Undir norðurlöndunum komið

Það kom fram í frétt í morgun, sem bloggað var um hérna að það er algerlega ákvörðun norðurlandanna, hvort haldið verður áfram með efnahagsáætlun Íslands og AGS, því það eru þau, sem skilyrða lánveitingar sínar algerri uppgjöf Íslands gagnvart þvingunum Breta og Hollendinga.

Í raun hafa norðurlöndin svipt Ísland fullveldi sínu, eða eins og fram kom í fréttinni í morgun, er haft eftir Kreamer, hjá Standard & Poors, matsfyrirtækinu:  "Bloomberg hefur jafnframt eftir honum að ef að stjórnvöld á Norðurlöndum telji að þau lög um ríkisábyrgð sem nú eru í gildi standist ekki skilyrði þeirra þá þyrftu íslensk stjórnvöld að semja á ný við AGS um útfærslu efnahagsaðstoðarinnar."

Íslendingar verða að snúa bökum saman til að endurheimta fullveldið.  Jón Sigurðsson myndi örugglega snúa sér við í gröfinni, ef Íslendingar myndu lyppast niður núna og gefast upp fyrir erlendu kúgunarvaldi.

Svarið er NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Í raun hafa norðurlöndin svipt Ísland fullveldi sínu

Er þetta ekki fulllangt gengið að segja að Ísland sé svipt fullveldi af því að nágrannar vilja ekki lána okkur.  Af hverju þurfum við þessi lán?  Hvers vegna erum við í verri kreppu en aðrar þjóðir?

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 13:29

2 identicon

Það eru helst svíar sem standa í okkar vegi, vegna þess að þeir eru i svipaðri deilu við lettland, eða litháen, og vilja ekki frodæmi íslendinga þess efnis að þeir litlu sem skulda geta haft einhvern rétt ganvart skuldunautum.

joi (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 13:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andri, lestu blálitaða textann hér fyrir ofan.  Íslensk lög um ríkisábyrgð til handa Bretum og Hollendingum, verða að standast skilyrði þeirra, þ.e. norðurlandanna. 

Geta afskipti af stjórn annars ríkis orðið mikið meiri?

Varla, nema með hernaðarinnrás.

Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2010 kl. 14:06

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Axel,

Ef þú ferð og biður um lán getur bankinn sett sín skilyrði, ef þér líkar ekki skilyrðin segir þú bara nei takk. Þú hefur ekki misst sjálfræðið eingöngu af því að þér líkar ekki skilyrðin. 

Ríkisstjórnir annarra landa eru fyrst og fremst að tryggja hag sinna skattgreiðenda og tryggja viðskiptasambönd við helstu nágrannaþjóðir.   Enginn erlendis hefur minnsta áhuga á að skipta sér af innlendum málum hér á landi, það væri algjör tímasóun af þeirra hálfu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 14:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lánin frá norðurlöndunum og AGS áttu að vera liður í efnahagssamstarfi Íslands og AGS og samkvæmt því sem AGS segir á ekki að blanda þeirri efnahagsuppbyggingu saman við Icesave.

Það eru norðurlöndin hins vegar að gera, með afskiptum sínum af íslenskri lagasetningu um Icesave málið.  Verði sú lölggjöf ekki í anda uppgjafarskilmála gagnvart kúgurunum, munu þeir ekki lána okkur.  Ekki ætla norðulöndin heldur að styðja okkur í að fá viðurkennda lagalega réttarstöðu Íslands, en enginn vafi er á því, að ríkisábyrgð á ekki og má ekki vera á tryggingasjóðum innistæðueigenda.  Hefði verið gert ráð fyrir slíkri ríkisábyrgð í tilskipunum ESB, þyrfti ekki að vera að lögleiða hana núna.

Bankastjóri neitar um lán, uppfylli maður ekki almenn skilyrði fyrir lántökunni.  Hann færi varla að setja þau viðbótarskilyrði fyrir láni, að maður tæki að sér að borga einnig lán einhvers óskylds aðila, sem maður hefði ekki komið nálægt að stofna til og bæri engin lagaleg skylda til að greiða.

Reyndi bankastjórinn að troða slíkum viðbótarábyrgðum inn í lánasamninginn, myndi maður að sjálfsögðu afþakka lánið.

Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband