Ótrúlegur umskiptingur

Steingrímur J., hefur sannað enn einu sinni, að hann er umskiptingur, eins og sá í þjóðsögunni.

Enginn hefur skipt eins gjörsamlega um skoðun og hann í öllum helstu málum og er að verða verðugt verkefni, að halda saman ýmsum gullkornum, sem frá honum hafa komið undanfarin ár.

Eitt sem frá honum kom í stjórnarandstöðunni, hefur nú ræst á honum sjálfum í ráðherraembætti, en það er úr viðtali á RUV frá október 2008 og ýmsir hafa rifjað upp, en fréttin hljóðaði svo:

"Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna.

 

Pétur Blöndal sagði í hádeginu í dag að einungs fjárkröfur Breta og Hollendinga væru margfalt hærri en þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar voru neyddir til að greiða í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Grófir útreikningar bendi til þess að þær hafi numið um einni milljón króna á hvern Þjóðverja. Þær lögðust þungt á þýskt efnahagslíf, verðbólgan magnaðist og atvinnuleysir jókst gríðarlega.

Steingrímur segir, eins og Pétur, að Íslendingar eigi að spyrna gegn kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gera ráð fyrir að gjaldeyrislán sé háð því að samið verði við Breta. Íslendingar hafi uppfyllt allar lagalegar skyldur og tilskipanir Evrópusambandsins um innlánstryggingarkerfi. Íslendingar eigi ekki að láta undan kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því þeim beri ekki skylda að greiða tapið vegna Icesave-reikninganna."

Nú, þegar Steingrímur J. verður tvísaga um að engin mál séu of flókin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, verður það, ásamt hvatningaroðunum frá október 2008, sennilega til þess að uppreisn geti brotist út, gegn áformum hans sjálfs og ríkisstjórnarinnar um að svíkja þjóðina í tryggðum.´

Þessum umskiptingi verður ekki bjargað úr þessu, þó það hafi tekist í þjóðsögunni.


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man ekki betur en að sami Steingrímur J. hafi látið frá sér fara að Icesave væri of flókið mál að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu, og það á því ilhýra og með samtyngda fréttamenn.

Eftirfarandi má finna í Morgunblaðinu 1. júlí:

„Haft hefur verið eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að Icesave-samningarnir séu of flóknir fyrir þjóðaratkvæði.

Í samtali við Morgunblaðið segir hann hið rétta að hann telji vandkvæðum bundið að leggja fyrir skýra valkosti til að kjósa um, ekki að hann telji kjósendur ófæra um að mynda sér skoðun. „Ég hafna því algerlega að ég hafi talað niður til kjósenda með þessu,“ segir hann.

Morgunblaðið rifjar síðan upp að fjármálaráðherrann sem vill ekki leggja eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu taldi nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðis um stóriðju á Austurlandi. Á Alþingi 4. mars 2003 sagði Steingrímur J. meðal annars:

„Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera.“

Það er alltaf skemmtilegt að sjá hversu Steingrímur J. lætur spunatrúða stjórnarráðsins, almannatenglana (Liers for Hier) vinna eins og þræla við að reyna að hanna einhverja vitrænan þráð úr því sem hann lætur frá sér.  Ofaná allt bullið í Jóhönnu.  Og þetta er sami Steingrímur J. sem varði Icesave hroðann með því að Bjarni Benediktsson hafði sagt að vænlegast væri að leita fyrst samninga í deilunni, (að vísu gleymdi Bjarni að útskýra fyrir honum að ef að samningurinn yrði verri en gjörtapað mál fyrir rétti, þá tækju þokkalega skarpir til annarra aðgerða).  Ársgömul afstaða Bjarna voru sterkustu rök Steingríms að hann, þingheimur og þjóðin yrði að samþykkja ólögin. 

Auðvitað stökkva þessir "fagmenn" og Steingrímur fram og fullyrða að ekki er um sambærileg mál að ræða. Hversu öruggt er að aldrei verður kosið um eitt né neitt ef slík röksemdarfærsluleysi á að vera tekin góð og gild? Hvenær munu mál vera nógu sambærileg þegar allt er komið í brókina og langt uppá bak, sem alltaf er í málum sem slíkum? Er nema von að ástandið í landinu er eins og það er, þegar aðrir eins snillingar þykjast standa vaktina.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband