Engar greiðslur eru farsælar lyktir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, hefur legið í símanum í allann dag og spjallað við a.m.k. þrjá forsætisráðherra á norðulöndunum og ætlar að halda símaspjalli áfram næstu daga.  Áður hafði hún spjallað við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands.

Þetta eru fleiri forsætisráðherrar, sem Jóhanna hefur pískrað við, núna á einni viku, en alla ævi sína fram að því, en hún sá ekki nokkra einustu ástæðu til að ræða við þessa menn, á meðan Bretar og Hollendingar ráku þrælasamninginn ofan í kok á Svavari Gestssyni og Indriða H. Þorlákssyni og ekki heldur næstu 10 mánuði á eftir, eða á meðan þingið strögglaði um rískisábyrgð á fjárkúgunina gegn íslenskum skattgreiðendum.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, að Jóhanna hafi í þessum viðræðum óskað eftir skilningi landanna á því aukna svigrúmi sem Ísland þyrfti til að tryggja farsælar lyktir Icesave-málsins.  Ekki fylgir sögunni, hvaða lyktir málsins Jóhanna telur farsælar.  Ekki kemur heldur fram, hvort hún er að meina farsæla lausn fyrir Breta og Hollendinga, eða Íslendinga, en fyrir hag íslenskra skattgreiðenda hefur hún ekki barist fram að þessu.

Engin lausn er farsæl á þessu máli, önnur en sú, að Bretar og Hollendingar fari að tilskipunum ESB um innistæðutryggingasjóði og viðurkenni, að þeir eigi eingöngu kröfu á sjóðinn sjálfan, en ekki Ríkissjóð Íslands.

Farsæla lausnin felst sem sagt í því, að Bretar og Hollendingar láti af fjárkúgun sinni.


mbl.is Ræddi við norræna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband