54

3 identicon

Þetta er álíka og að dubba upp einn helsta áhrifamann á Íslandi upp í ritstjóra Morgunblaðsins þar sem hann reynir að breiða yfir eigin mistök og getuleysi í starfi með því að ausa galli yfir núverandi stjórnvöld sem reyna að hreinsa upp eftir hann skítinn og klína hruninu á illa útlendinga. Það finnst mér ósvífni af verstu sort, en verra finnst mér að sjá fjöldann allan af bloggurum lepja upp delluna.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 09:42

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sigurður, hverju stal Davíð ?

Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2010 kl. 12:12

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það þarf enginn að ausa galli yfir núverandi stjórn - hún sér um það sjálf -

Þér til fróðleiks Sigurður þá hófst hrunið ekki hér -  það þarf mjög yfirgripsmikla vanþekkingu til þess að komast að þinni niðurstöðu.

Ótti þinn við Davíð er skiljanlegur - sá öflugi maður bar af í stjórnmálum í langan tíma og víst er um það að enginnandstæðingur hans í fortíð nútíða eða framtíð kemur nokkru sinni til með að rísa jafnhátt og afreka jafn mikið í þágu lands og þjóðar.

Og ég spyr eins og Hrólfur - Hverju stal Davíð??

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.4.2010 kl. 14:30

6 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Davíð Oddson er ekki þjófur,það er ekki einfaldara enn það! Og þessi mál flutningur hjá Sigurði er bara venjlegt kjaftæði manns sem er mataður á rugli. Og þessir bræður, já þeir hafa svipaða siðferðiskend og hreisi kettir.

Þórarinn Baldursson, 4.4.2010 kl. 15:36

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Enginn getur fullyrt án sannana, hver stal hverju og hver gerði hvað?

Það skiptir ekki höfuð-máli hver á í hlut, það þarf að fara ofan í kjölinn á öllum þessum málum og leiðrétta. Sannanir þarf til að úrskurða.

Heiðarlega dómstóla verðum við að hafa til að leiðrétta?

Þetta er þvílík pólitísk rugl-svika-flækja að við þurfum alþjóðlega óháða dómstóla (ef þeir eru til í veröldinni?) til að koma með sitt sjónarhorn inn í myndina! Öðruvísi fáum við ekki heildarmyndina í þessu uppgjörs-púsluspili held ég. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2010 kl. 15:46

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég hélt að það hefði orðið pínlegt stafarugl í þessari frétt:  hefði átt að standa:  "Ísland undirbýr málshöfðun á hendur Tchenguiz bræðrum!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 4.4.2010 kl. 15:53

9 identicon

Gott dæmi um ósvífni og hræsni er ákveðin elli-smellur sem gólar hátt : "allt er öðrum að kenna en mér" eftir að hafa setið aldarÞRIÐJUNG á þingi.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 16:58

10 Smámynd: Hlynur Jörundsson

Sko .... þetta er einfalt ... fyrst gengur þú úr skugga um að þú sért ekki saksóttur .... svo stefnir þú til skaðabóta. Eða ef þú ert saksóttur þá stefnir þú til skaðabóta.

Hvernig getið þið verið hissa ? Jafnvel fyrrum bankastarfsmenn sem settu bankana á hausinn fara í bótamál vegna tekjumissis af væntum tekjum ef svikamillan hefði gengið lengur.

Davíð er aukaatriði, hann er bara kjáni sem sá ekki hvernig lá í málum og hélt hann vissi hvað hann væri að gera.

Eina raunverulega spurningin er " Af hverju eru rannsóknir ekki á lokastigi og af hverju er verið að svæfa málin ?"

Jafnvel erlendir bloggarar eru farnir að spyrja þessara spurninga sem íslendingar spyrja ekki.

Ólafur Ingi ... þetta virkar ekki þannig ... sjáðu bara til.

Hlynur Jörundsson, 4.4.2010 kl. 18:01

11 identicon

Og þessir bræður, já þeir hafa svipaða siðferðiskend og hreisi kettir.................

The Pan calling the Kettle black......!!!!

Fair Play (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband