Engin vandi að borga Icesave

Efnahagsleg áföll þurfa að dynja á hérlendis, til þess að ríkissjóður ráði ekki við að greiða Icesave skuldir Landsbankans, að sögn seðlabankans.  Einhver hefði haldið að efnahagsleg áföll væru einmitt að ganga yfir landið núna og ekki yrði séð fyrir endann á þeim á næstu árum, en samkvæmt seðlabankanum þarf meira til.

Annað mál er, að ríkissjóður greiðir ekkert, nema innheimta aurana frá skattgreiðendum áður, en seðlabankinn nefnir, sem dæmi, sáraeinfalda leið til þess, eða eins og segir í fréttinni:

"Þar er tiltekið að virðisaukaskattur gæti hækkað annars vegar úr 7 prósentum í 7,83 prósent, og hins vegar úr 24,5 prósentum í 27,39 prósent. Seðlabankinn segir að ef þessi leið verði farin muni uppsafnaður ávinningur ríkissjóðs í lok árs 2025, þegar Icesave-skuldin verður að fullu greidd, verða meiri en heildargreiðslur vegna hennar"

Verði þessi hugmynd ekki notuð, þarf auðvitað að hækka aðra skatta til að skila sambærilegum tekjum í ríkissjóð.  Snilldin hjá seðlabankanum er náttúrlega að benda á, að með þessu móti gæti ríkissjóður innheimt meiri tekjur, en til þarf, til þess að greiða skuldir Landsbankans.  Svona snilld hlýtur að falla í góðan jarðveg hjá fjármálajarðfræðingnum og félögum hans í ríkisstjórn.  Nú þarf einfaldlega að sannfæra almenning um að með þessu móti græði allir á Icesave.

Málið snýst hinsvegar ekki um það hvernig á að skattleggja þjóðina til að greiða skuld Landsbankans.

Málið snýst um, að það er ekki ríkisábyrgð á málinu og það er glæpur gegn þjóðinni, að samþykkja slíka ríkisábyrgð núna.


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband