Mikilvægt að halda samninga

Rio Tinto Alcan hefur lagt til hliðar áætlanir áætlanir um byggingu risaálvers í Suður-Afríku, vegna þess að yfirvöld þar og raforkufyrirtækið Eskom vilja ekki standa við upphaflegan orkusölusamning til Rio Tinto.  Á svipuðum tíma upplýsti íslenski fjármálajarðfræðingurinn að ekki yrði staðið við langtímasamninga við íslensk stóriðjufyrirtæki, heldur yrði lögð á þau nýjir orkuskattar upp á milljarða króna, hvert um sig.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, því samningur við Norðurál um álver í Helguvík er kominn í uppnám og Alcan hefur slegið á frest stækkunaráformum sínum í Straumsvík.  Garðyrkjubændur hafa lýst því yfir, að með þessum nýju sköttum, neyðist þeir líklega til að hætta gróðurhúsaræk yfir vetrarmánuðina og svona mætti áfram telja.  Örfá prósent í hækkun rekstrarkosnaðar,  geta skipt þessi fyrirtæki öllu máli, hjá þeim gilda ekki happa- og glappaaðferðir, eins og hjá ríkisstjórnum.

Í þeirri kreppu sem nú ríkir hérlendis, ríður mest á að efla atvinnulífið og auka þar með atvinnu, sem aftur eykur skatttekjur ríkissjóðs, en minnkar atvinnuleysisbætur, sem ekki veitir af, enda atvinnuleysistryggingasjóður tómur.

Því miður þurfa Íslendingar að lifa við ríkisstjórn, sem ekki skilur einföldustu undirstöðuatriðin, sem máli skipta, til að koma landinu út úr kreppunni.


mbl.is Rio Tinto Alcan hættir við í S-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband