Fólk hugsi sinn gang

Þegar fjórir dagar eru til kosninga eru vinstri flokkarnir teknir til fótanna vegna yfirlýsinga sinna um skattahækkanir og niðurskurð eftir kosningar.  Það er með öllu óþolandi að þessir flokkar skuli ekki segja kjósendum hvað sé í vændum í efnahagslífi þjóðarinnar.  Nú þegar VG og Smáflokkafylkingin þora ekki að upplýsa fólk um hvað sé í vændum, skal hér birtast spálisti yfir þá skatta sem þessir flokkar munu hækka, verði þeir í ríkisstjórn, suma strax á þessu ári og aðra á næsta ári og þarnæsta (verði stjórnin ekki sprungin áður):

Beinir skattar heimila:

 Tekjuskattur verður hækkaður og hátekjuskatti bætt við. 

Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður.

Eignaskattar verða teknir upp.

Erfðafjárskattur verður hækkaður.

Stimpilgjöld vegna íbúðarkaupa verða ekki aflögð.

Skattar á fyrirtæki og óbeinir skattar:

Tekjuskattar fyrirtækja verða hækkaðir.

Atvinnuleysistryggingagjald verður hækkað.

Tollar verða hækkaðir þar sem það er hægt (takmarkað vegna EES).

Vörugjöld verða hækkuð og þá sérstaklega á "lúxusvörum"

Þjónustugjöld hjá opinberum stofnunum verða hækkuð.

Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verða lækkaðar (sérstaklega hjá "breiðu bökunum").

Fyrir utan það sem hér hefur verið talið hafa vinstri flokkar endalaust hugmyndaflug við að finna nýja "skattstofna" og munu þeir leita logandi ljósi að nýjum sköttum til að leggja á "breiðu bökin" í nafni jöfnuðar og réttlætis.

Þrátt fyrir að allir mögulegir skattar verði hækkaðir, mun það ekki skila nema um það bil 1/3 af fjárvöntun ríkissjóðs, þannig að sparnaður í ríkiskerfinu mun þurfa að nema a.m.k. fjörutíu milljörðum á ári, en um það er einnig þagað þunnu hljóði.  Sá niðurskurður verður sársaukafullur og mun koma niður á öllum sviðum ríkisrekstrarins, jafnt mennta- heilbrigðis- og velferðarkerfinu, sem öðrum sviðum.

Það er skylda allra, sem hafa hugsað sér að kjósa vinstri flokkana, eða skila auðu, að hugleiða það sem hér er sett fram, því þeir munu bera ábyrgð á þessum aðgerðum og munu ekki geta kennt neinum um, nema sjálfum sér á næstu árum, ef kosningarnar fara eins og nú lítur út fyrir.

Þennan lista ætti fólk að prenta út og merkja við, jafnóðum og spárnar rætast.

Þetta ætti þó að geymast þar sem börn og viðkvæmt fólk hefur ekki aðgang.

 


mbl.is Fleiri munu skila auðu og strika yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband