Mikið mannval

Nú er búið að birta endanlegan lista frambjóðenda fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer um næstu helgi.

Listinn samanstendur af glæsilegum fulltrúum flokksins og erfitt verður að raða fólkinu á listann, en í flestum tilfellum eru fleiri en einn, sem sækjast eftir sama sæti.

Enginn býður sig þó fram gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, enda nýtur hún mikils trausts og stuðnings til áframhaldandi forystu fyrir flokknum í Reykjavík og fylgis, langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins, til áframhaldandi borgarstjórastarfs.

Vonandi verður mikil og góð þátttaka í prófkjörinu, sem boðar upphaf kosningabaráttunnar.


mbl.is Átján í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Miðað við framboðið verður hörð barátta um neðstu sætin. Svo verður Hanna Birna á toppnum. Furðulegt metnaðarleysi í stórum flokki að aðeins einn stefni á toppinn. Hélt að í hópi sem samanstendur af "glæsilegum fulltrúum flokksins" væri kannski einhver metnaður. Svo er ekki. Maurahjörðin eltir alltaf forustumaurinn, sama á hvaða leið hann er. Til gæfu eða glötunar. Skiptir ekki máli.

Ursus, 16.1.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þegar foringinn er jafn góður leiðtogi og Hanna Birna er, þá er engin ástæða fyrir aðra að fara í toppslaginn.

Það verður hörð barátta um öll sætin og þegar upp verður staðið verða allir sigurverar, en engir taparar, því þegar svo margt hæfileikafólk keppir, verð allir ósárir í lokin.

Annars er yfirleitt gott skipulag á maurabúum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2010 kl. 20:36

3 identicon

Þetta heitir bara metnaðarleysi og ekkert annað. Við vinnum aldrei kosningar með svona litlausa hjörð. Ekki séns. Borgin er töpuð nú þegar því miður.

Sigurður Már (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Við erum ekki farnir að sjá lista hinna flokkanna.

Áreiðanlega þarf þessi góði hópur ekki að kvíða þeim samanburði.

Spyrjum að leikslokum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2010 kl. 21:09

5 Smámynd: Ursus

Sama moðsuðan í öllum pottum. Besta fólkið heldur sér í ljósára fjarlægð frá pólitík. Engin furða.

Ursus, 16.1.2010 kl. 21:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjóði hinir flokkarnir upp á moðsuðu, velur fólk að sjálfsögðu kræsingar Sjálfstæðisflokksins.

Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2010 kl. 21:25

7 Smámynd: Ursus

Það sem einn kallar kræsingar, fúlsa aðrir við. Kjósendur eru matvandir. Menu D flokksins heillar bara maurana. Þeir hugsa ekki, fylgja ávallt foringjanum í blindni. Það er í genunum. Að hugsa ekki. 

Ursus, 16.1.2010 kl. 21:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Meðan aðrir eins hugsuðir og þú, þora ekki að koma út úr (nafna-) skápnum, verður þjóðin að láta sér þá duga, sem þora.

Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2010 kl. 21:47

9 Smámynd: Ursus

Rétt er þetta hjá þér að nokkru marki. Nú  ertu svolítið reiður. Eru skeytin mín að hitta á viðkvæma sálarkviku? Getur verið að íhaldið sé með pínulítið samviskubit? Á landsvísu? Mitt nafn skiptir engu máli í erfiðleikum þjóðarinnar, eða borgarinnar. Ég er bara atkvæði með skoðun.

Ursus, 16.1.2010 kl. 22:03

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eki veit ég til þess, að íhaldið þurfi að hafa nokkurt samviskubit og ekki er mín sálarkvika viðkvæm, hvað þá að hægt sé að reita hana til reiði, með algerlega órökstuddum, almennum skammarræðum um menn og málefni.

Fólk hefur skoðanir og greiðir atkvæði.  Atkvæðið sjálft tekur ekki frá því ráð og rænu.

Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2010 kl. 22:19

11 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Eitthvað virðast skeyti ursusar hitta á viðkvæma bletti.Enda er sjálfstæðisflokkurinn með allt niður um sig bæði í borgar og landsmálum.Ef þú villt þá getum við rifjað ýmislegt upp.

Það er til dæmis fínt að byrja á því að spyrja hvað líði endurgreiðslum á FL styrknum?

Eigum við að halda áfram?

Það er nóg fyrir hina flokkana að bjóða fram leikskólabörn ( með fullri virðingu fyrir þeim) til þess að vinna þessar kosningar.

Sveinn Elías Hansson, 17.1.2010 kl. 00:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ætli endurgreiðslurnar séu ekki á því róli, sem gert var ráð fyrir.  Hvað hafa hinir flokkarnir og frambjóðendur þeirra endurgreitt mikið af sínum styrkjum?  Annars var það gangur lífsins, hjá öllum flokkum, að lifa á fyrirtækjastyrkjum, þangað til þeir komu sér á ríkisjötuna og öðruvísi gátu þeir ekki rekið sig.  Þetta vissu allir, svo alveg er óskiljanlegt, að verið sé að gera veður út af þessu, eftirá.

Með fullri virðingu fyrir hinum flokkunum, þá haga þeir sér oft alveg eins og leikskólabörn, en þannig munu þeir ekki vinna neinar kosningar.

Axel Jóhann Axelsson, 17.1.2010 kl. 03:29

13 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Viðkvæmt er málið með fl styrkinn. Engin svör. Það var FL-okkurinn sem sagðist ætla að endurgreiða, hvernig stendur málið?

Eigum við að rifja upp heilindi FL-okksins þegar hann yfirbauð allt til að komast aftur til valda í Reykjavík, eða kanski Rei málið????

Þessum FL-okki er ekki treystandi fyrir sjálfum sér einusinni.

Sveinn Elías Hansson, 17.1.2010 kl. 09:33

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sveinn, lestu betur fyrra svar, þar sagði að endurgreiðslan væri sjálfsagt á þeirri áætlun, sem búið var að tilkynna.  Annars veit ég ekki meira um endurgreiðslurnar en þú, enda fannst mér aldrei neitt sérstakt um þessa styrki, eða aðra, því eins og áður sagði var þetta hefðbundin leið flokkana til þess að fjármagna sig.

Endilega rifjaður upp Reimálið, því þá rennur upp fyrir þér, að það voru einmitt Sjálfstæðismenn, sem stoppuðu það mál af.  Það voru svokallaðir sexmenningar í flokknum, enda slitnaði upp úr þáverandi meirihluta í framhaldi af því. 

Þátttaka í pólitík snýst um að hafa áhrif, það er takmark allra flokka og því er auðvitað allt kapp lagt á, að mynda meirihluta með öðrum flokkum, náist ekki hreinn meirihluti í kosningum. 

Vonandi fær D-listinn hreinan meirihluta í komandi kosningum.  Það yrði Reykvíkingum fyrir bestu.  Ekki hefur stjórn hinna flokkanna verið gæfuleg.

Axel Jóhann Axelsson, 17.1.2010 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband