Ekki innanríkismál, heldur varnarmál

Í sjónvarpsfréttum í kvöld birtist þreytulegur fjármálajarðfræðingur, jafnvel alveg bugður, vegna allra þeirra stuðningsyfirlýsinga, sem nú berast úr öllum áttum til stuðnings við málstað Íslands í deilunum við þrælakúgarana Bresku og Hollensku. 

Það sem virðist hafa yfirbugað Steingrím J. endanlega er vitnisburður höfundar reglugerðar ESB um innistæðutryggingasjóði fjármálastofnana innan Evrópu, en hann staðfestir að reglugerðin hafi alls ekki gert ráð fyrir ríkisábyrgðum, raunar bannað þær og segir að Bretar og Hollendingar myndu tapa málaferlum fyrir Evrópudómstólnum.

Reyndar vildi Steingrímur J. ekki viðurkenna, að höfundur reglugerðarinnar skildi hana, heldur sagðist hann vita betur og sínir lögfræðingar væru á sama máli.  Svona telur Steingrímur J. sig geta fullyrt framan í þjóðina, sem var nýbúin að sjá og hlusta á höfundinn sjálfan í Silfri Egils.

Það er þó rétt hjá Steingrími J., að þetta er ekki einungis innanríkismál, heldur er þetta ekki síður varnarmál.  Þetta snýst ekki síst um vörn þjóðarinnar gegn erlendri kúgun, sem ekki hefur hald í nokkrum lögum, hvað þá réttlæti.

Þess vegna er nauðsynlegt að kjósendur kolfelli lagabreytinguna í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sýni kúgurunum að hún sé tilbúin að fórna sér fyrir réttlátann málstað og láti fjárkúgara ekki komast upp með glæpi sína.

Alltaf hefur verið sagt, að Íslendingar myndu standa við löglegar skuldbindingar sínar. 

Í þessu máli er ekki um neinar lagalegar greiðsluskuldbindingar að ræða af hálfu Íslands.


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála.

Og auk þess löngu tímabært að pólitíkusar eins og hann, sem hlaupa út um heima og geima með alslags loforð og lygar. Gera það ekki í nafni þjóðarinnar og geta verið dæmdir eftir því. Ef að annað sannara reynist.

Rétt eins og Gordon og félagar eiga að dæmast út af hryðjuverkalögunum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 21:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dæma Gordon fyrir hryðjuverk? Hann var að enda við að líkja sér við Nelson Mandela.

Þakka þér annars fyrir þessa góðu ádrepu Axel. Sennilegast hefur Steingrímur sérfræðinga sína í gegnum samfylkinguna. Mér segir svo hugur um að þeir séu allir frá Háskólanum í Reikjavík og Evrópumekkunni á Bifröst. Það er því ekki von á öðru en að hann hafi skakka mynd af málinu.  Það er búið að spila með hann eins og hvern annan einfeldning.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 22:02

3 identicon

Vandamál þjóðarinnar eru ekki óbilgirni Breta og Hollendinga, heldur óbilgirni Steingríms og Jóhönnu.  Það eru þau sem hafa staðið í veginum fyrir að þjóðin fengi réttláta niðurstöðu mála.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er farið að verða heldur pínlegt fyrir stjórnina og reyndar alla pólitíkusana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2010 kl. 22:21

5 identicon

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/

Steingrímur Reikás í hnotskurn. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:28

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Axel Jóhann. Steingrímur kom aumkunarlega fyrir, maðurinn er á útleið – ætlar hann ekki að leggja höfuð sitt að veði til að menn kjósi MEÐ þrælapískaralögunum?

Og hvernig er það, vantar okkur ekki sendiherra austur í Mongólíu? Það myndi spara þjóðinni stórar fúlgur, ef slett væri 20 milljónum í það verkefni árlega, svo framarlega sem Steingrímur hreppir embættið. Svavar og Indriði gætu svo orðið hans 1. og 2. sendiráðsritarar. Þeir í Ulan Bator taka örugglega vel á móti þeim, finnst trúlega eitthvað kunnuglegt við tilburði þessara fyrirmenna.

Jón Valur Jensson, 10.1.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband