Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Skattahækkanabrjálæðið drepur allt í dróma

Mikið hefur verið fjallað um skattahækkanabrjálæði þeirrar voluðu ríkisstjórnarnefnu, sem illu heilli situr við völd hér á landi og hvernig þessi stefna mun lengja og dýpka kreppuna, frá því sem annars hefði orðið.

Loksins eru hagfræðingar farnir að tjá sig um þessa stefnu og hverju líklegt er að hún muni valda og að sjálfsögðu er þeirra niðurstaða sú sama og þeirra sem fjallað hafa um málið annarsstaðar, t.d. hér á blogginu, með örfáum undantekningum.

Ragnar Árnason, prófessor, hélt fyrirlestur á Skattadegi Deloitte, þar sem hann fór vandlega yfir áhrif þeirra aðgerða, sem ríkisstjórnarnefnan hefur dembt yfir landslýð, með skattahækkanabrjálæði sínu. 

Niðurstaða Ragnars er algerlega sú sama og t.d. haldið hefur verið fram á þessu bloggi, auðvitað miklu skýrar fram sett og betur orðuð og því full ástæða til að vekja rækilega athygli á skoðunum hans, t.d. eftirfarandi:

"Til að ná fram nægilegum hagvexti þarf fjárfesting í fjármunum og mannauði að aukast og framtak og nýsköpun sömuleiðis. Það verði aðeins gert með því að lækka skatta eða halda þeim að minnsta kosti óbreyttum frá því sem var fyrir hrun. Mikið óheillaspor sé að hækka skatta við núverandi aðstæður. Hvetja þurfi fjárfesta til að festa fé sitt í atvinnuvegunum og atvinnufært fólk til vinnu. Það verði ekki gert með því að hækka jaðarskatta á laun og gera fjárfestingu erfiðari með hærri sköttum."


mbl.is Óráð að hækka skatta í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglið í Birni Val og Ólínu kveðið í kútinn

Alain Lipietz, þingmaður á Evrópuþinginu, og sérfræðingur í tilskipunum ESB varðandi fjármálafyrirtæki, kveður rugludallana Björn Val Gíslason, varaformann Fjárlaganefndar, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmannsnefnu Samfylkingar, rækilega í kútinn í samtali við mbl.is.

Hefðu skötuhjúin skilið það sem Lipietz sagði í Silfri Egils, hefðu þau getað komist hjá því að gera sig að fíflum, fyrir fram alþjóð, en auðvitað er til of mikils mælst, að reikna með að þau skilji yfirleitt nokkurn hlut.

Um allt þetta var bloggað hér fyrr í dag og má sjá það hérna

Í fréttinni kemur m.a. þetta fram:  "Fram kom í skrifum stjórnarþingmannanna Björns Vals Gíslasonar og Ólínar Þorvarðardóttur í gær að Alain Lipietz hefði talað um að starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hefði verið í dótturfélögum en ekki sem útibú. Spurður út í þessa gagnrýni segist Lipietz aldrei hafa talað um annað en útibú, enda sé í tilskipuninni frá 1994 aðeins talað um útibú."

Einnig kemur fram:  "Þingmaðurinn franski vísar því alfarið á bug, hann hafi ekki ruglast á neinum tilskipunum og sé vel meðvitaður um efni þeirra beggja."

Þingmennirnir tveir ættu að skammast sín og biðjast afsökunar á heimsku sinni.


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar greiðslur eru farsælar lyktir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, hefur legið í símanum í allann dag og spjallað við a.m.k. þrjá forsætisráðherra á norðulöndunum og ætlar að halda símaspjalli áfram næstu daga.  Áður hafði hún spjallað við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands.

Þetta eru fleiri forsætisráðherrar, sem Jóhanna hefur pískrað við, núna á einni viku, en alla ævi sína fram að því, en hún sá ekki nokkra einustu ástæðu til að ræða við þessa menn, á meðan Bretar og Hollendingar ráku þrælasamninginn ofan í kok á Svavari Gestssyni og Indriða H. Þorlákssyni og ekki heldur næstu 10 mánuði á eftir, eða á meðan þingið strögglaði um rískisábyrgð á fjárkúgunina gegn íslenskum skattgreiðendum.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, að Jóhanna hafi í þessum viðræðum óskað eftir skilningi landanna á því aukna svigrúmi sem Ísland þyrfti til að tryggja farsælar lyktir Icesave-málsins.  Ekki fylgir sögunni, hvaða lyktir málsins Jóhanna telur farsælar.  Ekki kemur heldur fram, hvort hún er að meina farsæla lausn fyrir Breta og Hollendinga, eða Íslendinga, en fyrir hag íslenskra skattgreiðenda hefur hún ekki barist fram að þessu.

Engin lausn er farsæl á þessu máli, önnur en sú, að Bretar og Hollendingar fari að tilskipunum ESB um innistæðutryggingasjóði og viðurkenni, að þeir eigi eingöngu kröfu á sjóðinn sjálfan, en ekki Ríkissjóð Íslands.

Farsæla lausnin felst sem sagt í því, að Bretar og Hollendingar láti af fjárkúgun sinni.


mbl.is Ræddi við norræna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Valur veit betur en sérfræðingurinn

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, telur sig skilja reglugerðir ESB, en segir jafnframt að Stiepitz, Evrópuþingmaður og reglugerðasmiður ESB misskilji allt saman, að sama skapi.

Þar sem þessi skýring Björns Vals er á sömu nótum og "fréttaskýring" Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og þegar hefur verið bloggað um hennar skrif, vísast til þeirra hérna

Björn Valur vísar til laga um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, til þess að sýna fram á skyldu íslenskra skattgreiðenda til þess að greiða skuldir Landsbankans, en í 10. gr. laganna segir m.a.:

"Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.

Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi."

Ekkert í íslensku lögunum, frekar en reglugerð ESB, gerir ráð fyrir ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum, en ef sjóðurinn þarf á láni að halda, til þess að greiða lágmarkstrygginguna, þá er honum heimilt að gera það og á síðan kröfu í þrotabúið vegna útgreiðslna sinna.

Íslendingar eiga að standa við lögvarðar skuldbindingar sínar, en eiga ekki að gera meira en það í þessu efni.

Engar lögvarðar fjármálakröfur eru á hendur íslenskum skattgreiðendum (ríkissjóði) vegna Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta.


Ólína rangtúlkar Lipietz

Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingarþingmaður, heldur því fram, að Alain Lipietz, Evrópuþingmaður, misskilji reglugerðir EBS um innistæðutryggingasjóði fjármálafyrirtækja, jafnvel þó hann hafi sjálfur tekið þátt í að semja sumar þeirra.  Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur einnig hlaupið upp til og haldið fram sama ruglinu og Ólína.

Ólína og Björn Valur halda því fram, að Lipietz hafi haldið að Icesave væri dótturfélag Landsbankans, en ekki útibú, en staðreyndin er sú, að Lipietz var að ræða til skiptis um tvær reglugerðir ESB, aðra frá 1994 og hina frá 2002, en í henni er hugað að móðurbönkum, sem staðsettir eru utan ESB landa.  Hann tók skýrt fram, að samkvæmt reglugerð ESB væri engin og ætti engin ríkisábyrgða að vera á innistæðutryggingasjóðum og einungis eignir tryggingasjóðsins gætu gengið upp í greiðslur á töpuðum innistæðum.

Til upprifjunar er rétt að birta reglugerð ESB nr. 94/19 1994 EB aftur, fólki til glöggvunar, en hana má nálgast hér  en þar kemur algerlega skýrt fram að Tryggingsjóðir innistæðueigenda skuli ekki vera á ábyrgð yfirvalda, enda skulu lánastofnanir sjálfar bera kostnaðinn af fjármögnun þeirra.  Þetta má glögglega sjá á eftirfarandi klausum úr tilskipuninni:

"Það er ekki bráðnauðsynlegt í þessari tilskipun að samræma
leiðirnar við fjármögnun kerfa sem tryggja innlánin
eða lánastofnanirnar sjálfar, meðal annars vegna þess að
lánastofnanirnar skulu sjálfar almennt bera kostnaðinn við
fjármögnun slíkra kerfa og einnig vegna þess að fjárhagsleg
geta kerfanna skal vera í samræmi við tryggingaskuldbindingarnar.
Þetta má samt ekki stefna stöðugleika bankakerfis
aðildarríkisins í hættu.

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

Þetta er ekkert óskýrt orðað og hugsanlega gætu jafnvel Ólína Þorvarðardóttir og Björn Valur Gíslason skilið textann, með því að lesa hann vel yfir.

Ef skötuhjúin hefðu hlustað á Lipietz með athygli, þá hefðu þau líka skilið, að hann vitnaði í þessa reglugerð, þegar hann ræddi um að engin ríkisábyrgð skyldi vera á innistæðutryggingasjóðum og því hefðu Bretar og Hollendingar engan málstað að verja og myndu tapa málaferlum vegna þessa fyrir Evrópudómstólnum.

Þennan skilningur er nánast algildur um alla Evrópu og jafnvel víðar og því ömurlegt, að enn finnist Íslendingar, sem allt gera til þess að afbaka málstað Íslendinga, en tala fyrir hagsmunum þrælapískaranna í Bretlandi og Hollandi.

Allir Íslendingar verða að snúa bökum saman og berjast fyrir Íslenskan málstað. 


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki innanríkismál, heldur varnarmál

Í sjónvarpsfréttum í kvöld birtist þreytulegur fjármálajarðfræðingur, jafnvel alveg bugður, vegna allra þeirra stuðningsyfirlýsinga, sem nú berast úr öllum áttum til stuðnings við málstað Íslands í deilunum við þrælakúgarana Bresku og Hollensku. 

Það sem virðist hafa yfirbugað Steingrím J. endanlega er vitnisburður höfundar reglugerðar ESB um innistæðutryggingasjóði fjármálastofnana innan Evrópu, en hann staðfestir að reglugerðin hafi alls ekki gert ráð fyrir ríkisábyrgðum, raunar bannað þær og segir að Bretar og Hollendingar myndu tapa málaferlum fyrir Evrópudómstólnum.

Reyndar vildi Steingrímur J. ekki viðurkenna, að höfundur reglugerðarinnar skildi hana, heldur sagðist hann vita betur og sínir lögfræðingar væru á sama máli.  Svona telur Steingrímur J. sig geta fullyrt framan í þjóðina, sem var nýbúin að sjá og hlusta á höfundinn sjálfan í Silfri Egils.

Það er þó rétt hjá Steingrími J., að þetta er ekki einungis innanríkismál, heldur er þetta ekki síður varnarmál.  Þetta snýst ekki síst um vörn þjóðarinnar gegn erlendri kúgun, sem ekki hefur hald í nokkrum lögum, hvað þá réttlæti.

Þess vegna er nauðsynlegt að kjósendur kolfelli lagabreytinguna í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sýni kúgurunum að hún sé tilbúin að fórna sér fyrir réttlátann málstað og láti fjárkúgara ekki komast upp með glæpi sína.

Alltaf hefur verið sagt, að Íslendingar myndu standa við löglegar skuldbindingar sínar. 

Í þessu máli er ekki um neinar lagalegar greiðsluskuldbindingar að ræða af hálfu Íslands.


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf frekari vitna við?

Alain Lipietz þingmaður á Evrópuþinginu og einn þeirra sem kom að gerð tilskipunar Evrópusambandsins um ábyrgð heimaríkis á bönkum, segir að reglugerðin geri ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á innistæðusjóðum fjármálastofnana og því allar líkur á að Bretar og Hollendingar myndu tapa kröfum sínum fyrir dómstólum. 

Einnig kemur fram í fréttinni: "Lipietz sagði í samtali við Egil Helgason í Silfri Egils að Bretar og Hollendingar noti styrk sinn til þess að gera Ísland að nýlendu sem hægt er að taka peninga frá."

Athuga skal, að það er einn af höfundum reglugerðarinnar, sem segir að Bretar og Hollendingar séu að nota fantabrögð til að gera Ísland að nýlendu sinni.  Hvað segir Samfylkingin við því?

Einnig segir í fréttinni:  "Hann segir að sú krafa að Ísland greiði sé ekki í takt við tilskipun Evrópusambandsins um fjármálafyrirtæki líkt og haldið hafi verið fram."  Íslendingar munu að sjálfsögðu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, en eiga auðvitað ekki að taka á sig meiri byrgðar, en lög og reglugerðir gera ráð fyrir.  Þess vegna þora Bretar og Hollendingar ekki að fara með ágreininginn fyrir dómstóla, því þeir vita að þeir eiga engar lögmætar kröfur á hendur íslenskra skattgreiðenda.

Þarf frekari vitna við í málarekstri Íslendinga geng kúgurunum, en sjálfa höfunda reglugerðar ESB?

Það er gífurlega mikils virði, að geta kallað slík vitni fyrir dómstóla, þegar þar að kemur.

Því er algerlega nauðsynlegt, að kolfella Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sýna alheiminum að íslenskur almenningur lætur ekki selja sig í þrældóm, baráttulaust.


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárkúgun eða mútur?

Fjármálaráðherra Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen, lætur hafa það eftir sér í Politiken, að skylirði fyrir frekari aðstoð norðurlandanna við Ísland, í þeim erfiðleikum sem landið er að glíma við, sé, að Íslendingar gangi að ólöglegum kröfum Breta og Hollendinga og borgi þrælaskattinn, sem þessar þjóðir hafa lagt á íslenska skattgreiðendur.

Með þessu er hann að reyna að hræða Íslendinga til að samþykkja þrælalögin í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að engin lög, innlend eða evrópsk, geri ráð fyrir ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækja.

Ekki er alveg augljóst hvort þessi danski útsendari Breta og Hollendina setur þetta fram sem fjárkúgun, eða heldur að hann geti mútað Íslendingum á þennan hátt.  Danir og Svíar hafa verið dyggustu svipusveiflarar fyrir þrælaþjóðirnar, enda fótaþurrkur Breta í ESB.

Kjósendur munu ekki láta svona óheiðarleg afskipti hafa áhrif á sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni, heldur munu þeir kolfella atlöguna að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. 


mbl.is Hlutast til um innanríkismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar munu ekki kjósa Bretum og Hollendingum í hag

Ríkisstjórnarnefnan gerði ekkert til að kynna málstað Íslendinga í Icesave málinu í tíu mánuði, en um leið og forsetinn synjaði þrælalögunum staðfestingar og fór sjálfur að kynna málstaðinn erlendis, fóru ráðherradruslurnar loksins að myndast við að styðja eigin þjóð í baráttunni við þrælakúgarana.

Nú síðast skrifar viðskiptaritstjóri breska blaðsins Observer, Ruth Sunderland, grein í blað sitt, þar sem hún skrifar vinsamlega um málstað Íslands og segir m.a:  "Litlar líkur séu á því að Íslendingar kjósi í þjóðaratkvæðagreiðslunni Bretum og Hollendingum í hag." 

Hún gerir sér grein fyrir því að auðvitað munu Íslendingar hugsa um eigin hag og hag komandi kynslóða, þegar þeir greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni með sínum eigin hag, en ekki greiða atkvæði með ólögmætum þvingunum erlendra kúgara.

Engin lög, eða reglugerðir, hvorki innlendar eða evrópskar, gera ráð fyrir ríkisábyrgðum á innistæðutryggingasjóðum banka í Evrópu, enda er kúgunin réttlætt með því að hún sé pólitísk lausn.

Íslendingar, aðrir en hugsanlega eitthvert Samfylkingarfólk, munu alls ekki taka á sig langvarandi kreppu, til þess að greiða kosningabaráttu Browns og Darlings í Bretlandi.


mbl.is Telur ósanngjarnt að láta almenning greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissjóðir eiga ekki að borga, þó þeir geti

Í tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði kemur skýrt fram, að ekki sé hægt að krefja ríkissjóði um bætur vegna tapaðra innlána í bönkum, hafi verið stofnaðir tryggingasjóðir samkvæmt reglugerðinni.

Það var gert hér á landi og því mátti ekki vera ríkisábyrgð á innistæðum í bönkunum, enda hefði ríkisábyrgð talist til markaðmisnotkunar og þar með algerlega óheimil.  Eftir bankakreppuna, sem skalla á öllum hinum vestræna heimi, jusu mörg ríki óheyrilegum fjámunum inn í sín fjármálafyrirtæki, en það var í raun þvert á reglugerðina og ekkert, sem skylduðu þau til að gera þetta.

Hefði verið gert ráð fyrir ríkisábyrgum í reglugerð ESB, þyrfti ekki að neyða Íslendinga núna, til að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, enda heyrast engar raddir neins staðar frá um lagalega skyldu til að ábyrgjast þessar innistæður, heldur er alltaf talað um að þetta sé pólitísk lausn.

Sú pólitíska lausn felst í því að neyða íslenska skattgreiðendur til að taka á sig þennan klafa, vegna hræðslu ESB um að traust á bönkum innan stórríkisins yrði að engu og hætta væri á allsherjar bankaáhlaupi.  Til að bjarga trausti á bankakerfi Evrópu, skal nú fórna Íslendingum með pólitískri lausn á málinu.

Grunur leikur á að leynisamningur hafi verið gerður um að skuldin yrði felld niður við inngöngu Íslands í ESB og að það sé einn af þeim samningum, sem lögmannsstofan Mishcon de Reya sagði að ekki hefðu enn verið gerðir opinberir, en hefðu fylgt Icesave samningnum.

Allir slíkir hliðarsamningar hljóta að verða kynntir fyrir almenningi, áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. 

Það er alger lágmarkskrafa að allar upplýsingar liggi ljósar fyrir.


mbl.is Hvorki geta né eiga að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband