Sovét Ísland

Sovét Ísland, hvenær kemu þú? spurði Jóhannes úr Kötlum um árið, með tregafullum söknuði.  Nú má segja að honum sé að verða að ósk sinni, því öll helstu fyrirtæki landsins eru að komast í ríkiseigu og fyrsta hreina vinstri græna ríkisstjórn Íslands er orðin að veruleika, eins og Steingrímur J. orðaði það.

Með þessu áframhaldi verður Ísland mesta sósilistaríki veraldar, sennilega að Kúbu undanskilinni, og ekki getur það kallast björt framtíðarsýn.  Með áframhaldandi ríkisvæðingu atvinnulífsins og afar kommúnískri ríkisstjórn er líklegt að kreppan verði bæði dýpri og lengri en annars hefði orðið.

Engar samræmdar reglur hafa verið settar um endursölu þeirra fyrirtækja, sem ríkið eignast með þessum hætti, í gegnum bankana, fyrir utan það að ekki er líklegt að margir kaupendur finnist hér innanlands, sem hafa einhverja burði til að leggja umtalsvert nýtt fjármagn inn í þessi fyrirtæki.

Ekki er heldur víst, að stjórnin hafi í raun svo mikinn áhuga á að einkavæða mörg þessara fyrirtækja aftur, þannig að hér gæti stefnt í umsvifamesta ríkisrekstur á byggðu bóli, frá því að kommúnisminn hrundi í Austur Evrópu.

Þetta er ekki björt framtíðarsýn fyrir Ísledinga.


mbl.is Íslandsbanki með 47% hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband