Lýðræðisást þegar hentar

Ríkisstjórnin er útblásin af lýðræðisást og því til sönnunar hefur hún flutt frumvarp á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem eiga að auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku um mikilvæg mál.  Þessa ást sína á lýðræðinu þreytist stjórnin aldrei á að lýsa á hátíðar- og tyllidögum, en hversdags er í raun annað uppi á borðum.

Nú, þegar tillaga er flutt af stjórnarandstöðunni um þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá hvort þjóðin hafi áhuga á að sækja um aðild að ESB, þá gufar lýðræðisást ríkisstjórnarinnar upp, eða ens og Jóhanna, forsætisráðherra, segir, þá hefur þjóðin ekki hundsvit á Evrópusambandinu og getur því ekki kosið um, hvort sækja á um aðild, eða ekki.

Hinsvegar reiknar forsætisráðherrann með því að þjóðin munu hafa öðlast nóg vit á ESB eftir að Samfylkingin hafi matreitt málið betur ofan í hana og þá verði tímabært að leyfa henni náðarsamlegast að staðfesta niðurstöðu Samfylkingarinnar í málinu.

Eftir það mun aftur á hátíðar- og tyllidögum verða dásamað hversu lýðræðisleg ríkisstjórnin er og því mun þá að sjálfsögðu verða lofað að þjóðin fái að kjósa um mál, sem hún hefði mögulega vit á.

Þau mál verða auðvitað aldrei mörg, enda öll mál sem ríkisstjórnin fjallar um svo flókin, að það er ekki fyrir venjulega þjóð, að botna nokkurn skapaðan hlut í þeim.


mbl.is Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og Hvers vegna ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, og ef málið sé þá ekki enn komið á hreint nú þá bara aðra til um það....................................Lýðskrum.

Banjó (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 17:36

2 identicon

Tek undir það að Alþingi telur sig oft hæfara og betra en allan almenning.

Skiptir þá litlu að þau koma öll úr okkar röðum.

Bragi (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Held að það séu mjög margir sem vilja bara ekkert ganga í ESB, sama hvaða tímabundnu undanþágur við myndum fá í staðinn..  Ég er einn þeirra.

Þjóðaratkvæðagreiðsla kostar hvað.. nokkra tugi milljóna en hinsvegar hafa einhverjir verið að tala um að allt þetta umstang og ferli í sambandi við aðildarumræður uppá að fá semja um þessar undanþágur og annað eigi eftir að kosta nokkur hundruð milljónir (sá töluna 900-1000 milljónir einhversstaðar en ég er efins um að þetta eigi eftir að kosta það mikið).

Væri þá ekki betra að athuga hvort þjóðin vill þetta á annað borð frekar en að eyða margfalt meiri pening í einhverjar aðildarviðræður og ef það kemur svo á daginn að meirihluti þjóðarinnar vill fara í aðildarviðræður er það þá ekki allavega betra að vita að þjóðin standi á bakvið aðildarviðræðurnar?

Jóhannes H. Laxdal, 10.7.2009 kl. 17:57

4 identicon

Þarf þá ekki bara að skella á annari þjóðaratkvæðagreiðslu til að komast að því hvort meirihluti sé fyrir því hvort fólk vilji fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður.

 Hún kostar nú líka pening og er jú nú líka umdeild.. 

Hvar vilja menn setja punkt við lýðskumið.

 Þegar niðurstaða sérhagsmuna eru tryggðir.

 og fólk eins og ég fæ enga upplýsta umræðu né kynningu um hvað sé í boði,  bara einhverja tölu um að þetta sé of dýrt..og svo auðvitað það klassíska að við stefnum öll í moldarkofana og kemur það frá báðum áttum..

Banjó (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Banjó reynir með útúrsnúningum að gera lítið úr svokallaðri tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, en málið er það að ef þjóðin fengi að kjósa um það, hvort sækja ætti um aðild að ESB, þyrfti ekki aðrar kosningar, því aðildarumsóknin yrði vafalaust felld með miklum meirihluta.  Íslendingar myndu aldrei samþykkja nokkurt samstarf með þessum kúgunarþjóðum, sem reyna að setja þjóðina í skuldahlekki til áratuga með efnahagþvingunum sínum vegna skulda Landsbankans.

Hafi Banjo ekki hugmynd um framtíðarfyrirætlanir um stórríki Evrópu, þá þarf hann einfaldlega að kynna sér málið betur.

Axel Jóhann Axelsson, 10.7.2009 kl. 23:45

6 identicon

Manneskjan sem er að reyna að gefa það í skyn að þjóðin sé ekki nógu gáfuð til að kjósa um aðildarviðræður kann ekki einusinni ensku, come on!!! 

Geir (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 00:28

7 identicon

jóhanna sigurðard. meina ég

geir (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 00:30

8 identicon

Axel

 Ef Íslendingar muni aldrei samþykkja að ganga til liðs við þennan klúbb þá þarftu ekkert að örvænta.

 En ég vill kjósa um hvort Evrópusambandið sé fyrir mig eða ekki.

Og ekki get ég tekið upplýsta ákvörun byggða á bloggi er það.  Það vantar allar staðreyndir og þær koma ekki ljós fyrr en aðildarsamningur er klár.

Hverning getur þú verið búin að ákveða að þú sért ekki fylgandi einhverju sem þú veist ekki hvað er, ef þú veist meira en Íslenska þjóðin skora ég á þig að fara í Kastljós eða Ísland í dag og upplýsa villuráfandi þjóð um sannleikann sem þú býrð yfir.

Hverjar eru framtíðarfyrirætlanir um stórríki Evrópu? já það væri gott að geta kynnst sér það, málið er að ég veit ekki hvar ég á að kynna mér það

 Og hvað heldur þú að stór partur Íslensku þjóðarinnar viti hverjar framtíðarfyrirætlanir um stórríki Evrópu séu.

Er þjóðin tilbúin að kjósa um allt þetta byggt á skoðun annara?

Banjó (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 13:05

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Enginn þarf að taka upplýsta ákvörðun af bloggi einu saman, en t.d á heimasíðu Heimssýnar er að finna mikinn fróðleik um ESB og hann má finna miklu víðar.  Samþykkt stjórnarskrár ESB átti að vera skref í átt að stórríki Evrópu, en þar sem hún fékkst ekki samþykkt í öllum ríkjunum var henni breytt örlítið og heitir nú Lissabonsáttmáli.  Erfiðlega hefur gengið að fá Íra til að samþykkja hann, en önnur tilraun verður gerð í haust.

Sameiginlegur her Evrópuríkja er líka á dagskrá og áfram mætti telja þau atriði sem sýna að stefnan er sett á eitt stórríki Evrópu og Ísland yrði varla á við smáhrepp í því draumaríki.

Það er alveg vitað hvað Íslendingum stendur til boða innan ESB, því þeir þurfa auðvitað að gangast undir samþykktir ESB og munu ekki fá nokkrar einustu undanþágur frá þeim.  Ekki þarf annað en líta til reynslu Norðmanna í því efni.  Ef eitthvað vantar á upplýsta umræðu um málið, hlýtur það að vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að birta allar upplýsingar um ESB og útskýra hvað hún telur að vinnist með inngöngu.

Hefur þú einhversstaðar séð þær upplýsingar frá yfirvöldum?

Axel Jóhann Axelsson, 11.7.2009 kl. 14:43

10 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Banjó .. þú vilt semsagt að við förum í aðildarviðræður...  Svo þú getir kynnt þér málið með því að láta dæla ofaní þig "staðreyndum" um málið frá hagsmunaaðilum sitthvorum megin við línuna.  Það er ansi slappt fyrir mann sem vill taka upplýsta ákvörðun,  Er ekki betra að taka sér smá tíma úr degi og nota þá frábæru uppfinningu sem við Íslendingar erum í fararbroddi með aðgengi að og leita þér upplýsinga um málið í gegnum internetið ?

Það getur verið erfitt að finna algjörlega hlutlausar upplýsingar um málið í gegnum internetið þar sem það er vafalaust hagsmunaaðilar sem standa fyrir mjög mörgum af þeim upplýsingasíðum um ESB en það er einmitt það góða við internetið er að það er auðvelt að sannreyna hvort staðreyndir séu réttar eða eitthvað bull.

Gott að byrja á því sem er umræðumál í Evrópu núna eða Lisbon sáttmálann sem Írar höfnuðu í fyrra en á að kjósa um aftur,  hann er að finna hér

Jóhannes H. Laxdal, 13.7.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband