Hundrað daga ríkisstjórn

Venjulega er talið sanngjarnt að gefa nýjum ríkisstjórnum eitt hundrað daga til að sanna sig og einnig hafa þessir hundrað dagar verið nefndir "hveitibrauðsdagar" ríkisstjórnarflokkanna.  Að þessum tíma liðnum er ætlast til að stjórnarstefna sé að fullu komin í framkvæmd og stjórnin búin að sýna hvað í hana sé spunnið.

Minnihlutastjórnin sat í hundrað daga og því hefði hún átt að vera búin að koma í framkvæmd öllum þeim málum sem hún vildi leggja áherslu á.  Því skýtur það skökku við að nýja ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og að mestu leyti sömu ráðherrum, skuli telja sig þurfa eitt hundrað daga í viðbót, til að átta sig á þeim málum sem knýjandi eru í efnahagslífi þjóðarinnar.

Morgunkorn Greiningar Íslandsbanka fjallar um fyrirhugaðan niðurskurð ríkisútgjalda á næstu þrem árum og segir þar m.a:  "Öllum er ljóst að til þess að það gangi eftir þarf að grípa til bæði niðurskurðar ríkisútgjalda og breikkunar á tekjustofni með auknum sköttum. Hingað til hafa þó engin svör fengist um hvaða aðgerða stjórnvöld ætla að grípa til í þessum tilgangi. Svörin við þessum spurningum munu þó liggja fyrir að 100 dögum liðnum þegar hulunni verður svipt af áætlun stjórnvalda um ríkisfjármál til millilangs tíma og forsendur fjárlaga 2010 verða afgreiddar í ríkisstjórn."

Almenningur mun ekki hafa þolinmæði til að bíða í hundrað daga eftir því að hulunni verði svipt af áætlunum stjórnvalda.


mbl.is Skuldastaða skýrist ekki fyrr en Icesave samningar eru í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband