Systurflokkurinn

Undanfarin ár hafa Smáflokkafylkingarmenn ætið dásamað allt, sem frá "systurflokki" þeirra í Bretlandi hefur komið og nánast látið eins og um tvær deildir í sama flokki væri að ræða.  Fulltrúar SMF hafa ætið sótt þing Breska verkamannaflokksins og ekki mátt vatni halda yfir því sem þar hefur verið samþykkt og leiðtogar flokksins nánast verið í dýrlingatölu.

Þetta kom skýrt fram nú síðast, þegar Össur, grínari, lýsti yfir mikilli ánægju með "svör" Breta við kvörtunum hans út af blaðri Gordons Brown á þingi, um samninga Breta við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um skuldir íslendinga vegna Icesave.  Í "svarinu" kom ekkert fram um þau atriði, sem Brown þvaðraði um, en Össur var hinn ánægðasti með "svarið", sem ekkert svar var.

Þetta eru "vinirnir" sem SMF hefur alltaf treyst á að myndu taka þeim opnum örmun í ESB.

Sá grunur læðist að manni, að Smáflokkafylkingin muni ekki senda sveit manna á næsta þing Breska Verkamannaflokksins.

Sennilega mun SMF ekki heldur tala mikið um "systurflokkinn" í Bretlandi á næstunni.


mbl.is Traust á Brown og flokki hans fer þverrandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband