Opinberar stuðningsaðgerðir hérlendis eru engar

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, telur efnahagsástand heimsins afar brothætt ennþá og vegna lítillar almennrar eftirspurnar í hagkerfunum, ríði á að opinberir aðilar haldi áfram að gefa atvinnulífinu blóð, til þess að lífga sjúklinginn við.

Haft er eftir Strauss-Kahn:  „Í flestum ríkjum er hagvöxturinn enn drifinn áfram af aðgerðum ríkisvaldsins.“ Sagði hann að á meðan eftirspurn á almennum markaði væri jafn veik og raun beri vitni þá eigi ekki að hætta opinberum aðgerðum.
Varaði Strauss-Kahn við því að hætta væri á annarri niðursveiflu ef opinberum aðgerðum væri hætt of snemma."

Þessi varnaðarorð hans eiga reyndar ekki við um Ísland, því hérlendis hefur hið opinbera alls ekki gert handtak, til þess að örva atvinnulífið, heldur þvert á móti barist gegn öllum tilraunum, sem reyndar hafa verið til þess að örva útflutningsatvinnuvegina.

Íslensk yfirvöld hafa unnið þveröfugt við öll önnur yfirvöld á vesturlöndum og ekki verður ástandið beysið, hér á landi, ef önnur niðursveifla lætur á sér kræla á næstunni.

Ef til vill er ríkisstjórnarnefnan að bíða eftir nýjum skelli, til þess að geta gripið þá til einhverra aðgerða og slá þannig tvær flugur í einu höggi.


mbl.is Varar við annarri niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband