Óformleg umsögn Árna Þórs?

Það verður að taka undir með Árna Þór, formanni utanríkismálanefndar Alþingis, að óviðunandi sé að fólk komi dulbúið á fundi nefndarinnar og þykist vera annað en það er.  Til dæmis er alveg óskiljanlegt að menn þykist vera lögfræðingar seðlabankans, þegar þeir eru bara einstaklingar, sem vinna sem lögfræðingar í seðlabankanum.  Þessu má auðvitað ekki rugla saman, eða eins og segir í fréttinni:

„Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

Aðallögfræðingur seðlabankans sendi þetta fólk á nefndarfundina og það hefur væntanlega haldið að mætingin væri til að túlka skoðanir lögfræðideildar bankans, en eftiráskýring aðallögfræðingsins, er þessi, samkvæmt fréttinni:

"Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar."

Eftir þennan lestur vaknar sú spurning hvort þetta bréf sé skrifað af aðallögfræðingi seðlabankans, eða bara af þeim einstaklingi, sem gegnir embættinu.

Eins má velta fyrir sér hvort svar Árna Þórs, sé svar pólitíkusins Árna Þórs, eða óformlegt svar einstaklingsins Árna Þórs, sem vinnur sem Alþingismaður og nefndarformaður utanríkismálanefndar.


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband