Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
17.7.2009 | 10:32
Tyrkjaránin endurtekin
16. júlí 1627 hófust Tyrkjarán á Íslandi, með landtöku svokallaðra Tyrkja, sem voru reyndar frá Alsír og Marokko, í Vestmannaeyjum. Alls rændu þeir um það bil 300 manns, sem seld voru á uppboði í Algeirsborg, og drápu nokkra tugi, áður en þeir héldu til síns heima. Þessi dagur hefur verið talinn með þeim svartari í sögu Íslands.
16. júlí 2009 samþykktu 33 þingmenn á Alþingi Íslendina, að Ísland skyldi afsala sér fullveldi sínu og innlimast í stórríki Evrópu. Þar með myndi nítíu og eins árs fullveldi landsins verða afsalað til arftaka Þýskalandskeisara og sólkonunga Frakklands. Þessi dagur mun í framtíðinni verða talinn með þeim svartari í sögu Íslands.
Tyrkir komu ekkert nálægt "Tyrkjaráninu", en nú er útlit fyrir að þeir móðgist, vegna þess að útlit sé fyrir að örríkið Ísland muni tefja framgang múslimskrar trúar innan ESB, eða eins og segir í fréttinni: "Þar segir jafnframt að fái Íslendingar að ganga í sambandið þýði það í raun að evrópskt 70 milljón manna múslimaríki eigi minni rétt á því að ganga í sambandið en kristin eyja týnd í Atlantshafinu.
Því hefur verið spáð, að innan ekki svo langs tíma muni múslimar verða meirihluti íbúa Þýskalands og Frakklands og verða þannig ráðandi afl í Evrópusambandinu. Ekki verður verra fyrir þessi nýju múslimaríki að hafa Tyrkland sér til halds og trausts við framtíðarstjórnun Evrópu.
Gott er, að nú þegar er Kóraninn til í Íslenskri þýðingu, þó trúarathafnir fari allar fram á arabisku.
Aðild Íslands móðgun við Tyrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 14:23
Þjóðin niðurlægð af Alþingi
Ótrúlegt var að fylgjast með atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögur varðandi inngögnuumsókn í Evrópusambandið. Stjórnarmeirihlutinn niðurlægði kjósendur með því að hafna því, að þjóðaratkvæðagreiðsla skæri úr, hvort sótt skyldi um inngöngu eða ekki. Enn meira niðurlægði stjórnarmeirihlutinn þjóðina, með því að hafna því að hún hefði síðasta orðið um inngöngu, með bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir flokkar, sem hæst hafa gasprað um opna stjórnsýslu, aukið gagnsæi mála og aukið lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum, gengu algerlega á bak orða sinna og sendu þjóðinni fingurinn í þessu efni.
Þegar kom að því að greiða atkvæði um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að Össur, grínari, yrði sendur með betlistafinn til þeirra þjóða, sem lýst hafa yfir efnahagslegu stríði gegn Íslendingum, var átakanlegt að hlusta á hvern þingmann vinstri grænna eftir annan, lýsa því yfir að hann myndi berjast með oddi og egg gegn aðildarsamningi, en svo greiddu þeir atkvæði með inngöngubeiðninni. Þetta er þvílíkur aumingjagangur og algerlega í andstöðu við stefnu vinstri grænna, að ekki verður annað séð en flokkurinn klofni, a.m.k. í tvennt.
Sorglegast af öllu var að horfa upp á fimm þingmenn stjórnarandstöðunnar hlaupa til og skera Samfylkinguna niður úr snörunni sem hún var búin að koma sér í vegna undirlægjuháttar við kvalara Íslendinga. Þetta voru þingmennirnir Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson, Siv Friðleifsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson. Skömm þessara þingmanna er mikil og mun fylgja þeim um alla framtíð.
Dagsins 16. júlí 2009 verður minnst sem dagsins þegar Alþingi Íslendinga niðurlægði sína eigin þjóð, með svívirðilegum hætti.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.7.2009 | 09:52
Enn ein lygin um ágæti ESB aðildar
Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. segir að miðað við reynslu Finna af inngöngu í ESB, megi gera ráð fyrir að kjúklingar lækki í verði um 70%, egg og mjólkurvörur um 55-60% og svínakjöt um 35% vegna afnáms tolla. Þá segir að matvöruverð út úr búð sé að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér á landi.
Allt er þetta gott og blessað, nema ekki kemur fram við hvaða gengi Evrunnar er miðað, þegar útreikningur um 30% lægra vöruverð er gerður. Ekki er heldur tekið fram hvernig flutningskostnaður spilar inn í vöruverðið.
Allar eru þessar upplýsingar góðar og blessaðar, en segja auðvitað ekki nema hálfan sannleikann. Sá hálfi sannleikur er sá, að þessar tollalækkanir sem Finnar fengu við inngöngu í ESB, gátu Finnar allar fengið án inngöngunnar. Þeir hefðu getað breytt sínum tollalögum einhliða og fengið allar þessar landbúnaðarvörur tollfrjálsar, án inngöngu í ESB.
Það er ein langlífasta lygi ESB sinna, að með inngöngu í bandalagið muni matvöruverð lækka umtalsvert á Íslandi daginn sem gengið verði í Evrópusambandið. Alla þá tollalækkun sem Ísland verður skyldað til með inngöngu í ESB, geta Íslendingar fengið með einfaldri breytingu á tollalögum og þurfa ekki að ræða um það við nokkra aðra. Þetta getur Alþingi gert strax á morgun, ef áhugi væri fyrir því. Flutningskostnaður mun samt ávallt hækka innfluttar vörur nokkuð, burtséð frá ESB.
Einnig hefur þeirri lygi verið haldið á lofti af ESB sinnum, að allt myndi lækka í verði og nánast öll vandamál verða fyrir bí, eingöngu með því að taka upp Evru í stað krónu. Aldrei kemur þó fram á hvaða gengi á að skipta um gjaldmiðilinn, en það er þó það sem skiptir auðvitað höfuðmáli.
Í dag verða væntanlega greidd atkvæði á Alþingi um aðildarumsókn að ESB.
Vonandi greiða alþingismenn ekki atkvæði sem byggt verður á sjálfsblekkingum og lygi.
Kjúklingar myndu lækka um 70% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.7.2009 | 15:19
Opinská umræða á móti pukri ríkisstjórnarinnar
Ekki er að undra að áhorf á Málefnin á Skjá einum, hafi verið mikið og að skjarinn.is hafi farið á hliðina vegna álags. Davíð Oddson er einhver merkasti stjórnamálamaður síðustu aldar og allt sem hann segir vekur mikla athygli og oftast móðursýkiskast meðal andstæðinga hans.
Málflutningur Davíðs er beinskeittur og hann skoppar ekki í hringi með sínar skoðanir, öfugt við marga sem nú sitja á þingi, sérstaklega þingmenn VG. Sérstaklega hefur hringlandaháttur VG manna komið skýrt fram í ESB umræðunni og ekki síður vegna Icesave skulda Landsbankans.
Annað sem einkennir ríkisstjórnina, bæði VG og Samfylkinguna, er pukrið og leyndin með nánast alla hluti, þrátt fyrir að hafa prédikað fyrir kosningar, og gera enn, um opna og gagnsæja stjórnsýslu og "að allir hlutir skuli vera uppi á borðum". Langan tíma tók að fá birtar skýrslur og önnur gögn sem fylgja áttu samningsnefnunni um Landsbankaskuldina, sem ríkisstjórnin lét Breta og Hollendinga kúga sig til að samþykkja ríkisábyrgð fyrir.
Nú í dag, kemur svo í ljós, að ríkisstjórnin lúrir á skýrslu um áhrif ESB aðildar á íslenskan landbúnað, eins og það sé ríkisleyndarmál, hvernig atvinnuvegir landsins munu hrynja við þátttöku í stórríki ESB.
Ríkisstjórnin ætti að taka Davíð Oddson til fyrirmyndar og koma hreint fram við þjóðina.
Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.7.2009 | 14:07
Hótanirnar á borðið, takk
Seðlabankinn tekur undir það sem Steingrímur J, fjármálajarðfræðingur, hefur margstaglað, að höfnun ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans, muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið og endurreisn atvinnulífsins.
Þrátt fyrir að margoft hafi verið fram á, að útskýrt yrði nánar hvaða alvarlegu afleiðingar þetta yrðu, hefur því aldrei verið svarað af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Engu er líkara, en að þessar alvarlegu afleiðingar séu trúnaðarmál innan ríkisstjórnar og seðlabanka og almenningi komi þær ekki við, sem á þó að borga brúsann, með aukinni skattpíningu.
Það er skýlaus krafa, að upplýst verði hverjir hafi hótað Íslendingum efnahagslegum þvingunum, í hverju þessar hótanir eru fólgnar og hvernig eigi að framfylgja þeim.
Þessar upplýsingar verða að liggja fyrir, áður en þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar, um að sameinast stórríki ESB, verður tekin til afgreiðslu á Alþingi. Er það ESB, sem hótar Íslendingum efnahagslegri styrjöld? Eru það norðurlöndin, annaðhvort sjálf, eða í samvinnu við ESB? Eru það Norðmenn eða Færeyingar? Er þetta kannski hugarburður?
Ef búið er, eða stendur til, að lýsa yfir styrjöld gegn íslenskri þjóð, verður ríkisstjórnin að upplýsa um það.
Það getur ekki verið trúnaðarmál innan ríkisstjórnarinnar, hvort slík styrjöld sé í vændum.
Alvarlegt að synja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.7.2009 | 13:40
Ekki möguleiki
Seðlabankinn áætlar að skuldin sem ríkisstjórnin ætlar að láta skattgreiðendur taka á sig, án skyldu, vegna skulda einkafyrirtækisins Landsbanka, verði um 340 milljarðar króna miðað við góða þróun efnagagsmála landsins og 75% endurheimtur eigna Landsbankans í Bretlandi. Báðar forsendur eru vægt sagt í bjartsýnna lagi.
Til þess að safna fyrir skuldinni og dreifa henni jafnt á þessi 15 ár, leggur bankinn til að ríkissjóður byrji strax að leggja til hliðar 23 milljarða króna árlega og það megi t.d. gera með því að hækka virðisaukaskatt um 10-12%. Allar skattahækkanir, sem þegar er búið að samþykkja á þessu ári, voru til að stoppa upp í 20 milljarða aukagat á fjárlögum þessa árs og gífurlegar skattahækkanir eru boðaðar á næsta ári til viðbótar, til þess að stoppa í fjárlagagöt næstu ára.
Þetta sýnir svart á hvítu, hverslags brjálæði það er að ætla að samþykkja ríkisábyrgðina, sem aldrei átti að koma til, samkvæmt tilskipun ESB. Það verða Bretar og Hollendingar einfaldlega að sætta sig við. Það er einfaldlega ekki möguleiki fyrir íslenska skattgreiðendur að taka þetta á sig.
Mjög athyglisvert er að lesa harða gagnrýni lögfræðideildar seðlabankans á samninginn, t.d. að þjóðréttarlegri stöðu Íslands hafi verið kastað fyrir róða, eða eins og þar segir: "Samningurinn er einkaréttarlegs eðlis og eru ákvæði í honum sem ekki eru vanaleg í hefðbundnum lánasamningum sem ríkið er aðili að. Æskilegt hefði verið ef þjóðréttarleg staða íslenska ríkisins hefði verið betur tryggð."
Þetta, með meiru, sýnir hvernig hin óhæfa íslenska samninganefnd hefur verið höfð að leiksoppi Breta og Hollendinga. Eftirfarandi klausur, ásamt mörgu öðru, úr áliti seðlabankans eru einnig afar athyglisverðar: "Athygli vekur að bresk lög og lögsaga gilda ekki eingöngu um ágreiningsefni sem upp kunna að rísa beinlínis vegna samninganna heldur einnig atriði í tengslum við samningana hvort sem þau réttindi sem þau byggjast á eru innan eða utan samninga. Þá geta lánveitendur einnig að því marki sem lög heimila höfðað mál samtímis í mörgum lögsögum.
Afsal á ríkisins varðandi lögsögu og fullnustu er víðtækara en hefðbundið er. Seðlabankinn og eigur hans njóta þó friðhelgi skv. breskum lögum. Íslenska ríkið nýtur einnig friðhelgi skv. Vínarsamningnum frá 1961 um stjórnmálasamband og því gildir meginreglan um að diplómatar og eignir sem nauðsynlegar eru vegna sendiráða njóti verndar fyrir íhlutun eða aðför."
Nú verður Alþingi að þakka Svavari Gestssyni fyrir slæm störf og hafna þessum nauðasamningi.
Árni Þór Árnason, þingmaður, ætti að láta fara lítið fyrir sér á næstunni.
Skuldin 340 milljarðar 2015 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 09:41
Engin vandi að borga Icesave
Efnahagsleg áföll þurfa að dynja á hérlendis, til þess að ríkissjóður ráði ekki við að greiða Icesave skuldir Landsbankans, að sögn seðlabankans. Einhver hefði haldið að efnahagsleg áföll væru einmitt að ganga yfir landið núna og ekki yrði séð fyrir endann á þeim á næstu árum, en samkvæmt seðlabankanum þarf meira til.
Annað mál er, að ríkissjóður greiðir ekkert, nema innheimta aurana frá skattgreiðendum áður, en seðlabankinn nefnir, sem dæmi, sáraeinfalda leið til þess, eða eins og segir í fréttinni:
"Þar er tiltekið að virðisaukaskattur gæti hækkað annars vegar úr 7 prósentum í 7,83 prósent, og hins vegar úr 24,5 prósentum í 27,39 prósent. Seðlabankinn segir að ef þessi leið verði farin muni uppsafnaður ávinningur ríkissjóðs í lok árs 2025, þegar Icesave-skuldin verður að fullu greidd, verða meiri en heildargreiðslur vegna hennar"
Verði þessi hugmynd ekki notuð, þarf auðvitað að hækka aðra skatta til að skila sambærilegum tekjum í ríkissjóð. Snilldin hjá seðlabankanum er náttúrlega að benda á, að með þessu móti gæti ríkissjóður innheimt meiri tekjur, en til þarf, til þess að greiða skuldir Landsbankans. Svona snilld hlýtur að falla í góðan jarðveg hjá fjármálajarðfræðingnum og félögum hans í ríkisstjórn. Nú þarf einfaldlega að sannfæra almenning um að með þessu móti græði allir á Icesave.
Málið snýst hinsvegar ekki um það hvernig á að skattleggja þjóðina til að greiða skuld Landsbankans.
Málið snýst um, að það er ekki ríkisábyrgð á málinu og það er glæpur gegn þjóðinni, að samþykkja slíka ríkisábyrgð núna.
Ríkið ræður við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 14:25
Á sama að ganga yfir Jón og séra Jón?
Skuldastaða banka- og útrásarmógúla í landinu er víða slæm og samkvæmt Morgunblaðinu í dag eru margir þeirra sem mæta úrræðaleysi í hinum nýju bönkum. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra segist vona að bankarnir fari innan tíðar að geta heimilað eftirgjöf skulda.
Hvernig hefðu viðbrögð við fréttinni orðið, ef hún hefði birst á ofangreindan hátt? Hefði orðið borgarastyrjöld í landinu? Hefðu bloggheimar farið á límingunni í hneykslan sinni á öðrum eins hugmyndum.
Fyrir nokkrum dögum birtust fréttir af því að tveir helstu bankaglæframenn landsins hefðu farið fram á niðurfellingu skuldar við Nýja Kaupþing og allt ætlaði um koll að keyra í þjóðfélaginu. Eru það sömu aðilarnir, sem það gagnrýndu og vilja nú þiggja niðurfellingu skulda fyrir sjálfa sig? Það getur varla verið, því gjörðin hlýtur að vera sú sama, hver sem upphæðin er, sem um væri að tefla.
Hvers eiga þeir að gjalda, sem skulda minna en 110% af verðmæti fasteignar sinnar? Eiga þeir að fá senda ávísun í pósti?
Eiga ekki allar reglur að gilda jafnt fyrir Jón og séra Jón?
Aukið svigrúm til afskrifta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 13:23
Hörkubarátta við að afneita ríkisábyrgð
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, segir skuldastöðu þjóðarbúsins afar erfiða og hefur komist að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt sé að takast á við vandann. Ekki má þó segja allann sannleikann í því máli, enda reynt að þagga niður í þeim sem benda á hve mikið stendur til að auka vandann, með samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans. Þetta á t.d. við um lögfræðinga seðlabankans, sem skipað er að túlka einhverjar aðrar skoðanir, en skoðanir lögfræðinga seðlabankans.
Fyrst Steingrímur J. gerir sér núorðið grein fyrir því að fjárhagsstaða þjóðarbúsins sé erfið, hlýtur hann að breyta um baráttuaðferðir í Landsbankamálinu og taka upp baráttu fyrir rétti þjóðarinnar til að fara eftir tilskipunum ESB um að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ekki með ríkisábyrgð og komi því almenningi á Íslandi ekki við.
Menn sem gera sér grein fyrir vandamálinu, eiga ekki að berjast með kjaft og klóm fyrir því að auka vandann.
Hörkubarátta framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2009 | 10:51
Óformleg umsögn Árna Þórs?
Það verður að taka undir með Árna Þór, formanni utanríkismálanefndar Alþingis, að óviðunandi sé að fólk komi dulbúið á fundi nefndarinnar og þykist vera annað en það er. Til dæmis er alveg óskiljanlegt að menn þykist vera lögfræðingar seðlabankans, þegar þeir eru bara einstaklingar, sem vinna sem lögfræðingar í seðlabankanum. Þessu má auðvitað ekki rugla saman, eða eins og segir í fréttinni:
Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir, segir Árni Þór Sigurðsson.
Aðallögfræðingur seðlabankans sendi þetta fólk á nefndarfundina og það hefur væntanlega haldið að mætingin væri til að túlka skoðanir lögfræðideildar bankans, en eftiráskýring aðallögfræðingsins, er þessi, samkvæmt fréttinni:
"Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar."
Eftir þennan lestur vaknar sú spurning hvort þetta bréf sé skrifað af aðallögfræðingi seðlabankans, eða bara af þeim einstaklingi, sem gegnir embættinu.
Eins má velta fyrir sér hvort svar Árna Þórs, sé svar pólitíkusins Árna Þórs, eða óformlegt svar einstaklingsins Árna Þórs, sem vinnur sem Alþingismaður og nefndarformaður utanríkismálanefndar.
Ekki formleg umsögn Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)