Ruglið í Birni Val og Ólínu kveðið í kútinn

Alain Lipietz, þingmaður á Evrópuþinginu, og sérfræðingur í tilskipunum ESB varðandi fjármálafyrirtæki, kveður rugludallana Björn Val Gíslason, varaformann Fjárlaganefndar, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmannsnefnu Samfylkingar, rækilega í kútinn í samtali við mbl.is.

Hefðu skötuhjúin skilið það sem Lipietz sagði í Silfri Egils, hefðu þau getað komist hjá því að gera sig að fíflum, fyrir fram alþjóð, en auðvitað er til of mikils mælst, að reikna með að þau skilji yfirleitt nokkurn hlut.

Um allt þetta var bloggað hér fyrr í dag og má sjá það hérna

Í fréttinni kemur m.a. þetta fram:  "Fram kom í skrifum stjórnarþingmannanna Björns Vals Gíslasonar og Ólínar Þorvarðardóttur í gær að Alain Lipietz hefði talað um að starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hefði verið í dótturfélögum en ekki sem útibú. Spurður út í þessa gagnrýni segist Lipietz aldrei hafa talað um annað en útibú, enda sé í tilskipuninni frá 1994 aðeins talað um útibú."

Einnig kemur fram:  "Þingmaðurinn franski vísar því alfarið á bug, hann hafi ekki ruglast á neinum tilskipunum og sé vel meðvitaður um efni þeirra beggja."

Þingmennirnir tveir ættu að skammast sín og biðjast afsökunar á heimsku sinni.


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Á Íslandi þarf engin að skammast sín ef hann er Alþíngismaður. Það fylgir starfinu að þurfa þess ekki...

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 19:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kannski, en þau ættu að minnsta kosti að biðjast afsökunar á að hafa opinberað algerann skilningsskort sinn á því sem Lipietz sagði.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 19:16

3 identicon

Þingmenn eiga að segja af sér.. þeir eru alveg jafn siðlausir og heimskir.. og útrásarvíkingar, við þurfum að losna við allt þetta pakk.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 19:22

4 Smámynd: Halla Rut

Hvað þarf eiginlega til að þetta ótrúlega fólk fari að hætta að vinna með hagsmunum Breta og Hollendinga?

Þau ættu að drullu skammast sín og það ekki í fyrsta skipti í þessu máli öllu saman. Réttast væri að taka af þeim málfrelsið.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 19:38

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Halla Rut, það má alls ekki taka málfrelsið af þessu liði.  Bullið í þeim er þeirra eigin mesti óvinur og þau hjálpa okkar málstað heilmikið, þó það sé ekki ætlun þeirra.

Eftir sem áður ættu þau að "drullu skammast sín", eins og þú segir, fyrir að vinna gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 19:46

6 identicon

Er ekki rétt að ritfærir fari inn á blogg Ólínu og Björns Vals og þakki þeim stuðninginn fyrir hönd Breta og Hollendinga?

Hlýtur að vera kominn tími á að Icesave andstæðingar veiti bakhjörlum Breta og Hollendinga einhverskonar viðurkenningarsjöl fyrir þeirra hönd fyrir allan ómetanlegan stuðninginn í baráttunni við Íslendinga.  Ráðherrar og þingmenn, sem og embættismenn, ásamt öllum stjórnendum fjölmiðla og fjölmiðlamönnunum sem hafa verið betri en engin í baráttunni gegn þjóðinni og stórkostlegum þjóðarhagsmunum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:12

7 Smámynd: Halla Rut

Auðvitað er málfrelsið það heilagasta af öllu sem heilagt er en ég veit bara ekki hvað við getum gert stöðunni. Hegðun og gjörðir þessa fólks er út fyrir allt sem eðlilegt getur talist og er ekki ein fruma sem í mér býr sem skilur hvað þeim gengur til.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 20:20

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þar er ég sammála þér, Halla Rut.  Manni er gjörsamlega fyrirmunað, að skilja hugsunarhátt þessa fólks.  Það er algerlega síðasta sort, eins og sagt er, að berjast fyrir hagsmunum andstæðinga sinna og gegn eigin hagsmunum.

Svona geðveila hlýtur að verða rannsóknarefni fyrir sálfræðinga og geðlækna í framtíðinni.  Finni þeir orsökina, gætu þeir átt von á Nobelsverðlaunum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 20:26

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það má senda fjöldaáskorun til Forsetans um að beita áhrifum sínum til að þagga niður í svona fólki. Þeir eru síður enn svo að leyna hollustu sinni við erlend hagsmunaöfl. Það er alveg grátbroslegt að horfa upp á.

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 20:28

10 Smámynd: Halla Rut

Ég setti nú bara þjóðsönginn inná síðuna hennar Ólínu. Kannski að hún lesi hann og fari aðeins að hugsa hvað hann þýðir. En hún tekur þó skýrt fram að hún eyðir öllu sem þarna kemur inn sem er henni ekki að skapi svo ætli hún verði ekki fljót að eyða honum.

http://blog.eyjan.is/olinath/2010/01/11/lagaumhverfi-icesave-deilunnar/#comment-1398

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 20:59

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég setti að gamni tilvísun í þessa umræðu hérna inn á bloggið hennar Ólínar.

Fróðlegt verður að sjá, hvort hún eyðir því ekki snarlega.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 22:06

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það sem þessu fólki gengur til er að koma skuldaklafa á þjóðina sem hún er ekki fær um að standa undir, síðan er ætlunin að koma ógeðsdrykknum ESB ofaní þjóðina með því að fá afslátt af skuldum, sem okkur bar ekki að greiða, gegn því að lýðurinn samþykki ESB aðild.

Framhaldið er síðan að segja Ísland úr NATO sem greiðslu til SJS og annarra kommúnista fyrir ógeðsdrykkgreiðann.

Þjóðin, lýðræðið og sannleikurinn er að þvælast fyrir og valda þessari stjórn vandræðum við að brugga lýðnum launráð.

Eggert Sigurbergsson, 11.1.2010 kl. 22:30

13 Smámynd: Halla Rut

Eggert: Þetta er nefnilega einmitt það sem Samfylkingin ætlar sér. Hef verið að segja það hér á blogginu en litlar undatekningar fengið.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 22:42

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eggert, því hefur einmitt verið haldið fram lengi á þessu bloggi, að plottið sé einmitt, að kýla Icesave ruglið ofaní þjóðina með öllum brögðum og síðan á þjóðin að kaupa sig undan skuldaklafanum, með loforði um niðurfellingu hans, gegn samþykkt á samningi um inngöngu í ESB.

Ég efast nú reyndar um Natokenningu þína, þar sem flest ESB löndin eru þar innanborðs, en áhugaverður punktur samt.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 22:46

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Halla Rut, það fór eins og mig grunaði, að Ólína var fljót að eyða út tilvísuninni hingað inn.

Það segir ýmislegt um málefnastöðu hennar.

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 23:13

16 Smámynd: Halla Rut

Það er nú greinilegt á þeim ummælum sem þarna eru að þau sem þóknanleg eru fá að standa hin ekki.

Hvað heita þeir stjórnmálamenn sem eru við stjórn sem eyða þeim sem eru þeim á móti?

Annars fékk söngurinn að standa. Hún hefur kannski lesið hann.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 23:48

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru aumir stjórnmálamenn, sem ekki þola að heyra andstæðar skoðanir við sínar eigin, ekki síst þegar verið er að sanna, að þeir fara með rangt mál.

Ólína hefur haldið að þú hafir sett þjóðsönginn þarna inn, henni til dýrðar.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband