Hörkubarátta við að afneita ríkisábyrgð

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, segir skuldastöðu þjóðarbúsins afar erfiða og hefur komist að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt sé að takast á við vandann.  Ekki má þó segja allann sannleikann í því máli, enda reynt að þagga niður í þeim sem benda á hve mikið stendur til að auka vandann, með samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans.  Þetta á t.d. við um lögfræðinga seðlabankans, sem skipað er að túlka einhverjar aðrar skoðanir, en skoðanir lögfræðinga seðlabankans.

Fyrst Steingrímur J. gerir sér núorðið grein fyrir því að fjárhagsstaða þjóðarbúsins sé erfið, hlýtur hann að breyta um baráttuaðferðir í Landsbankamálinu og taka upp baráttu fyrir rétti þjóðarinnar til að fara eftir tilskipunum ESB um að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ekki með ríkisábyrgð og komi því almenningi á Íslandi ekki við.

Menn sem gera sér grein fyrir vandamálinu, eiga ekki að berjast með kjaft og klóm fyrir því að auka vandann.


mbl.is Hörkubarátta framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já endilega að gefa skít í allt þetta klúður sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að koma okkur í, borga ekki, og fara 70 ár aftur í tímann hvað varðar lífsgæði, vinalaus og sambandslaus við aðrar þjóðir.

hilmar jónsson, 14.7.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skelfing er aumt að hanga á því eins og hundur á roði, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stjórnað öllu banka- og útrásarrugli síðustu ára.  Þessi fyrirtæki voru ekki ríkisrekin, heldur í höndum einkaaðila, sem áttu að vera ábyrgir gerða sinna og hafi einhver eftirlitsbatterí brugðist, hafa það verið Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið.  Þær stofnanir starfa sjálfstætt og er alls ekki stjórnað af stjórnmálamönnum.

Hvergi í veröldinni er kreppunni skellt á stjórnvöld viðkomandi landa, hvað þá einstaka stjórnmálaflokka.  Slíka vitleysu lætur sér enginn detta í hug, nema einstaka vinstri maður á Íslandi.  Það er aum og arfavitlaus söguskýring, því enginn stjórnmálafolkkur styður fjármálaglæfra og þar að auki var krafa almennings á undanförnum árum sú, að stjórnmálamenn ættu ekki að skipta sér um of af atvinnulífinu.

Er Baugsmálið fyrsta, kannski öllum gleymt?

Axel Jóhann Axelsson, 14.7.2009 kl. 13:46

3 identicon

Hilmar Jóns segir allt sem ég ætlaði að segja í sinni athugasemd.

Ína (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 13:47

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það væri skynsamlegt fyrir þig Axel, að taka höfuðið upp úr sandinum.

Hvergi í heiminum annarsstaðar er Sjálfstæðisflokkur. Það er mikil gæfa, því það er nóg að hafa einn slíkann. Því miður, að þá er hann á Íslandi.

Kristbjörn Árnason, 14.7.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hefur verið sagt áður og má endurtaka enn:  Mikil hafa áhrif Sjálfstæðisflokksins verið, að hann skuli hafa valdið heimskreppunni.  Í öllum hinum vestræna heimi ausa ríkissjóðir fjármunum til að bjargar bönkum í sínum löndum, sem voru að hruni komnir, eins og íslensku bankarnir.  Raunar hefur tugur eða hundruð banka á vesturlöndum farið á hausinn, eins og þeir íslensku. 

Hér hefur oft verið settar fram þær skoðanir að íslenskir banka- og útrásarmógúlar hafi verið miklir fjárglæframenn, ef ekki glæpamenn, en að bendla gerðir þeirra við ákveðinn stjórnmálaflokk er eingöngu pólitískur keilusláttur vinstri manna á Íslandi.

Skoðanabræður þeirra í öðrum löndum hafa ekki sambærilegt hugarflug, eða þá að þeir eru ekki alveg eins ómerkilegir og þeir íslensku.

Axel Jóhann Axelsson, 14.7.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband