Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Kanntu annan Jóhanna?

Össur Skarphéðinsson, grínari, hefur yfirleitt haft orð fyrir ríkisstjórninni, þegar brandararnir eru annars vegar.  Nú hefur Jóhanna, ríkisverkstjóri, sýnt að hún er vel liðtæk í skemmtanabransann, en eftir henni er haft í féttinni:

 „Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans. Við erum þá með vegvísi sem alþjóðasamfélagið tekur eftir og hér innanlands líka. Þannig að það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur að því er varðar stöðugleikann.“ segir forsætisráðherra.

Svona getur enginn forsætisráðherra talað, nema í gríni auðvitað.  Með aðildarumsókn verðum við með vegvísi að stöðugleika, sem tekið væri eftir, utanlands sem innan???????????????????????

Það yrði strax tekið eftir því, bæði innanlands og utan, ef ríkisstjórnin færi að beita sér fyrir efnahagsstjórn í landinu.

Það er reyndar líka tekið eftir því, að hún er ekkert að gera í málunum.

 


mbl.is „Þjóðin viti hvað er í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit Jóhanna hvað hún syngur?

Jóhanna, ríkisverkstjóri, fór mikinn í stefnuræðu sinni um hagsældina sem myndi fylgja ESB aðild Íslands og reyndar umsókninni einni saman.  Ekki var annað að skilja, en að hér færi fljótlega að drjúpa smjör af hverju strái, bara er við losnum við að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar sjálf.

Á einum stað í ræðunni sagði Jóhanna:  "Við skulum hafa í huga að á hverjum degi greiða íslenskar fjölskyldur kostnaðinn af því að standa utan Evrópusambandsins í formi vaxtagreiðsla, sem eru margfalt hærri hér en í Evrópusambandinu og í formi hærra verðs á matvælum og öðrum nauðsynjum sem myndu lækka mikið við Evrópusambandsaðild."

Ekki nefndi hún einu orði, að hægt er að fella niður tolla og vörugjöld af matvælum frá ESB löndum, og öllum öðrum löndum einnig, með lögum frá Alþingi og án inngöngu í ESB.  Ef henni er í mun að lækka matvælaverð á Íslandi, af hverju fellir ríkisstjórnin ekki niður þessi gjöld núna strax?  Af hverju að bíða með það í marga mánuði á meðan á aðildarviðræðum stendur?  Ef þetta er hægt eftir inngöngu, af hverju er það þá ekki hægt núna? 

Hvað vextina varðar, þá er auðvelt að lækka þá strax, enda viðgengst annað eins vaxtaokur og hér hvergi í veröldinni.  Af hverju að ljúga því að þjóðinni, að ekki sé hægt að lækka þá, án inngöngu í ESB?

Á öðrum stað í ræðunni sagði ríkisverkstjórinn:  "Reglur Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika munu tryggja að Ísland muni sem áður sitja eitt að öllum kvóta í staðbundnum stofnum í íslenskri lögsögu eftir aðild að Evrópusambandinu."

Hefur Smáflokkafylkingin ekki heyrt af Grænbók ESB um fiskveiðimál?  Þar er sagt að hlutfallslegi stöðugleikinn hafi ekki þjónað hlutverki sínu og því þurfi að breyta fiskveiðistjórnunarstefnunni.  Þetta má t.d. lesa í þessari frétt

Núna verða ekki tekin fyrir fleiri atriði í ræðu ríkisverkstjórans að sinni, en þessi dæmi sýna hverslags málflutningi þjóðinni er boðið uppá, í ESB áróðri Smáflokkafylkingarinnar. 

Veit Jóhanna ekkert hvað hún syngur?


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alger uppgjöf í gengismálum

Nokkrum sinnum hefur hér verið fjallað um það, sem ríkisstjórnin sagði vera sitt helsta stefnumál, þegar hún nánast hrifsaði til sín völdin í janúarlok s.l.  Fyrsta frumvarpið sem hún lagði fyrir þingið og fékk samþykkt, var að reka seðlabankastjórana og koma á nýrri peningastefnunefnd.  Þetta átti að vera til þess að koma skikki á stjórn peningamálanna og stuðla að styrkingu krónunnar, að ekki sé talað um snarpa stýrivaxtalækkun.

Þegar norski förusveinninn og peningastefnunefndin tóku völdin í seðlabankanum þann 27. febrúar s.l. stóð gengisvísitalan í 186,95 stigum, en í dag endaði hún í 226,90 stigum.  Þetta þýðir gengislækkun krónunnar um 21,37%.  Lánið frá AGS átti eingöngu að nota til að styrkja gjaldeyrisforðann og þar með að styrkja krónuna.  Þessi þróun sýnir að ríkisstjórnin er algerlega getulaus í þessum efnum og grunur vaknar um að sama getuleysið verði að ræða í öðrum málum.

Nú eru gengislánin óðum að koma úr "frystingu" og ætli þeim sem skuldaði þann 27/02 síðast liðinn, t.d. 30.000.000 krónur í myntkörfuláni, bregði ekki við að sjá að í dag skuldar hann 36.411.000 krónur.

Þetta sýnir í hnotskurn hvernig ríkisstjórnin tekur á skuldavanda heimilanna.

 


mbl.is Gengi krónunnar lækkar um 2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn hring enn

Stuttu fyrir kosningar undirrituðu menntamálaráðherra og borgarstjóri samstarfsyfirlýsingu um að lokið skyldi við byggingu tónlistarhússins, með talsverðum breytingum til lækkunar byggingarkostnaðar frá upphaflegum áætlunum.  Þetta var gert með það að markmiði að halda úti mannaflsfrekum framkvæmdum í því atvinnu- og efnahagsástandi sem nú ríkir í landinu.

Nú eru kosningar afstaðnar og þá ryðst Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrum ráðherra, fram á ritvöllinn og vill hætta við bygginguna vegna kostnaðarins, sem samráðherra hennar hlýtur að hafa haft allar upplýsingar um, þegar hún gekk til samstarf við Reykjavíkurborg um að halda áfram með verkið. 

Þetta leiðir einnig hugann að fyrri stórbyggingum, sem hljóta að hafa verið jafnvel stærri verk, miðað við fjárhag þjóðarinnar á þeim tíma sem þau risu.  Má þar t.d. nefna Háskólann, Þjóðleikhúsið, Landspítalann, Þjóðmenningarhúsið og Þjóðarbókhlöðuna, sem að vísu var fjármögnuð með sérstökum skatti, sem enn er innheimtur, eftir því sem best er vitað.  Einnig eru landsmenn ennþá að greiða sérstakt álag á virðisaukaskatt, sem lagður var á tímabundið eftir Vestmannaeyjagosið.

Tónlistarhúsið dýr bygging og umdeild, en úr því sem komið er verður að klára húsið. 

Kreppan má ekki verða til þess að allar verklegar framkvæmdir verði lagðar niður.


mbl.is Vill að áform um tónlistarhús verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sovét Ísland

Sovét Ísland, hvenær kemu þú? spurði Jóhannes úr Kötlum um árið, með tregafullum söknuði.  Nú má segja að honum sé að verða að ósk sinni, því öll helstu fyrirtæki landsins eru að komast í ríkiseigu og fyrsta hreina vinstri græna ríkisstjórn Íslands er orðin að veruleika, eins og Steingrímur J. orðaði það.

Með þessu áframhaldi verður Ísland mesta sósilistaríki veraldar, sennilega að Kúbu undanskilinni, og ekki getur það kallast björt framtíðarsýn.  Með áframhaldandi ríkisvæðingu atvinnulífsins og afar kommúnískri ríkisstjórn er líklegt að kreppan verði bæði dýpri og lengri en annars hefði orðið.

Engar samræmdar reglur hafa verið settar um endursölu þeirra fyrirtækja, sem ríkið eignast með þessum hætti, í gegnum bankana, fyrir utan það að ekki er líklegt að margir kaupendur finnist hér innanlands, sem hafa einhverja burði til að leggja umtalsvert nýtt fjármagn inn í þessi fyrirtæki.

Ekki er heldur víst, að stjórnin hafi í raun svo mikinn áhuga á að einkavæða mörg þessara fyrirtækja aftur, þannig að hér gæti stefnt í umsvifamesta ríkisrekstur á byggðu bóli, frá því að kommúnisminn hrundi í Austur Evrópu.

Þetta er ekki björt framtíðarsýn fyrir Ísledinga.


mbl.is Íslandsbanki með 47% hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynibrandari Össurar

Mikil leynd hefur hvílt yfir drögum að þingsályktunartillögu um umsókn að ESB og formenn stjórnarandstöðunnar látnir sverja eiða að því að segja ekki nokkrum manni frá innihaldi hennar.

Nú hefur hún verið birt og hljóðar svo:  „Alþingi samþykkir að ríkistjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Eftir að búið verður að sækja um aðildina, þá á að fara að huga að samningsmarkmiðum.  Væri ekki nær að setja þau í umræðuna fyrst, til þess að hægt verði að komast að niðurstöðu um hvað á að sækja?  Ætla menn að sækja um aðild og sjá svo til seinna um hvað þeir ætla að tala við ESB.

Það verður að líta á þessa þingsályktunartillögu eins og hvern annan brandara frá Össuri, grínara.


mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra án ráðuneytis hefur talað

Franek Rozwadowski er efnahagsráðherra Íslands, með sitt eigið ráðuneyti, aðstoðarráðherra og skrifstofu, en ætti samt líklega kalla ráðherra án ráðuneytis, þar sem hann situr ekki formlega í vinnuflokki Jóhönnu ríkisverkstjóra.

Rozwaokwski hefur nú talað fyrir hönd AGS, sem raunverulega stjórnar landinu, og boðar að ekki séu aðstæður til frekari lækkunar stýrivaxta seðlabankans, umfram það sem þegar er orðið.  Stýrivextir hér eru þeir allrahæstu í heiminum og raunvextir slíkir að enginn getur staðið undir þeim.  Þetta er furðuleg yfirlýsing og getur ekki þjónað hagsmunum neinna, nema krónubréfaeigenda þ.e. að tryggja þeim gífurlega raunávöxtun inneigna sinna hérlendis.  Öðrum blæðir út á meðan.

Ekki síður athyglisverð er sú ákvörðun efnahagsráðherrans án ráðuneytis, að ekki verði slakað á gjaldeyrishöftum næstu árin, eða eins og hann segir:  "Þá sé hugsanlegt að nauðsynlegt reynist að viðhalda gjaldeyrishöftum um nokkurn tíma, jafnvel í nokkur ár. Þegar fram líði stundir verði hugsanlega hægt að slaka á höftum, t.d. fyrir flutninga á nýju fjármagni. Við slíkar aðstæður myndu höftin hins vegar vera áfram á því erlenda fjármagni, sem nú þegar er í landinu."

Ísland er með tímabundna undanþágu frá frálsu flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu og með margra ára gjaldeyrishöftum er spurning hvort við getum staðið við aðra skilmála EES.

Meðan við getum ekki einu sinni staðið við skuldbindingar gagnvart EES, hvernig getum við þá sótt um aðild að EBS.

Mikil umræða hlýtur að þurfa að fara fram áður en þingályktunartillaga Össurar, grínara, verður tekin fyrir á Alþingi.


mbl.is Þaulsetin gjaldeyrishöft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt opið og gegnsætt

Í anda opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu, sem stjórnarflokkarnir hafa boðað, er alger leynd yfir fyrirhugaðri þingsáætlunartillögu um inngögnu Íslands í ESB og formenn stjórnarandstöðuflokkanna fengu aðeins að sjá hana gegn heiti um algeran trúnað.

Hvers vegna má þessi ályktun ekki vera uppi á borðum, svo almenningur geti myndað sér skoðun um hana? 

Hverning eiga formenn stjórnarandstöðuflokkanna að ráðfæra sig við félaga sína og ráðgjafa, ef þeir mega ekki segja neinum frá innihaldi tillögunnar?

Smjaður Össurar og fagurgali um formennina mun vonanadi ekki duga til að stjórnarandstaðan skeri stjórnina niður úr ESB snörunni.


mbl.is „Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi íhlutun

Enn er Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, að skipta sér af innanríkismálum Íslands á freklegan og óþolandi hátt.  Hvaðan fær hann upplýsingar um það, að von sé á aðildarumsókn frá Íslandi í júní eða júlí.  Það er ekki einu sinni komin fram tillaga um að sækja um aðild og jafnvel þó hún yrði lögð fram fljótlega, ætti hún eftir að fara til nefndar á Alþingi, væntanlega Utanríkismálanefndar, og nefndin þyrfti að kalla eftir áliti tuga eða hundraða aðila í þjóðfélaginu.  Allur þessi ferill tekur marga mánuði og borin von að slík tillaga gæti komið til atkvæðagreiðslu á Alþingi, fyrr en í fyrsta lagi vorið 2010.

Er einhver hér innanlands, sem heldur þessari vitleysu að dónanum Olli Rehn?  Er það grínráðherrann Össur sem er að lepja einhverja dellu í stækkunarstjórann, sem jafnvel skilur ekki ráðherrahúmor? 

Ekki er nóg með að Olli skipti sér af málefnum Íslendinga heldur segir hann, sannfærður um að fá inngöngubeiðni frá Íslendingum:  „Og hver veit, kannski mun það með tímanum örva Norðmenn einnig."

Nú er tími til kominn að Össur fari að líta upp úr brandarablöðunum og beri fram formleg mótmæli vegna þessa ruddaskapar Olli Rehn.


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókin greiðsluaðlögun

Lögin um tímabundna greiðsluaðlögun tekur gildi á föstudaginn 15. maí n.k.  Lögin eru meingölluð að því leiti að þau ná aðeins til fasteignaveðkrafna, en aðrar skuldir heimila virðast ekki eiga heima í þessu ferli.  Mörg þau heimili, sem verst standa, eru bæði með myntkörfulán vegna húsnæðisskulda og bílalána að viðbættum ýmsum öðrum skuldum, svo sem yfirdráttarlánum.

Til þess að nýta sér þessa tímabundnu greiðsluaðlögun, þarf að ganga í gegnum talsvert flókið kerfi, eða eins og segir í fréttinni:  "Áður en einstaklingur óskar eftir tímabundinni greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna verður hann að hafa leitað annarra tiltækra greiðsluerfiðleikaúrræða sem í boði eru hjá lánastofnunum og sýna fram á að þau úrræði hafi reynst ófullnægjandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu."

Eftir þá þrautagöngu að hafa leitað allra annarra leiða og í ljós hefur komið að þær dugi ekki, þarf viðkomandi að senda skriflega beiðni um greiðsluaðlögun til héraðsdóms í lögheimilishéraði sínu.

Afar ólíklegt er að stór hluti þess fólks, sem á við þessa erfiðleika að etja, treysti sér í alla þessa skriffinnsku, jafnvel þó Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna gefi leiðbeiningar um stígana gegnum þennan frumskóg.

Þetta er allt saman samkvæmt mottói ríkisstofnana:  "Hafa skal það, sem flóknara reynist."

 


mbl.is Lög um tímabundna greiðsluaðlögun taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband