Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Opinberar stuðningsaðgerðir hérlendis eru engar

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, telur efnahagsástand heimsins afar brothætt ennþá og vegna lítillar almennrar eftirspurnar í hagkerfunum, ríði á að opinberir aðilar haldi áfram að gefa atvinnulífinu blóð, til þess að lífga sjúklinginn við.

Haft er eftir Strauss-Kahn:  „Í flestum ríkjum er hagvöxturinn enn drifinn áfram af aðgerðum ríkisvaldsins.“ Sagði hann að á meðan eftirspurn á almennum markaði væri jafn veik og raun beri vitni þá eigi ekki að hætta opinberum aðgerðum.
Varaði Strauss-Kahn við því að hætta væri á annarri niðursveiflu ef opinberum aðgerðum væri hætt of snemma."

Þessi varnaðarorð hans eiga reyndar ekki við um Ísland, því hérlendis hefur hið opinbera alls ekki gert handtak, til þess að örva atvinnulífið, heldur þvert á móti barist gegn öllum tilraunum, sem reyndar hafa verið til þess að örva útflutningsatvinnuvegina.

Íslensk yfirvöld hafa unnið þveröfugt við öll önnur yfirvöld á vesturlöndum og ekki verður ástandið beysið, hér á landi, ef önnur niðursveifla lætur á sér kræla á næstunni.

Ef til vill er ríkisstjórnarnefnan að bíða eftir nýjum skelli, til þess að geta gripið þá til einhverra aðgerða og slá þannig tvær flugur í einu höggi.


mbl.is Varar við annarri niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir norðurlöndunum komið

Það kom fram í frétt í morgun, sem bloggað var um hérna að það er algerlega ákvörðun norðurlandanna, hvort haldið verður áfram með efnahagsáætlun Íslands og AGS, því það eru þau, sem skilyrða lánveitingar sínar algerri uppgjöf Íslands gagnvart þvingunum Breta og Hollendinga.

Í raun hafa norðurlöndin svipt Ísland fullveldi sínu, eða eins og fram kom í fréttinni í morgun, er haft eftir Kreamer, hjá Standard & Poors, matsfyrirtækinu:  "Bloomberg hefur jafnframt eftir honum að ef að stjórnvöld á Norðurlöndum telji að þau lög um ríkisábyrgð sem nú eru í gildi standist ekki skilyrði þeirra þá þyrftu íslensk stjórnvöld að semja á ný við AGS um útfærslu efnahagsaðstoðarinnar."

Íslendingar verða að snúa bökum saman til að endurheimta fullveldið.  Jón Sigurðsson myndi örugglega snúa sér við í gröfinni, ef Íslendingar myndu lyppast niður núna og gefast upp fyrir erlendu kúgunarvaldi.

Svarið er NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurlönd hafa svift Ísland fullveldi sínu

Æ betur er að koma í ljós, að það eru stjórnir norðurlandanna, en ekki íslenska ríkisstjórnin, sem ráða ferðinni í sambandi við ánauðarsamninginn við Breta og Hollendinga.  Engin skýring hefur komið frá íslenskum stjórnvöldum á því, hvenær eða hversvegna norðurlöndin sviptu Ísland í raun fullveldi sínu.

Moritz Kreamer hjá Standard og Poors, lánshæfismatsfyrirtækinu, uppljóstrar þetta, sem alla var farið að gruna, í samtali við Bloomberg, en þar er haft eftir honum:  "Kraemer bendir ennfremur á að lánasamningar Íslands og Norðurlanda séu ekki hefðbundnir tvíhliða samningar heldur velti lánafyrirgreiðslan á því að samkomulag við bresk og hollensk stjórnvöld náist."

Síðan er hnykk á með þessu:  "Bloomberg hefur jafnframt eftir honum að ef að stjórnvöld á Norðurlöndum telji að þau lög um ríkisábyrgð sem nú eru í gildi standist ekki skilyrði þeirra þá þyrftu íslensk stjórnvöld að semja á ný við AGS um útfærslu efnahagsaðstoðarinnar."

Semsag, ef íslensk lög um ríkisábyrgð standast ekki skilyrði norðurlandanna, þá þarf að semja við AGS á ný um útfærslu mála.  Þar með hefur fullveldið í raun verið tekið af Íslendingum og norðulöndin hafa tekið efnahagslega stjórn landsins í sínar hendur.

Þar með er deilan um skuldir Landsbankans orðin að baráttu fyrir endurheimt fullveldis íslensku þjóðarinnar og í þeirri baráttu má enginn láta sitt eftir liggja.

Fyrsta skrefið er að segja risastórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Lánshæfishorfur ríkisins versna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur umskiptingur

Steingrímur J., hefur sannað enn einu sinni, að hann er umskiptingur, eins og sá í þjóðsögunni.

Enginn hefur skipt eins gjörsamlega um skoðun og hann í öllum helstu málum og er að verða verðugt verkefni, að halda saman ýmsum gullkornum, sem frá honum hafa komið undanfarin ár.

Eitt sem frá honum kom í stjórnarandstöðunni, hefur nú ræst á honum sjálfum í ráðherraembætti, en það er úr viðtali á RUV frá október 2008 og ýmsir hafa rifjað upp, en fréttin hljóðaði svo:

"Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna.

 

Pétur Blöndal sagði í hádeginu í dag að einungs fjárkröfur Breta og Hollendinga væru margfalt hærri en þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar voru neyddir til að greiða í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Grófir útreikningar bendi til þess að þær hafi numið um einni milljón króna á hvern Þjóðverja. Þær lögðust þungt á þýskt efnahagslíf, verðbólgan magnaðist og atvinnuleysir jókst gríðarlega.

Steingrímur segir, eins og Pétur, að Íslendingar eigi að spyrna gegn kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gera ráð fyrir að gjaldeyrislán sé háð því að samið verði við Breta. Íslendingar hafi uppfyllt allar lagalegar skyldur og tilskipanir Evrópusambandsins um innlánstryggingarkerfi. Íslendingar eigi ekki að láta undan kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því þeim beri ekki skylda að greiða tapið vegna Icesave-reikninganna."

Nú, þegar Steingrímur J. verður tvísaga um að engin mál séu of flókin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, verður það, ásamt hvatningaroðunum frá október 2008, sennilega til þess að uppreisn geti brotist út, gegn áformum hans sjálfs og ríkisstjórnarinnar um að svíkja þjóðina í tryggðum.´

Þessum umskiptingi verður ekki bjargað úr þessu, þó það hafi tekist í þjóðsögunni.


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingur

Ástandið á Haiti er hreinn hryllingur, eins og hann gerist verstur, enda segja fulltrúar SÞ, að þetta séu mestu hamfarir, sem stofnunin hafi komið að, frá stofnun.

Ástandið er slíkt, að úr fjarlægð er varla hægt að ímynda sér hverslags hrylling fólkið þarna þarf að búa við, algerlega matar-, vatns- og bjargarlaust.  Varla nokkurt stjórnskipulag er fyrir hendi lengur og allar grunnstoðir samfélagsis þarf að byggja upp á ný, þannig að ástandið á Haiti mun verða áratugi, að jafna sig á þessu áfalli og var þó ástandið ekki burðugt fyrir. 

Nánast árlega dynja fellibyljir yfir eyjuna og valda stórkostlegum skaða.  Enginn fellibylur gekk yfir á síðasta ári og var fólk rétt að jafna sig eftir síðasta fellibylinn, sem olli miklum eyðileggingum árið 2008, þegar þessi ósköp dundu yfir. 

Erfiðleikar Íslendinga, eftir bankahrunið, er hjóm eitt, í samanburði við þá skelfingu, sem Haitibúar þurfa að takast á við og barlómur hérlendra nánast hjákátlegur, í samhengi við raunverulega erfiðleika, sem aðrir þurfa að glíma við.

Það er þó ljósið í myrkrinu, að Íslendingar voru fljótir að bregðast við og urðu fyrstir til að senda hjálparsveit á svæðið og hafa styrkt hjálparstarfið fjárhagslega, eftir bestu getu.

Af því geta Íslendingar verið stoltir.


mbl.is Eins og eftir heimsendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið mannval

Nú er búið að birta endanlegan lista frambjóðenda fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer um næstu helgi.

Listinn samanstendur af glæsilegum fulltrúum flokksins og erfitt verður að raða fólkinu á listann, en í flestum tilfellum eru fleiri en einn, sem sækjast eftir sama sæti.

Enginn býður sig þó fram gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, enda nýtur hún mikils trausts og stuðnings til áframhaldandi forystu fyrir flokknum í Reykjavík og fylgis, langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins, til áframhaldandi borgarstjórastarfs.

Vonandi verður mikil og góð þátttaka í prófkjörinu, sem boðar upphaf kosningabaráttunnar.


mbl.is Átján í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttin fer í hring

Í morgun klukkan elefu birti mbl.is Þessa frétt af því að Björgólfur Thor væri að missa yfirráð yfir lyfjarisanum Actavis.  Í kvöld birtir Stöð 2 sömu frétt, lítið breytta.  Stuttu seinna kemur fréttin aftur á mbl.is og er þá fréttin höfð eftir Stöð 2. 

Þannig hefur fréttin farið heilan hring og sá fréttamaður, sem er á vakt á mbl.is hefur greinilega ekki fylgst með eigin fréttamiðli í dag.

Burtséð frá þessum skringilega fréttaflutningi, þá er þetta dapurleg frétt, því með því að Deutche Bank yfirtaki meirihluta í félginu, minnkar sá hlutur, sem hugsanlega hefði verið hægt að gera upptækan í ríkissjóð, ef rannsóknir og dómar féllu á þann veg í framtíðinni.

Hverning sem eignarhaldinu verður háttað í framtíðinni, er eftirsóknarvert að halda höfuðstöðvum fyrirtækinsins áfram á Íslandi.


mbl.is Björgólfur að missa Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklir menn erum vér

Jón Ásgeir er ekki aldeilis af baki dottinn og berst nú með kjafti og klóm fyrir niðurfellingu stórs hluta skulda 1998 ehf. til þess að geta náð aftur yfirráðum yfir Högum hf.

Til réttlætingar þess að hann og félagar fái fyrirtækið á silfurfati, segir hann:  „Ég held að þessi hópur sem gerir tilboðið – lykilstarfsmenn, Jóhannes og Malcolm Walker – sé best fallinn til þess að reka félagið og greiða upp skuldir þess. Í þessum hópi eru bestu rekstrarmenn í verslun á Íslandi.

Ekki verður annað sagt, en að hann sé gamansamur, hann Jón Ásgeir, því þessir bestu rekstrarmenn í verslun á Íslandi, fóru í gífurlega útrás með verslunarrekstur sinn og hafa tapað hundruðum, eða þúsundum, milljarða króna á því ævintýri öllu og líklega ekki eitt einasta íslenskt eða erlent félag, sem þeir hafa yfirráð ennþá.

Í þessum úrdrætti fréttarinnar á mbl.is lætur Jón Ásgeir líta út fyrir að hann sjálfur komi hvergi nærri þessu "tilboði" í Haga, heldur séu þar á ferð snillingarnir Jóhannes Jónsson og Malcolm Walker.  Í heildarfréttinni í Mogganum, mismælir Jón Ásgeir sig hinsvegar a.m.k. tvisvar, þegar hann segir "við", þegar hann talar um mestu snilligna verlunarsögu landsins.

Já, miklir menn erum vér.

 


mbl.is Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI, NEI, og aftur NEI

Ef markmið Steingríms J. og hinnar þverpólitísku "samninganefndar" á að vera það eitt, að væla út örlitla lækkun á vöxtum af skuld, sem íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að greiða, þá er betra heima setið, en af stað farið.

Nýr samningur verður að byggjast á þeim íslensku lögum og tilskipunum ESB um tryggingasjóði innistæðueigenda, en ekki á því að sætta sig endanlega við kúgun og yfirgang Breta, Hollendinga, noðurlandanna, ESB og AGS.  Lágmarkskrafa er, að "samningur" byggist á lögvörðum réttindum Íslendinga, en ekki einungis um vexti af greiðslum til fjárkúgara.

Íslenskur almenningur verður að láta vel frá sér heyra um þessa nýjustu hugmynd að uppgjafarskilmálum og krefjast þess að alls ekki verði "samið" á þessum nótum og þjóðaratkvæðagreiðslan slegin af á svo aumingjalegum forsendum.

Kúgurunum mun ekki vaxa neinn skilningur á einarði afstöðu Íslendinga, nema lögin verði felldu úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni með einu stóru NEI.


mbl.is Myndu stefna á lægri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beiskur drykkur og baneitraður

Steingrímur J. upplýsti félaga sína í VG á flokkstjórnarfundi, að ofríki Breta og Hollendinga byggðist ekki á lagalegum grunni, væri óréttlátt og hrein kúgun, en betra væri að drekka þann drykk, en deyja úr þorsta.

Drykkurinn er vissulega beyskur, en það sem er verra, er að hann er eitraður og leiðir til dauða á skömmum tíma.  Þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé eins gott að deyja strax úr þorsta, frekar en kveljast af eitrinu og þola langvarandi og kvalafullan dauðdaga.

Stæðu menn frammi fyrir þeim afarkostum að láta hengja sig, eða kvelja til dauða, myndu flestir velja henginuna.


mbl.is Betra en að deyja úr þorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband