Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
14.7.2009 | 09:26
Hvað er "Íslenska ríkið"?
Ekki er von að hægt sé að ræða skuldamál íslenska ríkisins með miklu viti, ef ekki er hægt að skilgreina hvað "íslenska ríkið" er í raun og veru. Áður fyrr var talað um að íslenska ríkið væri nánast skuldlaust í útlöndum, en hins vegar væru einkaaðilar og sveitarfélög með talsverðar upphæðir í erlendum lánum.
Nú er talað um að skuldir "íslenska ríkisins" séu 140-240% af vergri landsframleiðslu, eftir því hvernig það er reiknað. Í fréttinni segir að: "Skuldirnar fara eftir því hvaða breytur eru teknar með í útreikningana, í hærri tölunni er til dæmis búið að taka mið af öllum skuldum, það er skuldum sveitarfélaga, fyrirtækja og erlendum lánum sem fyrirhugað er að taka á næstunni svo og Icesaveskuldbindingunum."
Hvers vegna eru menn nú að blanda skuldum einkaðila inn í þessa reikninga? Er það ef til vill vegna þess, að reiknað sé með því að allur atvinnurekstur á Íslandi verði kominn á hendur ríkisins fljótlega? Er jafnvel reiknað með að ríkissjóður þurfi að taka yfir öll sveitarfélögin einnig?
Allavega er ekki von að vel gangi við áætlanagerðir um skuldastöðu, þegar upphæðum virðist haldið leyndum fyrir þingi og þjóð.
Ekki síður er það erfitt, á meðan það er ekki skilgreint hvað er skuld ríkisins og hvað ekki.
![]() |
Erlendar skuldir á reiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2009 | 20:40
Formaður sem ekki styður stefnu eigin flokks
Þegar flokkur vinstri grænna var stofnaður árið 1999 var samþykkt sú afdráttarlausa stefna, að Ísland skyldi ekki sækja um aðild að ESB, enda væri hagsmunum landsins best borgið utan sambandsins. Þetta hefur verið margáréttað á landsfundum flokksins alla tíð frá stofnfundinum.
Vegna þessarar afdráttarlausu afstöðu flokksins, hefði mátt ætla að þingmenn flokksins myndu fylgja þessari stefnu fram af miklum krafti og ekki láta Samfylkinguna kúga sig til að breyta um kúrs í þessu brýna hagsmunamáli. Þrátt fyrir að Samfylkingunni þykji hæfa að treysta á Framsókn og Borgarahreyfinguna til þess að tryggja málinu framgang, þá beytir hún einstaka þingmenn VG hótunum um stjórnarslit, ef þeir standa ekki og sitja eins og Jóhönnu þóknast.
Merkilegast af öllu er, að formaður VG og fleiri þingmenn flokksins, skuli ekki styðja margsamþykkta stefnu síns eigin flokks.
Það staðfestir að hugsjónir þessara manna eru eins og hver önnur söluvara, sem seld er hæstbjóðanda hverju sinni.
![]() |
Tal um stjórnarslit undarlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2009 | 14:59
Staðfastur brotavilji
Hugmyndaflug Landsbankamanna við að véla fé út úr saklausum almenningi vítt og breitt um heiminn virðist hafa verið óendanlegt. Í Bretlandi og Hollandi voru viðskiptamenn vélaðir til að leggja sparifé sitt inn á Icesave reikninga, með gylliboðum um miklu betri kjör en aldagamlir bankar í Evrópu gátu boðið.
Viðskipti, sem voru bönnuð t.d. í Bretland, voru þá sett í gang frá Landsbankanum í Luxemborg, sem var sjálfstæður banki, en ekki útibú frá Íslandi. Að láta sér detta í hug að bjóða Spánverjum að veðsetja skuldlausar eða skuldlitlar fasteignir sínar fyrir láni, sem bankinn þóttist ætla að ávaxta svo vel, að vextirnir einir saman myndu greiða upp höfuðstólinn og gott betur, flokkast náttúrulega ekki undir neitt annað en staðfastan vilja til fjársvika.
Raunar er að mörgu leyti furðulegt hve margir hafa látið glepjast af þessum svikaboðum, en gróðavonin er stert hvöt í mannskepnunni. Á þessa gróðavon tókst Landsbankamönnum að spila og geta hreinlega ekki afsakað sig með því, að þeir hafi sjálfir trúað því, að þetta gæti gengið upp.
Íslenskra banka og fyrirtækjaútrásar verður lengi minnst sem einnar mestu svikamyllu í síðari tíma fjármálasögu heimsins.
![]() |
Bankinn fær ekki eignirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2009 | 23:37
Lausn á erfiðleikum Steingríms
Steingrímur J. á í miklum erfiðleikum með flokksfélaga sína, þar sem sumir þeirra snúast eins og vindhanar í afstöðunni til frumvarpsins um aðildarumsókn að ESB, eins og reyndar í fleiri málum. Hálfgerð upplausn er að verða í VG liðinu og stjórnarslitum hótað af hálfu Samfylkingarinnar, ef þingmenn VG sitji ekki og standi eins og Samfylkingarráðherrunum þóknast.
Steingrímur J. reynir að afsaka þennan hringlandahátt sinna manna með því að skiptar skoðanir séu í öllum flokkum, meðal almennings, samtaka atvinnulifsins og verkalýðshreyfingarinnar um aðildarumsóknina. Þetta er rétt, svo langt sem það nær, en mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst andstöðu sinni við aðild að ESB í skoðanakönnunum.
Einmitt vegna þessa klofnings um aðildarumsóknina, ættu þingmenn VG og annarra flokka að samþykkja að vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þjóðin vildi að gengið yrði til samninga við ESB. Eftir meðferð ESB þjóðanna á Íslendingum í Icesave málinu eru engar líkur á því að þjóðin myndi samþykkja nokkrar viðræður við ESB um nokkurn akapaðan hlut.
En með þjóðaratkvæðagreiðslu yrði Steingrímjur að minnsta kosti skorinn niður úr snörunni sem hans eigin flokksmenn og Samfylkingin hafa hert að hálsi hans.
![]() |
Erfitt mál fyrir VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2009 | 17:18
Lýðræðisást þegar hentar
Ríkisstjórnin er útblásin af lýðræðisást og því til sönnunar hefur hún flutt frumvarp á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem eiga að auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku um mikilvæg mál. Þessa ást sína á lýðræðinu þreytist stjórnin aldrei á að lýsa á hátíðar- og tyllidögum, en hversdags er í raun annað uppi á borðum.
Nú, þegar tillaga er flutt af stjórnarandstöðunni um þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá hvort þjóðin hafi áhuga á að sækja um aðild að ESB, þá gufar lýðræðisást ríkisstjórnarinnar upp, eða ens og Jóhanna, forsætisráðherra, segir, þá hefur þjóðin ekki hundsvit á Evrópusambandinu og getur því ekki kosið um, hvort sækja á um aðild, eða ekki.
Hinsvegar reiknar forsætisráðherrann með því að þjóðin munu hafa öðlast nóg vit á ESB eftir að Samfylkingin hafi matreitt málið betur ofan í hana og þá verði tímabært að leyfa henni náðarsamlegast að staðfesta niðurstöðu Samfylkingarinnar í málinu.
Eftir það mun aftur á hátíðar- og tyllidögum verða dásamað hversu lýðræðisleg ríkisstjórnin er og því mun þá að sjálfsögðu verða lofað að þjóðin fái að kjósa um mál, sem hún hefði mögulega vit á.
Þau mál verða auðvitað aldrei mörg, enda öll mál sem ríkisstjórnin fjallar um svo flókin, að það er ekki fyrir venjulega þjóð, að botna nokkurn skapaðan hlut í þeim.
![]() |
Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.7.2009 | 10:48
Orsök eða afleiðing
Það verða að teljast ótrúlegar tölur, að tæplega fjórðungur íslenskra kvenna, giftar eða í sambúð, hafi orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hendi maka. Samkvæmt rannsókninni, sem var unnin af Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur og Brynju Örlygsdóttur, sem báðar eru með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði, eru flestar kvennanna beittar andlegu ofbeldi, eða eins og segir í fréttinni:
"18,2% af þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og 1,3% höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi."
Þó tiltölulega lítill hópur, samt of stór, verði fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, er athyglisverðast hve margar konur verða fyrir andlegu ofbeldi og fróðlegrt að bera þann fjölda saman við andlegt ástand svipaðs hlutfalls þessara kvenna, eða eins og fram kemur: "7% giftra kvenna og 9% kvenna í sambúð þjáist af þunglyndi og 4% eiga við átröskunarvandamál að stríða, samkvæmt rannsókninni."
18,2% kvennanna segjast verða fyrir andlegu ofbeldi og 20% eiga við andlega erfiðleika að etja. Ekki kemur fram í fréttinni, hvort þetta sé sami hópurinn, en a.m.k. er heildarfjöldinn svipaður. Þetta leiðir hugann að því, hvort andlegu veikindin valdi því að viðkomandi finnist að allt sé þeim andstætt og þær séu kúgaðar af makanum og kannski fleirum.
Fróðlegt væri að vita hvort þarna séu tengsl.
![]() |
Fjórðungur orðið fyrir ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2009 | 09:11
Öfug forgangsröðun hjá ríkinu
Á þenslutímum á ríkið að halda að sér höndum við framkvæmdir til að auka ekki á þensluna, en á samdráttartímum, að ekki sé í kreppu eins og nú, á ríkið að auka framkvæmdir sínar, til þess að berjast gegn atvinnuleysi. Á þenslutímum á að sporna við í rekstri ríkisins og á krepputímum á að spara í rekstrinum og skera allt niður, sem hægt er að vera án, til þess að geta aukið framkvæmdirnar.
Ríkisstjórnin gerir hins vegar allt öfugt við þetta, allar framkvæmdir á vegum opinberra aðila eru skornar niður við trog, til þess að hægt sé að halda uppi sem mest óbreyttum ríkisrekstri. Þetta verður auðvitað til þess, að opinberir starfsmenn verða lítið varir við kreppuna, en hún bitnar því harkalegar á starfsfólki á almennum vinnumarkaði.
Í stað þess að auka verklegar framkvæmdir, hækkar ríkisstjórnin alla skattheimtu á almenning og fyrirtæki landsins og dregur þannig allan mátt og kjark úr almenna atvinnumarkaðinum.
Skilningur á því að kreppan minnkar ekki fyrr en nýju lífi verður blásið í atvinnulífið, verður að fara að vakna hjá stjórnvöldum og sparnaður hins opinbera verður að flytjast frá framkvæmdkunum yfir á ríkisreksturinn. Þannig mun atvinnulífið komast fyrr á rekspöl og einstaklingar og fyrirtæki geta farið að fjárfesta aftur og greiða eðlilega skatta til ríkisins á ný.
Ríkisstjórnin er að dýpka og lengja kreppuna með aðgerðum og aðgerðarleysi sínu.
![]() |
360 sagt upp í hópuppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2009 | 10:01
Ekki sama hver segir hvað
Davíð Oddson hefur í viðtali við Moggann lýst sömu skoðunum og flestir sem tjá sig um Icesave skuldir Landsbankans, en þá bregður svo við, eins og venjulega, að allt ætlar um koll að keyra, ekki vegna skoðana hans, heldur eingöngu vegna persónunnar sem lætur þær í ljós. Nær væri að fagna því, að annar eins þungaviktarmaður og Davíð skuli tjá sig um málið og ekki síður, að hann skuli upplýsa um alvarlege mál, sem ríkisstjórnin er að leyna fyrir þingi og þjóð.
Þar eru einna merkilegastar upplýsingarnar um skýrslu nefndar OECD, undir forystu núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu, þar sem kemur fram það álit að Íslendingar séu ekki ábyrgir fyrir skuldbindingum einkabanka, í þessu tilfelli Landsbankans. Þessa skýrslu, ásamt fleirum sem Davíð nefnir, verður Össur, ráðherragrínari, að birta nú þegar, því þær eru hagstæðar málstað Íslands, en engu er líkara en ríkisstjórnin leggi sérstaka rækt við að leyna öllum gögnum, sem styrkja stöðu þjóðarinnar í efnahagsstríði ESB gegn landinu.
Líklegt er að margir sem nú ráðast á Davíð, eingöngu vegna gamals haturs, hafa ekki lesið viðtalið í heild sinni. Til dæmis kom það fram hjá Steingrími Jong Sig., fjármálafjarðfræðingi, í morgunfréttum, að hann hafði ekki lesið viðtalið, en samt gaf hann lítið fyrir þær skoðanir sem þar koma fram.
Þannig er málflutningur þeirra sem vilja gangast undir þá nauðung, að vilja samþykkja ríkisábyrgð á skuldir Landsbankans. Bretar, Hollendingar og aðrar ESB þjóðir vita mætavel að þjóðin er ekki ábyrg fyrir þessu fjármálarugli Landsbankans, því annars væru þær ekki að þvinga fram ríkisábyrgð núna, ef hún væri fyrir hendi nú þegar, samkvæmt lögum ESB. Þá væri einfalt fyrir þær að fara með málið fyrir dómstóla, en á það mega þær ekki heyra minnst.
Davíð er einn merkasti sonur þjóðarinnar.
Á hans sjónarmið á að hlutst með athygli.
![]() |
Ekki setja þjóðina á hausinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2009 | 15:59
Seinheppni, týndir pappírar og leyndarmál
Seinheppni þessar vesælu ríkisstjórnar er engu lagi lík. Við upphaf hennar vantaði ekki fagurgalann um opna og gagnsæja stjórnsýslu og að allt skyldi vera uppi á borðum. Síðan þá hefur hefur hún pukrast með öll mál og allar upplýsingar hefur þurft að draga út úr henni með töngum og samt koma upplýsingarnar eingöngu í smáskömmtum, þannig að langan tíma tekur að fá almennilega heildarmynd af því sem hún er að aðhafast.
Nú er nýjast, að embættismenn hafi raðað skjölum í vitlausa bunka og þess vegna hafi láðst að upplýsa þingmenn um ýmsa þætti Icesave skulda Landsbankans. Ekki eru pappírsraðarar fjármálaráðuneytisins hraðvirkari en svo, að ekki mun takast að greiða úr flækjunni fyrr en á mánudaginn.
Aldrei hefur nokkur ríkisstjórn í landinu verið hulin eins miklum dularhjúp og þessi sem situr nú um stundir. Þessi leynd er farin að taka á sig ýmsar myndir, t.d. eru skoðanir stjórnarliða á þeim málefnum sem fyrir þinginu liggja, orðnar svo mikið leyndarmál, að þeir láta helst ekki sjá sig í þingsal og þó þeir séu þar, þá taka þeir alls ekki til máls, til þess að ekkert uppgötvist um skoðanir þeirra. Þetta hefur komið glöggt í ljós við umræður um Icesave.
Þetta er farið að minna á krakka, sem segja hvert við annað:
Ég skal segja þér leyndó, ef þú lofar að segja það engum.
![]() |
Ekki öll gögn komin fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2009 | 13:47
Þjóðin greiði fyrir hryðjuverkin
Árið 2001 var gerð hryðjuverkaárás á tvíburaturnana í New York og voru þar að verki nokkrir ungir menn frá Saudi Arabíu. Nokkrum árum síðar var gerð sprengjuárás á neðanjarðarlestakerfið í London og þar voru að verki ungir menn frá Pakistan og/eða ættaðir þaðan. Menn af arabískum ættum hafa framið morð og önnur óhæfuverk í Hollandi á undanförnum árum.
Ekki datt bandaríkjamönnum í hug að gera árás á Saudi Arabíu, þó hryðjuverkamennirnir væru þaðan, ekki datt Bretum í hug að gera árás á Pakistan og ekki hafa Hollendingar lýst yfir stríði á hendur arabaríkjunum.
Tiltölulega fámennur hópur íslenskra efnahagshryðjuverkamanna gerðu strandhögg víða um heim undanfarin ár og með gerðum sínum sköðuðu þeir efnahag margra landa, en engra þó eins mikið og síns eigin heimalands, en þar var efnahagur þjóðarinnar lagður algerlega í rúst.
Þá bregður svo við að allt Efnahagsbandalag Evrópu, með Breta, Hollendinga og Þjóðverja í fararbroddi lýsir yfir efnahagslegu stríði við heimaland hryðjuverkamannanna, land sem þegar er í rúst af völdum þessara manna. Í fótgönguliðið er síðan beitt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem að nafni til á að hafa verið sendur til að bjarga efnahag Íslands, en er í raun handrukkari ESB.
Löggjöf ESB gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans og því er það ekki aðalatriði hvort Íslendingar geti kraflað sig út úr því að borga, aðalatriðið er það að nú er verið að beita Íslendinga kúgun til að taka á sig ábyrgð á gerðum íslenskra efnahagshryðjuverkamanna.
Þjóðin er nú liggjandi eftir árásina og ESB og meðreiðarsveinar eru ekki eingöngu að sparka í hausinn á þeim sem laminn var niður, þeir eru líka að reka ríting í bak hans og snúa honum í sárinu.
Vonandi verður ástand hins særða ekki svo aumt, að hann skríði til kvalara sinna í leit að lækningu.
![]() |
Getum ekki prentað gjaldeyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)