Ekki möguleiki

Seðlabankinn áætlar að skuldin sem ríkisstjórnin ætlar að láta skattgreiðendur taka á sig, án skyldu, vegna skulda einkafyrirtækisins Landsbanka, verði um 340 milljarðar króna miðað við góða þróun efnagagsmála landsins og 75% endurheimtur eigna Landsbankans í Bretlandi.  Báðar forsendur eru vægt sagt í bjartsýnna lagi.

Til þess að safna fyrir skuldinni og dreifa henni jafnt á þessi 15 ár, leggur bankinn til að ríkissjóður byrji strax að leggja til hliðar 23 milljarða króna árlega og það megi t.d. gera með því að hækka virðisaukaskatt um 10-12%.  Allar skattahækkanir, sem þegar er búið að samþykkja á þessu ári, voru til að stoppa upp í 20 milljarða aukagat á fjárlögum þessa árs og gífurlegar skattahækkanir eru boðaðar á næsta ári til viðbótar, til þess að stoppa í fjárlagagöt næstu ára.

Þetta sýnir svart á hvítu, hverslags brjálæði það er að ætla að samþykkja ríkisábyrgðina, sem aldrei átti að koma til, samkvæmt tilskipun ESB.  Það verða Bretar og Hollendingar einfaldlega að sætta sig við.  Það er einfaldlega ekki möguleiki fyrir íslenska skattgreiðendur að taka þetta á sig.

Mjög athyglisvert er að lesa harða gagnrýni lögfræðideildar seðlabankans á samninginn, t.d. að þjóðréttarlegri stöðu Íslands hafi verið kastað fyrir róða, eða eins og þar segir:  "Samningurinn er einkaréttarlegs eðlis og eru ákvæði í honum sem ekki eru vanaleg í hefðbundnum lánasamningum sem ríkið er aðili að. Æskilegt hefði verið ef þjóðréttarleg staða íslenska ríkisins hefði verið betur tryggð."

Þetta, með meiru, sýnir hvernig hin óhæfa íslenska samninganefnd hefur verið höfð að leiksoppi Breta og Hollendinga.  Eftirfarandi klausur, ásamt mörgu öðru, úr áliti seðlabankans eru einnig afar athyglisverðar: "Athygli vekur að bresk lög og lögsaga gilda ekki eingöngu um ágreiningsefni sem upp kunna að rísa beinlínis vegna samninganna heldur einnig atriði í tengslum við samningana hvort sem þau réttindi sem þau byggjast á eru innan eða utan samninga. Þá geta lánveitendur einnig að því marki sem lög heimila höfðað mál samtímis í mörgum lögsögum.

Afsal á ríkisins varðandi lögsögu og fullnustu er víðtækara en hefðbundið er. Seðlabankinn og eigur hans njóta þó friðhelgi skv. breskum lögum. Íslenska ríkið nýtur einnig friðhelgi skv. Vínarsamningnum frá 1961 um stjórnmálasamband og því gildir meginreglan um að diplómatar og eignir sem nauðsynlegar eru vegna sendiráða njóti verndar fyrir íhlutun eða aðför."

Nú verður Alþingi að þakka Svavari Gestssyni fyrir slæm störf og hafna þessum nauðasamningi.

Árni Þór Árnason, þingmaður, ætti að láta fara lítið fyrir sér á næstunni.


mbl.is Skuldin 340 milljarðar 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband