Þarf frekari vitna við?

Alain Lipietz þingmaður á Evrópuþinginu og einn þeirra sem kom að gerð tilskipunar Evrópusambandsins um ábyrgð heimaríkis á bönkum, segir að reglugerðin geri ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á innistæðusjóðum fjármálastofnana og því allar líkur á að Bretar og Hollendingar myndu tapa kröfum sínum fyrir dómstólum. 

Einnig kemur fram í fréttinni: "Lipietz sagði í samtali við Egil Helgason í Silfri Egils að Bretar og Hollendingar noti styrk sinn til þess að gera Ísland að nýlendu sem hægt er að taka peninga frá."

Athuga skal, að það er einn af höfundum reglugerðarinnar, sem segir að Bretar og Hollendingar séu að nota fantabrögð til að gera Ísland að nýlendu sinni.  Hvað segir Samfylkingin við því?

Einnig segir í fréttinni:  "Hann segir að sú krafa að Ísland greiði sé ekki í takt við tilskipun Evrópusambandsins um fjármálafyrirtæki líkt og haldið hafi verið fram."  Íslendingar munu að sjálfsögðu standa við lagalegar skuldbindingar sínar, en eiga auðvitað ekki að taka á sig meiri byrgðar, en lög og reglugerðir gera ráð fyrir.  Þess vegna þora Bretar og Hollendingar ekki að fara með ágreininginn fyrir dómstóla, því þeir vita að þeir eiga engar lögmætar kröfur á hendur íslenskra skattgreiðenda.

Þarf frekari vitna við í málarekstri Íslendinga geng kúgurunum, en sjálfa höfunda reglugerðar ESB?

Það er gífurlega mikils virði, að geta kallað slík vitni fyrir dómstóla, þegar þar að kemur.

Því er algerlega nauðsynlegt, að kolfella Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sýna alheiminum að íslenskur almenningur lætur ekki selja sig í þrældóm, baráttulaust.


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru Sjallar og Samfó sem samþykktu ríkisábyrgð í nóv. 2008!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ætli þessi maður fengi inngöngu í Samfylkinguna?

Sigurður Þórðarson, 10.1.2010 kl. 13:32

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Doddi, ISG þrætir fyrir það, lastu ekki greinargerð hennar til Alþingis?

Sigurður Þórðarson, 10.1.2010 kl. 13:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eftir hrunið voru Íslendingar beittir hryðjuverkalögum og öðrum kúgunum til þess að samþykkja að ríkið myndi ábyrgjast innistæðutryggingasjóðinn, algerlega gegn því sem reglugerð ESB mælir fyrir um og höfundar reglugerðarinnar hafa nú staðfest.

Í fyrra haust var sett algert viðskiptabann á landið og allar gjaldeyrismillifærslur stöðvaðar, þannig að einungis var hægt að leysa út brýnustu nauðsynjar, eins og lyf og olíuvörur.  Undir þannig kringumstæðum var ríkisstjórnin kúguð til að skrifa undir minnisblað til Hollendinga, sem síðan var fellt úr gildi við undirskritf svokallaðra Brusselviðmiða, en með þeim samningi átti að taka fullt tillit til sérstakra aðstæðna í íslenska fjármálahruninu.  Það var síðan svikið í Svavarssamningnum.

Alveg er ótrúlegt orðið að sjá Íslenska ríkisborgara reyna að verja málstað kúgunarþjóðanna, þegar mætustu menn þeirra sjálfra viðurkenna, að verið sé að undiroka íslenska skattgreiðendur með ólögmætum kröfum og hótunum um ofbeldi.

Ingibjörg Sólrún hefur útskýrt þetta í skýrslum og blaðagreinum og sagt að farið hafi verið með Íslendinga eins og hverja aðra sakamenn af hálfu Breta og Hollendinga.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2010 kl. 13:44

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Líkt og Eva og Libitz segja þá hefði hvaða stjórn sem er verið undir gríðarlegri kúgun í hruninu. Þess óskiljanlegra er þrjóska núverandi stjórnar í allt sumar til að sjá ljósið og þora að standa í lappirnar eftir að aðal kerfishrunhættan var frá í Evrópu. Nú er komið í ljós að Davíð Oddson hafði bara rétt fyrir sér allan tímann. Við ættum ekkert að fallast á kúgunarrök.

Hvernig væri nú að fólkið okkar færi að vinna saman og skapa nýja lausn með þetta fyrir augum? Endilega semja en ekki liggja marflöt fyrir kúgurum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.1.2010 kl. 13:54

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

það var talið óráð í byrjun umræðunnar um Icesave að Bretar væru enn eina ferðina að þjarma að Íslandi...núna er það skjalfest! Fá bara Davíð til að loka þessu máli. Hann leiðist sjálfsagt sem ritstjóra...Það þarf fanta til að eiga við fanta. Það hef ég alltaf sagt.

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 15:00

7 identicon

Jæja, kannski er þetta langt yfir velsæmismörkum og því verður þá bara eytt, en mér þykir þessi tilvitnun í "team america-worl police" afskaplega viðeygandi:

"We're dicks! We're reckless, arrogant, stupid dicks. And the Film Actors Guild are pussies. And Kim Jong Il is an asshole. Pussies don't like dicks, because pussies get fucked by dicks. But dicks also fuck assholes: assholes that just want to shit on everything. Pussies may think they can deal with assholes their way. But the only thing that can fuck an asshole is a dick, with some balls. The problem with dicks is: they fuck too much or fuck when it isn't appropriate - and it takes a pussy to show them that. But sometimes, pussies can be so full of shit that they become assholes themselves... because pussies are an inch and half away from ass holes. I don't know much about this crazy, crazy world, but I do know this: If you don't let us fuck this asshole, we're going to have our dicks and pussies all covered in shit!"

Út með samfylkingarhyskið, inn með íhaldið, fylgjumst bara vel með þeim.

bjarni (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband