Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
13.5.2009 | 10:04
Evran og ofsatrú
Mogginn heldur ótrauður áfram grímulausri baráttu sinni fyrir ESB aðild Íslands og sést ekki alltaf fyrir í áróðri sínum. Nýjustu útreikningar sýna, að jafnvel þó Ísland gengi í Evrópusambandið, myndi það ekki uppfylla Maastricht-sáttmálann fyrr en í fyrsta lagi árið 2039.
Mogginn grípur samt hvert hálmstráið af öðru til réttlætinga ESB aðildinni og nefnir að Grikkland hafi fengið undanþágu vegna skulda sinna til að taka upp Evruna. Hvernig er staðan í Grikklandi núna? Skyldu Grikkir vera farnir að sjá eftir því að hafa tekið upp Evruna?
Grein Hjartar J. Guðmundssonar, hér á blogginu ætti að vera skyldulesnig allra og ekki síst þeirra, sem halda að allur vandi þjóðarinnar verði leystur með inngöngu í ESB. Vonandi telst það ekki til ritstuldar að benda á færslu Hjartar, en hana má lesa hér
Falli fólk ekki frá ESB stuðningi, eftir þann lestur, eru menn orðnir helteknir eins og féagar í öfgatrúarsöfnuðum.
Frávik veitt frá Maastricht-skilyrðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2009 | 17:10
Ákvörðunartaka í ESB
Þegar ákvörðun um aflaheimildir er tekin hérlendis, tekur sjávarútvegsráðherra hana einn og óstuddur, eftir ráðleggingar frá Hafró. Ráðherrann getur tekið ákvarðanir á einum degi um minnkun afla, eða aukningu, eins og oft hefur þurt að gera, t.d. varðandi síld og loðnu.
Fiskistofnar Evrópusambandsins eru ofveiddir í 80% tilvika og framkvæmdastjórn ESB hefur boðað verulegan niðurskurð á aflaheimildum næsta árs, eða a.m.k. um 25% í þeim tegundum, sem eru í mestri útrýmingarhættu.
Það er bara einn hængur á, eins og segir í fréttinni: "Ekkert er þó ákveðið hvað varðar úthlutun aflaheimilda fyrir næsta fiskveiðiár þar sem eftir á að ræða málið meðal sjávarútvegsráðuneyta aðildarríkjanna 27."
Þetta er báknið, sem Smáflokkafylkingin vill að ákveði fiskveiðiheimildir við Íslandsstrendur.
ESB: Útlit fyrir verulegan niðurskurð kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.5.2009 | 14:20
Skattastjórn
Fyrir kosningar sögðu bæði Smáflokkafylkingin og VG að skattar yrðu ekki hækkaðir á þessu ári, þar sem fjárlög fyrir árið hefðu þegar verið samþykkt. Þessu trúðu ekki allir og þann 21/04 s.l. var þessi spá sett fram um skatta, sem yrðu hækkaðir. Aðeins nokkrum dögum eftir myndunar nýrrar ríkisstjórnar er spáin að byrja að rætast.
Fréttin um skattahótanir Jóhönnu, ríkisverkstjóra, hefst svona: "Ríkisstjórnin ætlar að kynna áætlun sína um skattahækkanir fljótlega eftir að þing kemur saman. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í gær að ríkisstjórnin myndi ekki taka hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu til sín í gegnum skattkerfið en ríkisstjórn Geirs H. Haarde hefði gert í góðærinu."
Þarna er sagan einungis hálfsögð, því á undanförnum árum hefur virðisaukaskattur og fleiri óbeinir skattar verið stæsti hluti heildarskattteknanna. Nú hafa þessir skattstofnar hrunið og til að taka til sín sama hlutfall af vergri landsframleiðsu og áður, þarf að stórauka beina skatta, svo sem tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt o.fl. Skattpíningin hér á landi mun verða í anda hinna norrænu velferðarstjórna, sem stjórnina hér dreymir um að líkjast.
Vitað var að vinstri stjórn og skattastjórn yrði það sama.
Það bregst aldrei.
Kynna skattahækkun eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 11:00
Þjónkun hégómleikans
Í 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var á Sunnudaginn, var einn liður sem hljóðaði svo:
"Nýjar reglur um nefndarþóknanir, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn."
Þetta var kynnt þannig, að greiðslur fyrir nefndarstörf yrðu lækkaðar, eða felldar alveg niður, og settar yrðu samræmdar reglur milli ráðuneyta um risnu- og ferðakostnað, með það að markmiði að spara nánast allt, sem hægt væri að spara, á þessum liðum.
Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar er síðan að flytja allt ráðherraliðið til Akureyrar, til þess að þjónka barnalegri hégómagirnd Steingríms J., fjármálajarðfræðings, um að fá að halda fyrsta fund nýrrar ríkisstjórnar í sínu heimakjördæmi.
Ef til vill var klausan um risnu- og ferðakostnaðarsparnaðinn bara sett inn í verkefnaskrána til þess að hafa eitthvað til að gera grín að á ferðalögum.
Í fréttinni af þessum tímamótafundi kemur fram að: "Með staðarvalinu vill ríkisstjórnin undirstrika að hún er ekki bara stjórn þeirra sem á höfuðborgarsvæðinu búa, heldur landsins alls. Ekki er útilokað að fleiri fundir en þessi verði haldnir utan Reykjavíkur þegar fram líða tímar."
Þessi klausa hlýtur að hafa verið samin af Össuri, grínráðherra, nema ríkisstjórnin sé upp til hópa svona bráðfyndin.
Hefur nokkrum, nokkurn tíma, dottið í hug að ríkisstjórnir væru bara ríkisstjórnir Reykjavíkur?
Ríkisstjórnarfundur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 09:35
Vaxtalaus lán
Kreppan í Svíþjóð er ekki ennþá orðin eins djúp og hún er hér á landi, en sænska stjórnin hefur, í viðleitni sinni til örvunar atvinnulífsins og einkaneyslu, heimilað tímabundið, að kostnaður við endurbætur á húsum verði frádrátttarbær frá skatti. Hér á landi hefur verið samþykkt að heimila tímabundið, að vinna á byggingarstað verði undanþegin virðisaukaskatti, sem einnig er hugsað til að auka atvinnu í byggingageiranum.
Handelsbanken í Svíþjóð hefur brugðist við þessu útspili sænsku stjórnarinnar með því að bjóða vaxtalaus lán til eins árs í þessu skini og reiknar með svo mikilli eftirspurn eftir lánunum, að opið verður í 400 útibúum bankans á laugardaginn, til að afgreiða lánin.
Á Íslandi er viðhaldið svo svívirðilegum okurvöxtum í kreppunni, að fáir treysta sér til þess að nýta sér virðisaukaskattsafsláttinn, vegna kostnaðarins við lánin.
Seðlabankinn er byrjaður að rumska. Nú þarf hann að fara að vakna almennilega.
Svíum bjóðast vaxtalaus lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2009 | 16:06
Falskur samanburður
Eiríkur Bergmann, eindreginn ESB sinni, sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaus fræðimaður, segir að umsókn um aðild að ESB sé svipað ferli og aðildarumsókn Íslands að EES var á sínum tíma. Þetta er vísvitandi falskur samanburður, sem sést best á því að ekki þurfti að breyta stjórnarskránni til að afsala fullveldi Íslands, eins og kemur fram í landsfundarályktun Smáflokkafylkingarinnar:
"Setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimilar að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum stofnunum og alþjóðastofnunum samkvæmt ákvörðun Alþingis. Slík ákvörðun tekur því aðeins gildi að sé staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Nú leggur Smáflokkafylkingin áherslu á, að sækja þurfi um aðildina að ESB ekki seinna en í júlí, en í ályktuninni er talað um langan og vandaðan undirbúning, eða eins og þar stendur:
"Undirbúa stofnun fastanefndar um Evrópumál á Alþingi. Hún hafi fyrir hönd þingsins forystu um aðildarviðræður og undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um þá niðurstöðu sem í þeim fæst. Gangi Ísland í ESB hafi nefndin það verkefni að taka til umfjöllunar og afgreiðslu allar lagatillögur sambandsins áður en þær koma til endanlegrar afgreiðslu að hætti Evrópunefndar danska þjóðþingsins."
Nú, aðeins nokkrum vikum eftir að þetta var samþykkt, er þessi fallega samþykkt gleymd og nú á að leggja fram þingályktunartillögu um umsókn að EBS strax og þing kemur saman, eftir viku. Það er ekki langur tími til að stofna fastanefnd um Evrópumál á Alþingi, sem hafi forystu um aðildarviðræðurnar.
Smáflokkafylkingin er ekki trúverðugur flokkur í neinu tilliti og allra síst í Evrópumálum.
Því verðu ekki trúað, að stjórnarandstaðan skeri stjórnina niður úr snörunni í þessu máli.
Svipuð aðferð og við inngönguna í EFTA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2009 | 13:37
Hundrað daga ríkisstjórn
Venjulega er talið sanngjarnt að gefa nýjum ríkisstjórnum eitt hundrað daga til að sanna sig og einnig hafa þessir hundrað dagar verið nefndir "hveitibrauðsdagar" ríkisstjórnarflokkanna. Að þessum tíma liðnum er ætlast til að stjórnarstefna sé að fullu komin í framkvæmd og stjórnin búin að sýna hvað í hana sé spunnið.
Minnihlutastjórnin sat í hundrað daga og því hefði hún átt að vera búin að koma í framkvæmd öllum þeim málum sem hún vildi leggja áherslu á. Því skýtur það skökku við að nýja ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og að mestu leyti sömu ráðherrum, skuli telja sig þurfa eitt hundrað daga í viðbót, til að átta sig á þeim málum sem knýjandi eru í efnahagslífi þjóðarinnar.
Morgunkorn Greiningar Íslandsbanka fjallar um fyrirhugaðan niðurskurð ríkisútgjalda á næstu þrem árum og segir þar m.a: "Öllum er ljóst að til þess að það gangi eftir þarf að grípa til bæði niðurskurðar ríkisútgjalda og breikkunar á tekjustofni með auknum sköttum. Hingað til hafa þó engin svör fengist um hvaða aðgerða stjórnvöld ætla að grípa til í þessum tilgangi. Svörin við þessum spurningum munu þó liggja fyrir að 100 dögum liðnum þegar hulunni verður svipt af áætlun stjórnvalda um ríkisfjármál til millilangs tíma og forsendur fjárlaga 2010 verða afgreiddar í ríkisstjórn."
Almenningur mun ekki hafa þolinmæði til að bíða í hundrað daga eftir því að hulunni verði svipt af áætlunum stjórnvalda.
Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 10:12
Þrautagangan framundan
Hér hefur oft verið fjallað um væntanlegan niðurskurð ríkisfjármála og kvartað undan því að fjölmiðlar hafi ekki sýnt þessu máli nokkurn áhuga og látið glepjast af ESB þvaðri alla kosningabaráttuna, þegar þeir voru ekki að fjalla um persónuleg fjármál frambjóðenda og flokka. Ef til vill er það vegna upphæðanna sem um er að ræða, því það er auðveldara að skilja sextíu milljónir, en sextíu milljarða, margfaldaða með þrem.
Nú loksins virðast fjölmiðlar vera að kveikja á þessum væntanlæega niðurskurði í ríkisrekstrinum, eða eins og segir í fréttinni: "Á árunum 2006-2008 nam þetta hlutfall um 28-29%. Miðað við að gert sé ráð fyrir 11% samdrætti landsframleiðslu í ár þyrftu frumútgjöld ríkissjóðs að dragast saman um 13%, eða 56,6 milljarða, á árinu til að þetta markmið næðist. Samkvæmt fjárlögum er hins vegar gert ráð fyrir því að frumútgjöldin aukist um 7,8% eða 34 milljarða króna. Verða þau því um 38,4% af vergri landsframleiðslu í ár."
Í löngum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er aðeins sagt að jafnvægi þurfi að nást í ríkisfjármálunum fyrir árið 2013, en ekkert talað um hvernig á að fara að því. Hins vegar er almennt orðagjálfur um að vernda skuli velferðarkerfið og störf opinberra starfsmanna. Minna er sagt um að vernda störf starfsmanna á almennum vinnumarkaði, enda eru hátt í 20 þúsund þeirra án vinnu.
Vonandi fara fjölmiðlar að sinna þeirri skyldu sinni að upplýsa almenning um þrautagönguna, sem framundan er.
Mikil þrautaganga framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 09:26
Nýtt "hernám"
Þann 10. maí 1940 gekk Breskur her á land á Íslandi og þar með var landið hernumið. Hernámið var framkvæmt með því markmiði, að Ísland félli ekki í hendur Þjóðverja, sem þá höfðu lagt undir sig meginhluta Evrópu, með hernaði. Ríkisstjórn Íslands mótmælti hernáminu kröftuglega og neitaði að gangast formlega undir yfirráð Breta.
Þann 10. maí 2009 var stofnað til ríkisstjórnar á Íslandi, með það sem eitt sitt meginmarkmið, að óska eftir nýju "hernámi" og er í þetta sinn biðlað til Breta, Frakka og Þjóðverja í sameiningu, að taka að sér stjórn í landinu. Eftir stríð hefur Þjóðverjum tekist að verða ráðandi ríki í Evrópu og nú eru önnur lönd ekki tekin hernámi á sama hátt og áður, heldur með fjármagni og pólitískum gylliboðum. Þannig séð, má segja, að eftir allt saman hafi Þjóðverjar náð sínu fram eftir stríð, en nú án hernaðarátaka.
Annar ríkisstjórnarflokkanna, Smáflokkafylkingin, segir skýrt og skorinort í sinni stjórnmálaályktun, að takmarkið sé, að afsala Íslandi fullveldi sínu, eða eins og þar segir orðrétt:
"Setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimilar að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum stofnunum og alþjóðastofnunum samkvæmt ákvörðun Alþingis. Slík ákvörðun tekur því aðeins gildi að sé staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Íslendingar samþykktu álíka ákvæði árið 1262.
Það tók meira en 600 ár að endurheimta það, sem þá var afsalað.
Evrópumálið setur alla í nokkurn vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 15:24
Systurflokkurinn
Undanfarin ár hafa Smáflokkafylkingarmenn ætið dásamað allt, sem frá "systurflokki" þeirra í Bretlandi hefur komið og nánast látið eins og um tvær deildir í sama flokki væri að ræða. Fulltrúar SMF hafa ætið sótt þing Breska verkamannaflokksins og ekki mátt vatni halda yfir því sem þar hefur verið samþykkt og leiðtogar flokksins nánast verið í dýrlingatölu.
Þetta kom skýrt fram nú síðast, þegar Össur, grínari, lýsti yfir mikilli ánægju með "svör" Breta við kvörtunum hans út af blaðri Gordons Brown á þingi, um samninga Breta við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um skuldir íslendinga vegna Icesave. Í "svarinu" kom ekkert fram um þau atriði, sem Brown þvaðraði um, en Össur var hinn ánægðasti með "svarið", sem ekkert svar var.
Þetta eru "vinirnir" sem SMF hefur alltaf treyst á að myndu taka þeim opnum örmun í ESB.
Sá grunur læðist að manni, að Smáflokkafylkingin muni ekki senda sveit manna á næsta þing Breska Verkamannaflokksins.
Sennilega mun SMF ekki heldur tala mikið um "systurflokkinn" í Bretlandi á næstunni.
Traust á Brown og flokki hans fer þverrandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)