Falskur samanburður

Eiríkur Bergmann, eindreginn ESB sinni, sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaus fræðimaður, segir að umsókn um aðild að ESB sé svipað ferli og aðildarumsókn Íslands að EES var á sínum tíma.  Þetta er vísvitandi falskur samanburður, sem sést best á því að ekki þurfti að breyta stjórnarskránni til að afsala fullveldi Íslands, eins og kemur fram í landsfundarályktun Smáflokkafylkingarinnar:

"Setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimilar að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum stofnunum og alþjóðastofnunum samkvæmt ákvörðun Alþingis. Slík ákvörðun tekur því aðeins gildi að sé staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Nú leggur Smáflokkafylkingin áherslu á, að sækja þurfi um aðildina að ESB ekki seinna en í júlí, en í ályktuninni er talað um langan og vandaðan undirbúning, eða eins og þar stendur:

"Undirbúa stofnun fastanefndar um Evrópumál á Alþingi. Hún hafi fyrir hönd þingsins forystu um aðildarviðræður og undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu um þá niðurstöðu sem í þeim fæst. Gangi Ísland í ESB hafi nefndin það verkefni að taka til umfjöllunar og afgreiðslu allar lagatillögur sambandsins áður en þær koma til endanlegrar afgreiðslu – að hætti Evrópunefndar danska þjóðþingsins."

Nú, aðeins nokkrum vikum eftir að þetta var samþykkt, er þessi fallega samþykkt gleymd og nú á að leggja fram þingályktunartillögu um umsókn að EBS strax og þing kemur saman, eftir viku.  Það er ekki langur tími til að stofna fastanefnd um Evrópumál á Alþingi, sem hafi forystu um aðildarviðræðurnar.

Smáflokkafylkingin er ekki trúverðugur flokkur í neinu tilliti og allra síst í Evrópumálum.

Því verðu ekki trúað, að stjórnarandstaðan skeri stjórnina niður úr snörunni í þessu máli.

 


mbl.is Svipuð aðferð og við inngönguna í EFTA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss, þessi Smásálafylkingin eða hvað þetta flokksviðrini heitir, er flokksskrýpi búinn til úr afgöngum.

Þetta er upp til hópar vesælingar sem þora ekki eð stand á eginn fótum vilja láta hugsa fyrir sig niður í Brussel, en kjarninn í stefnu flokksins er forræðishyggja yfirvalds.

Eiríkur er víst nú þegar farinn að pakka niður í gám til að orna sér við eldana í ESB-musterunum í Brussel.

Fannar Pétur Magnússon (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband