Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
16.10.2009 | 09:24
Mikilvægt að halda samninga
Rio Tinto Alcan hefur lagt til hliðar áætlanir áætlanir um byggingu risaálvers í Suður-Afríku, vegna þess að yfirvöld þar og raforkufyrirtækið Eskom vilja ekki standa við upphaflegan orkusölusamning til Rio Tinto. Á svipuðum tíma upplýsti íslenski fjármálajarðfræðingurinn að ekki yrði staðið við langtímasamninga við íslensk stóriðjufyrirtæki, heldur yrði lögð á þau nýjir orkuskattar upp á milljarða króna, hvert um sig.
Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, því samningur við Norðurál um álver í Helguvík er kominn í uppnám og Alcan hefur slegið á frest stækkunaráformum sínum í Straumsvík. Garðyrkjubændur hafa lýst því yfir, að með þessum nýju sköttum, neyðist þeir líklega til að hætta gróðurhúsaræk yfir vetrarmánuðina og svona mætti áfram telja. Örfá prósent í hækkun rekstrarkosnaðar, geta skipt þessi fyrirtæki öllu máli, hjá þeim gilda ekki happa- og glappaaðferðir, eins og hjá ríkisstjórnum.
Í þeirri kreppu sem nú ríkir hérlendis, ríður mest á að efla atvinnulífið og auka þar með atvinnu, sem aftur eykur skatttekjur ríkissjóðs, en minnkar atvinnuleysisbætur, sem ekki veitir af, enda atvinnuleysistryggingasjóður tómur.
Því miður þurfa Íslendingar að lifa við ríkisstjórn, sem ekki skilur einföldustu undirstöðuatriðin, sem máli skipta, til að koma landinu út úr kreppunni.
Rio Tinto Alcan hættir við í S-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 16:22
Ríkisstjórnin með allt á síðustu stundu
Skrifað var undir stöðugleikasáttmála Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambansins og ríkisstjórnarinnar fyrir tæpum fjórum mánuðum síðan og frá þeim tíma hefur ríkisstjórnin ekki staðið við eitt einasta atriði, sem að henni sneri í sáttmálanum.
Ríkisstjórnin lofaði að niðurskurður ríkisútgjalda skyldi nema 60% af fjárþörf næsta árs, en skattahækkanir skyldu ekki verða meiri en 40%. Með fjárlagafrumvarpinu var þessu algerlega snúið við og þar var boðuð aukning skattpíningar að upphæð 62 milljarðar króna á móti niðurskurði að upphæð 38 milljörðum króna.
Ríkisstjórnin ætlaði að gera sitt til að stýrivextir yrðu komnir niður fyrir 10%, fyrir 1. nóvember, en þeir hafa ekkert lækkað ennþá. Stjórnin lofaði að flækjast ekki fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu, þar á meðal að greiða fyrir öllum framkvæmdum við orkuöflun og byggingu álvers í Helguvík og á Bakka við Húsavík, en það hefur allt verið svikið og flækjufóturinn settur fyrir allar tilraunir til að koma framkvæmdum í gang. Svona mætti áfram telja, lengi.
Nú eru öll mál varðandi stöðugleikasáttmálann komin í tímaþröng og aðeins vika til stefnu þar til ársfundur ASÍ verður haldinn og segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, af því tilefni: "Síðustu daga hefur verið unnið á grundvelli minnisblaðs sem SA og ASÍ lögðu fram um gang þeirra mála sem fjallað er um í stöðuleikasáttmálanum. Segir Vilhjálmur að þar komi fram að æði mikið sé útistandandi af því sem rætt var um að gera. Á þessari stundu sé langt í land að viðunandi niðurstaða fáist og því þurfi allir að búa sig undir þá hörmulegu stöðu að kjarasamningar verði ekki framlengdir."
Ætli ríkisstjórnin fari að vakna af Þyrnirósarsvefninum, eða ætlar hún að sofa í hundrað ár?
Nýja áætlun um afnám haftanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 14:16
Bankamenn með bakþanka
Flestir yfirmenn föllnu bankanna eru fluttir úr landi og nota nú reynslu sína til "ráðgjafastarfa" erlendis, enda hafa þeir af nógu að miðla, um hvernig á ekki að reka banka, eða stunda aðra fjármálastarfsemi. Hins vegar er ekkert vitað, hvort mikil eftirspurn sé eftir þessum "ráðgjöfum".
Sumir bankasnillinganna eru þó komnir með einhverja bakþanka um frammistöðu sína og glöggskyggni á liðnum árum, því haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, að: "Þegar ríkið hafi þjóðnýtt Glitni þá var ástandið orðið vonlaust. Það sé eitthvað sem hann sjái nú en gerði sér ekki grein fyrir á þeim tíma. Á þeim tíma gagnrýndu bankamennirnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki stutt bankana."
Á síðasta ári kvörtuðu bankasnilligarnir mikið yfir því, að seðlabankinn veitti þeim ekki nógu mikinn fjárhagslegan stuðning og gerðu mikið úr því að gjaldeyrisvarasjóðurinn væri ekki nógu stór, til að banki bankanna gæti ausið gjaldeyrislánum til bankanna, en nú segir Ármann: Þegar ég lít til baka. Þá set ég spurningarmerki við hvort það hefði verið réttlætanlegt að setja svo mikið fé inn í fjármálakerfið."
Banka- og útrásarmafian fór mikinn á þessum tíma og sagði öllum til syndanna, sem dirfðust að efast um snilli þeirra og framsýni og voru slíkar raddir umsvifalaust kæfðar og gagnrýnendur sagðir skilningslausir og öfundsjúkir úr í "íslenska módelið".
Nú eru snillingarnir sjálfir flúnir land og búnir að viðurkenna að "íslenska módelið" var bara rugl og glæpamennska.
Það sem er verra, er að almenningur á Íslandi þarf að taka afleiðingunum.
Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 11:44
Berjast á "gagnlegum fundum"
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans með fyrirvörum á sumarþingi, eftir þriggja mánaða umfjöllun, sem endaði með því að ríkisstjórnin missti yfirráð sín á málinu, en nýr þingmeirihluti skapaðist um niðurstöðuna.
Eitt af skilyrðunum fyrir því að ríkisábyrgðin tæki gildi, var að Bretar og Hollendingar myndu samþykkja þá skriflega. Ríkisstjórninni var falið að annast það mál, en síðan hefur hvorki gengið eða rekið, enda sömu menn að ræða við þrælahaldarana og gerðu upphaflega samninginn, sem allir eru sammála um að hafi verið versti samningum Íslandssögunnar.
Hvernig á sama samninganefndin að geta horft framan í viðsemjendurna og útskýrt fyrir þeim, að nefndin sé heima fyrir álitin háðuglegasta og lélegasta samninganefnd sögunnar og sé komin til baka til að kynna þær endurbætur á samningsbullinu, sem Alþingi hafi komist að niðurstöðu um?
Að sjálfsögðu taka þrælapískararnir ekkert mark á þessari samninganefnd lengur, frekar en Íslendingar gera og því óskiljanlegt að ekki skuli skipuð ný nefnd til þessarar kynningar á fyrirvörunum.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa setið tugi "gagnlegra funda" með Bretum, Hollendingum, ESB og AGS, en enginn virðist taka hið minnsta mark á þeim, eða vilja slaka á sínum kröfum að neinu leyti.
En allar hafa þessar viðræður verið "afar gagnlegar" og vonandi kemur niðurstaða seinnipartinn í dag, á morgun, fyrir helgi eða mánaðamót.
Þetta hafa Íslendingar þurft að hlusta á í tvo mánuði og svo verður sjálfsagt eitthvað lengur.
Berjast til að ná Icesave-sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 10:07
Skattgreiðendur í ábyrgð fyrir erlenda bankaeigendur
Nú hefur verið samþykkt, að erlendir kröfuhafar eignist 95% hlutafjár í Íslandsbanka og líklega munu kröfuhafar Kaupþings eignast 98% hlutafjár þess banka um mánaðamótin næstu. Það er fagnaðarefni, að bankarnir skuli komast úr ríkiseigu með þessu móti og vonandi verður það til þess, að alvöru samkeppni skapist á bankamarkaði.
Auðvitað munu kröfueigendurnir reyna að reka þessa íslensku banka sína á þann hátt, að þeir skili eigendum sínum sem mestum hagnaði, í því skyni að vinna til baka það tjón, sem gömlu bankarnir ollu þeim, en það nemur þúsundum milljarða. Það tap munu þeir reyna að endurheimta með hagnaði af nýju bönkunum sínum.
Auðveldasta leiðin til þess er að stofna útibú í ESB löndunum og safna þar innistæðum í svo miklum mæli, að ekki ráðist neitt við neitt og bankarnir hrynji svo að lokum, eins og fyrirrennarar þeirra gerðu síðast liðið haust. Þá þarf bara að koma peningunum undan og láta ábyrgðina falla á íslenska skattgreiðendur, eins og ríkisstjórnin er að gera núna, vegna fyrirrennara þessara nýju einkabanka.
Með samþykkt á ríkisábyrgð fyrir skuldum einkabanka, í þessu tilfelli Icesave skuldum Landsbankans, er verið að setja fordæmi til framtíðar og íslenskir skattgreiðendur geta aldrei aftur um frjálst höfuð strokið vegna yfirvofandi nýrrar bankakreppu.
Skyldi ríkisstjórnin ekki gera sér grein fyrir því, hvaða fordæmi hún er að setja?
Íslandsbanki í erlendar hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2009 | 16:41
Hagar er orðið síbrotafélag
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Hagar skuli greiða 15 milljóna króna sekt, vegna brota á samkeppnislögum. Brotið fólst í því, að Hagar ætluðu að ná undir sig þrotabúi BT verslananna fyrir lítið sem ekkert verð og sameinaði fyrirtækið Högum, án þess að tilkynna það og sækja um leyfi fyrir samrunanum til Samkeppniseftirlitsins. Skömmu síðar var samruninn dæmdur ólöglegur af samkeppnisástæðum og þá hættu Hagar við kaupin á BT, enda ekki eins gróðavænlegt að halda þeim rekstri aðskildum frá drottnunarfélaginu Högum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Hagar fá dóm fyrir brot á samkeppnislögum og er þess skemmst að minnast að félagið fékk 315 milljóna króna sekt á árinu 2008 fyrir að misnota markaðráðandi stöðu sína í tilraun til að brjóta Krónuna á bak aftur, enda hafa Bónusfeðgar aldrei þolað neina samkeppni og hafa yfirleitt komist upp með að drepa af sér alla samkeppnisaðila með bellibrögðum.
Á máli lögfræðinnar myndi þetta kallast staðfastur brotavilji.
Þegar sýndur er staðfastur brotavilji, ætti það að kalla á hörð varnarviðbrögð.
Uppskipti á Högum er eina leiðin til að koma á eðlilegri samkeppni á smásölumarkaði.
Hagar og Sena brutu samkeppnislög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2009 | 15:35
Töf rannsóknarskýrslu afsakanleg
Töf á skilum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er skiljanleg í ljósi þess, sem fram kom á fundi nefndarinnar í dag, en þar fór nefndin yfir starf sitt og þar kom m.a. fram að rætt hefði verið við yfir 300 manns og formlegar skýrslur af meira en 100 einstaklingum og enn á eftir að ræða við fleiri.
Allir geta séð, að það er óhemju mikil vinna, að koma saman skýrslu um þetta yfirgripsmikla mál, þannig að allur sannleikur komi í ljós og unnt verði að meta ábyrgð hvers og eins, þeirra sem tengjast bankahruninu á einhvern hátt. Treysta verður því, að lagt verði mat á hvaða áhrif hver hafði á atburðarásina, svo sem ríkisstjórn, seðlabanki, bankaráð, bankastjórar og eigendur bankanna, svo einhverjir séu nefndir.
Margir hafa talið, að nefndin ætti að minnsta kosti að skila áfangaskýrslu þann 1. nóvember, en nefndin svarar því á eftirfarandi hátt: "Meðal þess sem var skoðað var að skila bráðabirgðaskýrslu 1. nóvember en það var blásið af, m.a. vegna þess hversu tengd málin eru og sömu leikendur í þeim flestum."
Þetta er rökrétt afstaða nefndarinnar, í því ljósi, að sumar niðurstöður nefndarinnar fara væntanlega í frekari rannsókn hjá Fjármálaeftirlitinu og/eða Sérstökum saksóknara.
Betra er að sýna örlitla þolinmæði, en að eitthvað verði órannsakað, eða illa skoðað.
Rætt við yfir 300 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 14:03
Rannsóknarskýrslan verði öllum aðgengileg
Störf Rannsóknarsnefndar Alþingis hafa reynst mun umfangsmeiri, en í fyrstu var talið og því þarf að framlengja frest hennar til að skila skýrslu sinni til 1. febrúar 2010. Þetta hlýtur að benda til þess að enginn asi sé á störfum nefndarinnar og vandað sé til verka og er það auðvitað vel og þess virði að bíða þrem mánuðum lengur en áætlað var.
Samþykkja þarf ný lög um nefndina, til þess að unnt sé að framlengja störf hennar og mun það í undirbúningi hjá Alþingi, en það vekur athygli, að þingið skuli þurfa að skipa sérstaka þingmannanefnd, til þess að komast að niðurstöðu um hvernig Alþingi skuli fjalla um skýrsluna, þegar þar að kemur.
Af því tilefni er haft eftir forseta þingsins: "Ásta Ragnheiður sagði, að á vettvangi forsætisnefndar og formanna þingflokkanna hefði verið fjallað um hvernig standa á að þinglegri meðferð á skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Samstaða sé um mikilvægi þess að sá farvegur verði markaður fyrir fram áður en skýrslan verður gerð opinber."
Ekki þarf síður að marka stefnu um hvernig skýrslan verður birt almenningi, því ekki verður þolað að skýrslan í heild, eða hlutar hennar verði meðhöndluð sem leyniplagg, sem ekki megi gera opinbert.
Skýlaus krafa er að hvert einasta atriði, sem nefndin verður áskynja um, verði opinberað.
Um annað verður enginn friður í þjóðfélaginu.
Rannsóknarskýrslu seinkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2009 | 13:17
Bónus gefur engum neitt
Það hefur verið vitað í a.m.k. fimmtán ár, að vegna kúgunar Bónuss á birgjum, hefur vöruverð hækkað óeðlilega mikið í landinu. Stafar þetta af því, að Bónus gerir þá kröfu til birgja að fá vörur til sín á að minnsta kosti 20 - 25% lægra verði en aðrar verslanir og til að mæta því, hækka birgjarnir vöruverð til allra annarra sem því nemur. Þar sem Bónusveldið hefur 50 - 60% markaðshlutdeild á matvörumarkaði, þarf að hækka vöruverðið til allra hinna, svo hægt sé að standa undir afsláttunum til Bónuss.
Bónus líður engum að selja vörur á lægra verði og því hamlar þetta allri samkeppni, þar sem aðrir kaupmenn þurfa sína álagningu til þess að standa undir rekstri og Bónus getur alltaf verið lægri, án þess að slá af sinni álagningu. Fólk heldur að Bónus stuðli að lægra vöruverði með lágri álagningu, en það er alger misskilningur, þar sem verslunin gefur ekki eftir eina krónu af sinni álagningu, heldur nær niður verði til sín, með því að pína birgjana til að hækka það til annarra.
Þetta er Jón Gerald Sullenberger að upplifa núna og er að komast að því að Bónusveldið heldur öllu varðandi verslun og viðskipti á smásölumarkaði í heljargreipum. Margir birgjar hafa farið flatt á því að lenda upp á kant við þá háu herra, sem stjórna Bónusveldinu.
Þessu verður að breyta og það verður ekki gert, nema með því að jafna samkeppnismöguleikana, t.d. með banni á verðmismunun birgja til verslana.
Alvarlegt fyrir nýsköpun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2009 | 08:36
Stórglæparannsókn á útrásarfyrirtæki
Fyrrum stjórnendur eins af þeim fyrirtækjum sem kom við sögu á útrásarglæpaárunum eru nú til rannsóknar hjá öllum helstu glæparannsóknastofnunum Bretlands, þar á meðal hjá Soca, sem venjulega rannsakar alvarlega skipulagða glæpastarfsemi, svo sem fíkniefnasmygl eða peningaþvætti.
Áður hafði komið fram að breska samkeppniseftirlitið og efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, (SFO) væru að rannsaka hvort fyrirtækin JJB og Sports Direct hefðu átt með sér ólöglegt verðsamráð.
Þetta vekur upp spurningar um, hvort ekki sé verið að rannsaka svipaða hluti hjá fleiri fyrirtækjum og stjórnendum, sem komu við sögu í öðrum raðskuldafyrirtækjum, sem útrásarmógúlar yfirtóku og flæktu í raðskuldavefi sína á liðnum árum.
JJB Sports í rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)