Ekki sama hver segir hvað

Davíð Oddson hefur í viðtali við Moggann lýst sömu skoðunum og flestir sem tjá sig um Icesave skuldir Landsbankans, en þá bregður svo við, eins og venjulega, að allt ætlar um koll að keyra, ekki vegna skoðana hans, heldur eingöngu vegna persónunnar sem lætur þær í ljós.  Nær væri að fagna því, að annar eins þungaviktarmaður og Davíð skuli tjá sig um málið og ekki síður, að hann skuli upplýsa um alvarlege mál, sem ríkisstjórnin er að leyna fyrir þingi og þjóð.

Þar eru einna merkilegastar upplýsingarnar um skýrslu nefndar OECD, undir forystu núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu, þar sem kemur fram það álit að Íslendingar séu ekki ábyrgir fyrir skuldbindingum einkabanka, í þessu tilfelli Landsbankans.  Þessa skýrslu, ásamt fleirum sem Davíð nefnir, verður Össur, ráðherragrínari, að birta nú þegar, því þær eru hagstæðar málstað Íslands, en engu er líkara en ríkisstjórnin leggi sérstaka rækt við að leyna öllum gögnum, sem styrkja stöðu þjóðarinnar í efnahagsstríði ESB gegn landinu.

Líklegt er að margir sem nú ráðast á Davíð, eingöngu vegna gamals haturs, hafa ekki lesið viðtalið í heild sinni.  Til dæmis kom það fram hjá Steingrími Jong Sig., fjármálafjarðfræðingi, í morgunfréttum, að hann hafði ekki lesið viðtalið, en samt gaf hann lítið fyrir þær skoðanir sem þar koma fram.

Þannig er málflutningur þeirra sem vilja gangast undir þá nauðung, að vilja samþykkja ríkisábyrgð á skuldir Landsbankans.  Bretar, Hollendingar og aðrar ESB þjóðir vita mætavel að þjóðin er ekki ábyrg fyrir þessu fjármálarugli Landsbankans, því annars væru þær ekki að þvinga fram ríkisábyrgð núna, ef hún væri fyrir hendi nú þegar, samkvæmt lögum ESB.  Þá væri einfalt fyrir þær að fara með málið fyrir dómstóla, en á það mega þær ekki heyra minnst.

Davíð er einn merkasti sonur þjóðarinnar.

Á hans sjónarmið á að hlutst með athygli.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér með hann Davíð. Hann má ekki svo mikið sem geispa án þess að það verði allt vitlaust.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband