Ótrúlega óörugg höfn í Rotterdam

Á síðustu og verstu tímum hryðjuverka hefur fólki verið talin trú um að öryggi í höfnum vesturlanda sé mikið og skip og gámar séu örugg, enda gæsla mikil og óviðkomandi ekki hleypt inn á hafnarsvæðin.

Þetta hefur afsannast rækilega í Rotterdam, sem er ein stærsla umskipunarhöfn Evrópu, en þar virðist hvaða óaldalýður sem er geta athafnað sig að vild og ráðist um borð í skipin, sem þar liggja.

Í þessu tilfelli var þó ekki um hættulega hryðjuverkamenn að ræða, heldur einungis ofstækisfulla umhverfisverndarsinna, sem halda að matur verði til af sjálfu sér í stórmörkuðum, en hafa aldrei komið sjálfir nálægt heiðarlegri vinnu.

Sem betur fer er Kristján Loftsson meiri baráttumaður en svo, að hann láti illa uppalinn og fáfróðan krakkahóp stöðva sig í að koma íslenskum matvælaafurðum á erlendan markað.


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af kjötinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þyrftum að eiga marga Kristjána Loftsyni.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.4.2010 kl. 19:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, og gott væri að hafa þó ekki væri nema einn af hans líkum í ríkisstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2010 kl. 20:14

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Eru ekki "hans líkar" búnir að koma nógu óorði á landið, og kannski ekki það sem þurfti akkúrat núna, það er nefnilega þannig að sama í hvaða bransa verið er í, þá hefur álit umheims meira að segja en mörgum líkar, nú er það því miður svo að áróður gegn hvalveiðum er löngu búinn að sigra "áróðurstríðið" sama hvað mér, þér eða ykkur finnst,  þannig að sama hversu baráttumaður "hins illa" er góður þá svertir þetta bara núþegar afleitt álit landsins enn meir og það á ögurstundu, þetta er raunveruleikinn, svo má eflaust finna fullt af ábyrgum aðilum fyrir því að áróðursstríðið tapaðist, en það breytir engu það er tapað.

Kristján Hilmarsson, 2.4.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Áróðursstríðið er alls ekki tapað, því Alþjóða hvalveiðiráðið er farið að ræða að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2010 kl. 21:17

5 identicon

Kristján Loftsson er alvörumaður sem tekur þátt í atvinnulífinu af lífi og sál, bæði á skrifstofu sem á planinu í Hvalfirði. Ef að silkihúfurnar sem stjórnuðu bönkunum fyrir hrun hefðu bara haft snefil af hans atorku og elju, þá væri ekki komið fyrir okkur eins og komið er nú í dag. 

Gleðilega páska.

http://www.youtube.com/watch?v=rDk0RmgmMzA

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 21:42

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Rafn ! það er hárrétt, sem gamall gaflari man ég vel eftir Lofti Bjarnasyni pabba hans og þeim umsvifum sem hann hafði bæði í Hvalfirði og Hafnarfirði og hafa afkomendur hans greinilega rekið fyrirtækin vel áfram, enda setti ég "hans líkar" milli gæsalappa, en var bara að reyna fá ykkur til að sjá, hversu súrt sem það nú er, hvernig þetta lítur út með "blekktum" augum umheimsins, auðvitað eru flest þessi umhverfissamtök (með örfáum undantekningum) bara í gangi til að afla tekna og þaðan aftur til að fullnægja ofstækiskenndum skoðunum meðlimanna sem aftur eru ekki svo "fáfróð" sem þú heldur Axel, heldur spila þau inn á "fáfræði" fjöldans sem heldur að "matur verði til af sjálfu sér", þannig er bara staðan í dag sama hvort Alþjóða Hvalveiðiráðið sé að gefa eitthvað eftir eða ekki.

Svo sama hvað, þá var þetta ekki gott akkúrat núna fyrir orðstýr Íslands, þökk sé þessum hópi þarna í Rotterdam, þau vissu alveg upp á hár hvað þau voru að gera, fá umfangsmikla umfjöllun=meiri peninga í kassann, svo kannski með það fyrir augum væri kannski best að leysa flutningsvandamálið á þessu kjöti til Japans sem mest í kyrrþey.

Gleðilega Páska til ykkar líka :)

Kristján Hilmarsson, 3.4.2010 kl. 08:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilegt, að þessir öfgamenn í Rotterdam eiga sér samverkamenn hér á landi, sem njósnað hafa um útflutninginn á kjölinu.  Sorglegt að það skuli finnast fólk, sem vinnur leynt og ljóst gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar.

Gleðilega Páska.

Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband