Óþolandi íhlutun

Enn er Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, að skipta sér af innanríkismálum Íslands á freklegan og óþolandi hátt.  Hvaðan fær hann upplýsingar um það, að von sé á aðildarumsókn frá Íslandi í júní eða júlí.  Það er ekki einu sinni komin fram tillaga um að sækja um aðild og jafnvel þó hún yrði lögð fram fljótlega, ætti hún eftir að fara til nefndar á Alþingi, væntanlega Utanríkismálanefndar, og nefndin þyrfti að kalla eftir áliti tuga eða hundraða aðila í þjóðfélaginu.  Allur þessi ferill tekur marga mánuði og borin von að slík tillaga gæti komið til atkvæðagreiðslu á Alþingi, fyrr en í fyrsta lagi vorið 2010.

Er einhver hér innanlands, sem heldur þessari vitleysu að dónanum Olli Rehn?  Er það grínráðherrann Össur sem er að lepja einhverja dellu í stækkunarstjórann, sem jafnvel skilur ekki ráðherrahúmor? 

Ekki er nóg með að Olli skipti sér af málefnum Íslendinga heldur segir hann, sannfærður um að fá inngöngubeiðni frá Íslendingum:  „Og hver veit, kannski mun það með tímanum örva Norðmenn einnig."

Nú er tími til kominn að Össur fari að líta upp úr brandarablöðunum og beri fram formleg mótmæli vegna þessa ruddaskapar Olli Rehn.


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Össi þarf ekkert að mótmæla. Hann þarf bara að standa fastur á sinni skoðun. Enginn þvingar neinn í ESB sem hefur vit á að hugsa með sínum heila. Olli Rehn hættir að reyna þegar áróður hans ber ekki árangur. Ísland er of ríkt til að vilja fara á útsölu til ESB.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2009 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband