Fréttin fer í hring

Í morgun klukkan elefu birti mbl.is Þessa frétt af því að Björgólfur Thor væri að missa yfirráð yfir lyfjarisanum Actavis.  Í kvöld birtir Stöð 2 sömu frétt, lítið breytta.  Stuttu seinna kemur fréttin aftur á mbl.is og er þá fréttin höfð eftir Stöð 2. 

Þannig hefur fréttin farið heilan hring og sá fréttamaður, sem er á vakt á mbl.is hefur greinilega ekki fylgst með eigin fréttamiðli í dag.

Burtséð frá þessum skringilega fréttaflutningi, þá er þetta dapurleg frétt, því með því að Deutche Bank yfirtaki meirihluta í félginu, minnkar sá hlutur, sem hugsanlega hefði verið hægt að gera upptækan í ríkissjóð, ef rannsóknir og dómar féllu á þann veg í framtíðinni.

Hverning sem eignarhaldinu verður háttað í framtíðinni, er eftirsóknarvert að halda höfuðstöðvum fyrirtækinsins áfram á Íslandi.


mbl.is Björgólfur að missa Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband